15 ára aldursmunur
Garðar og Fanney Sandra Albertsdóttir eiga eitt barn saman og er fimmtán ára aldursmunur á parinu. Fanney starfar í dag sem flugfreyja, förðunarfræðingur og einkaþjálfari en hún vann einnig titilinn Miss Talent Iceland í Ungfrú Ísland-keppninni árið 2018.
Bónorð fyrir framan Eiffel-turninn
Garðar virðist hafa verið búinn að undirbúa bónorðið vel en hann birti myndband af stóru stundinni á Instagram síðu sinni gær.

Endaði með kossum
Parið var þá greinilega að gera sig líklegt til að njóta sín í veðurblíðunni í París og var búið að koma fyrir teppi og kampavíni í grasinu. Það var því sannkallaður romance -bíómyndabragur yfir bónorðinu sem virtist enda með já-i og kossum.