„Það mega allir hafa sínar skoðanir“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. ágúst 2017 22:30 Stúlkurnar sem hlutu titil í Ungfrú Ísland keppninni í gær Ungfrú Ísland „Lokakvöldið gekk mjög vel og allir ánægðir,“ segir Birgitta Líf Björnsdóttir framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland keppninnar sem fór fram í Hörpu í gær. Birgitta Líf er einstaklega stolt af því góðgerðarstarfi sem keppendurnir tóku þátt í ár. „Stelpurnar söfnuðu með ýmsum uppákomum í sumar tæplega 400.000 krónur í Styrktarsjóð Ungfrú Ísland. Hann verður notaður í góðgerðarmál fyrir Beauty With A Purpose verkefni Íslands í Miss World. Við erum ótrúlega stoltar af öllum stelpunum og ánægðar með ferlið.“Sigraði hæfileikakeppnina með þverflautuAthygli vakti hvernig tónlist var blandað saman við framkomu keppenda á sviðinu í gær. „DJ Dóra Júlía spilaði undir tískusýningu Another Creation, Herra Hnetusmjör og Joe Frazier komu fram í tískusýningu Nike og Chase ásamt Jóa Pé sáu um tónlistarflutninginn í síðkjólaatriði,“ útskýrir Birgitta Líf. Fimm stúlkur fengu titil í gær en viðburðurinn var sýndur í beinni útsendingu hér á Vísi. A post shared by Birgitta Líf Björnsdóttir (@birgittalif) on Aug 26, 2017 at 12:48pm PDT „Ólafía Ósk Finnsdóttir var valin af dómnefnd til að fara út fyrir Íslands hönd til Kína að taka þátt í Miss World og hreppti því titilinn Miss World Iceland. Úrsúla Hanna Karlsdóttir var valin Miss Top Model Iceland af Eskimo módelskrifstofu. Stefanía Tara Þrastardóttir var kosin Miss Peoples Choice Iceland í vefkosninu sem fór fram á Facebook. Hrafnhildur Arnardóttir bar sigur úr býtum í Íþróttakeppni Ungfrú Ísland sem fram fór í sumar og Fanney Sandra Albertsdóttir var valin Miss Talent Iceland af dómnefnd úr innsendum myndböndum þar sem stúlkurnar sýndu hæfileika sína en hún spilaði á þverflautu.“ Þess má geta að stúlkurnar höfðu val um að taka þátt í bæði íþrótta- og hæfileikakeppninni.Segir að stúlkurnar hafi verið vel kynntar á samfélagsmiðlum Eitthvað hefur verið um gagnrýni á því að keppendur hafi ekki verið kynntar með nafni þegar þær stigu á sviðið í gær. Einn aðstandandi keppanda í Ungfrú Ísland segir í samtali við Vísi að þær einu sem hafi verið almennilega kynntar fyrir áhorfendum á lokakvöldinu hafi verið þær sem hlutu titil.Titilhafar Ungfrú Ísland ásamt framkvæmdastjóra og dómnefnd keppninnar.Ungfrú Ísland„Stelpurnar hafa allar fengið sinn dag á snappinu okkar, eru með ljósmyndir með nöfnum og fleiri upplýsingum á heimasíðunni, Facebook og Instagram og svo voru kynningarmyndbönd fyrir hverja og eina á Facebook og í útsendingunni,“ segir Birgitta Líf við þeirri gagnrýni. Varðandi vangaveltur Ásdísar Ránar um fyrirkomulag keppninnar svarar Birgitta Líf: „Það mega allir hafa sínar skoðanir.“En hvað er framundan hjá nýkrýndri Ungfrú Ísland?„Ólafía Ósk fer á fullt í undirbúning fyrir Miss World en hún flýgur til Kína þann 19. október n.k. og dvelur þar í mánuð. Miss World 2017 verður haldin þann 19. nóvember í Sanya í Kína.“ Tengdar fréttir Ólafía Ósk Finnsdóttir er Ungfrú Ísland 2017 Ólafía Ósk starfar í farþegaþjónustu hjá Icelandair og langar til þess að stofna eigið fyrirtæki og sérhæfa sig í fatahönnun. Þá dreymir hana um að fara til Tanzaníu og vinna með börnum. 26. ágúst 2017 22:28 Stefanía Tara svarar Ásdísi Rán fullum hálsi Ísdrottningin Ásdís Rán var harðlega gagnrýnd í dag fyrir að gefa í skyn að Stefanía Tara hafi verið "uppfyllingarefni" í Ungfrú Ísland. 27. ágúst 2017 21:12 Bein útsending: Fylgstu með Ungfrú Ísland 2017 á Vísi Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland fer fram í Hörpunni í kvöld. 26. ágúst 2017 19:52 Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Fleiri fréttir Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja Sjá meira
