Þetta kemur fram á vef Þjóðskrár Íslands en þar segir að úkraínskum ríkisborgurum hér á landi hafi fjölgað um 490 prósent á áðurnefndu tímabili. Þann 1. júlí voru 1.410 Úkraínumenn skráðir í þjóðskrá.
Fólki frá Venesúela hefur einnig fjölgað töluvert eða um 57 prósent. Þau eru nú 696 frá Venesúela sem búa hér á landi.
Stærsti hópur erlendra ríkisborgara hér á landi er myndaður af Pólverjum. Þeir eru alls 22.020 talsins hér á landi og hefur fjölgað um 568 einstaklinga frá því í desember. Pólverjar eru um 5,8 prósent allra landsmanna.
Þá hefur rúmenskum ríkisborgurum fjölgað um 407 á tímabilinu eða um 14,8 prósent.