Innlent

Rör fór aftur í sundur við Fjarðar­sels­virkjun

Árni Sæberg skrifar
Fjarðarselsvirkjun er elsta starfandi virkjunin á Íslandi. Þessi mynd var tekin í júní þegar kaldavatnslögn fór í sundur við virkjunina.
Fjarðarselsvirkjun er elsta starfandi virkjunin á Íslandi. Þessi mynd var tekin í júní þegar kaldavatnslögn fór í sundur við virkjunina. AÐSEND/ÓMAR BOGASON

Aurskriða féll í morgun á Seyðisfirði eftir að aðrennslisrör að stöðvarhúsi Fjarðarselsvirkjunar fór í sundur og olli miklum vatnsflaumi í Fjarðarár. Stutt er síðan svipað atvik varð í virkjuninni.

Í tilkynningu á vef lögreglunnar segir að smávægilegar skemmdir hafi orðið á veginum að Fjarðarseli en að greiðlega hafi gengið að skrúfa fyrir vatnsflauminn. Aðrennslisrörið hafi þegar verið lagað og vegurinn opnaður á ný.

Þá segir að stutt sé síðan álíka atvik hafi orðið og að eigandi Fjarðarselsvirkjunar skoði nú aðstæður með það að markmiði að koma í veg fyrir að atvik sem þetta endurtaki sig.

Í júní þurftu Seyðisfirðingar að láta sér heitt vatn nægja um stund eftir að kaldavatnslögn við Fjarðaselsvirkjun gaf sig.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×