„Lokakvöldið gekk mjög vel og allir ánægðir,“ segir Birgitta Líf Björnsdóttir framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland keppninnar sem fór fram í Hörpu í gær. Birgitta Líf er einstaklega stolt af því góðgerðarstarfi sem keppendurnir tóku þátt í ár. „Stelpurnar söfnuðu með ýmsum uppákomum í sumar tæplega 400.000 krónur í Styrktarsjóð Ungfrú Ísland. Hann verður notaður í góðgerðarmál fyrir Beauty With A Purpose verkefni Íslands í Miss World. Við erum ótrúlega stoltar af öllum stelpunum og ánægðar með ferlið.“Sigraði hæfileikakeppnina með þverflautuAthygli vakti hvernig tónlist var blandað saman við framkomu keppenda á sviðinu í gær. „DJ Dóra Júlía spilaði undir tískusýningu Another Creation, Herra Hnetusmjör og Joe Frazier komu fram í tískusýningu Nike og Chase ásamt Jóa Pé sáu um tónlistarflutninginn í síðkjólaatriði,“ útskýrir Birgitta Líf. Fimm stúlkur fengu titil í gær en viðburðurinn var sýndur í beinni útsendingu hér á Vísi. A post shared by Birgitta Líf Björnsdóttir (@birgittalif) on Aug 26, 2017 at 12:48pm PDT „Ólafía Ósk Finnsdóttir var valin af dómnefnd til að fara út fyrir Íslands hönd til Kína að taka þátt í Miss World og hreppti því titilinn Miss World Iceland. Úrsúla Hanna Karlsdóttir var valin Miss Top Model Iceland af Eskimo módelskrifstofu. Stefanía Tara Þrastardóttir var kosin Miss Peoples Choice Iceland í vefkosninu sem fór fram á Facebook. Hrafnhildur Arnardóttir bar sigur úr býtum í Íþróttakeppni Ungfrú Ísland sem fram fór í sumar og Fanney Sandra Albertsdóttir var valin Miss Talent Iceland af dómnefnd úr innsendum myndböndum þar sem stúlkurnar sýndu hæfileika sína en hún spilaði á þverflautu.“ Þess má geta að stúlkurnar höfðu val um að taka þátt í bæði íþrótta- og hæfileikakeppninni.Segir að stúlkurnar hafi verið vel kynntar á samfélagsmiðlum Eitthvað hefur verið um gagnrýni á því að keppendur hafi ekki verið kynntar með nafni þegar þær stigu á sviðið í gær. Einn aðstandandi keppanda í Ungfrú Ísland segir í samtali við Vísi að þær einu sem hafi verið almennilega kynntar fyrir áhorfendum á lokakvöldinu hafi verið þær sem hlutu titil.Titilhafar Ungfrú Ísland ásamt framkvæmdastjóra og dómnefnd keppninnar.Ungfrú Ísland„Stelpurnar hafa allar fengið sinn dag á snappinu okkar, eru með ljósmyndir með nöfnum og fleiri upplýsingum á heimasíðunni, Facebook og Instagram og svo voru kynningarmyndbönd fyrir hverja og eina á Facebook og í útsendingunni,“ segir Birgitta Líf við þeirri gagnrýni. Varðandi vangaveltur Ásdísar Ránar um fyrirkomulag keppninnar svarar Birgitta Líf: „Það mega allir hafa sínar skoðanir.“En hvað er framundan hjá nýkrýndri Ungfrú Ísland?„Ólafía Ósk fer á fullt í undirbúning fyrir Miss World en hún flýgur til Kína þann 19. október n.k. og dvelur þar í mánuð. Miss World 2017 verður haldin þann 19. nóvember í Sanya í Kína.“
Tengdar fréttir Ólafía Ósk Finnsdóttir er Ungfrú Ísland 2017 Ólafía Ósk starfar í farþegaþjónustu hjá Icelandair og langar til þess að stofna eigið fyrirtæki og sérhæfa sig í fatahönnun. Þá dreymir hana um að fara til Tanzaníu og vinna með börnum. 26. ágúst 2017 22:28 Stefanía Tara svarar Ásdísi Rán fullum hálsi Ísdrottningin Ásdís Rán var harðlega gagnrýnd í dag fyrir að gefa í skyn að Stefanía Tara hafi verið "uppfyllingarefni" í Ungfrú Ísland. 27. ágúst 2017 21:12 Bein útsending: Fylgstu með Ungfrú Ísland 2017 á Vísi Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland fer fram í Hörpunni í kvöld. 26. ágúst 2017 19:52 Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Fleiri fréttir Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja Sjá meira
Ólafía Ósk Finnsdóttir er Ungfrú Ísland 2017 Ólafía Ósk starfar í farþegaþjónustu hjá Icelandair og langar til þess að stofna eigið fyrirtæki og sérhæfa sig í fatahönnun. Þá dreymir hana um að fara til Tanzaníu og vinna með börnum. 26. ágúst 2017 22:28
Stefanía Tara svarar Ásdísi Rán fullum hálsi Ísdrottningin Ásdís Rán var harðlega gagnrýnd í dag fyrir að gefa í skyn að Stefanía Tara hafi verið "uppfyllingarefni" í Ungfrú Ísland. 27. ágúst 2017 21:12
Bein útsending: Fylgstu með Ungfrú Ísland 2017 á Vísi Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland fer fram í Hörpunni í kvöld. 26. ágúst 2017 19:52