Segir að stelpurnar verði að þora í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2022 15:31 Þorsteinn Halldórsson á æfingu liðsins í Rotherham í gær. Vísir/Vilhelm Landsliðsþjálfarinn biður um hugrekki frá sínum leikmönnum í leiknum mikilvæga á móti Frakklandi á EM í Englandi í kvöld en þar ræðst það hvort íslenska liðið komist í átta liða úrslit keppninnar. Íslenska liðið hefur spilað varnarleikinn mjög vel og aðeins fengið á sig eitt mark utan af velli því hitt markið kom úr umdeildri vítaspyrnu. Íslensku stelpurnar hafa heldur ekki fengið eitt einasta gula spjald á mótinu. „Ég er ánægður með varnarleikinn heilt yfir. Við höfum varist vel sem lið út um allan völl. Það er vinnusemin sem hefur skilað því að við höfum ekki verið að fá mörk á okkur. Ég er sáttur við varnarleikinn heilt yfir hjá öllum leikmönnum. Við höfum krafist mikils vinnuframlags af þeim og við höfum verið að spila vel varnarlega,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska liðsins. Marie-Antoinette Katoto sleit krossband í síðasta leik sem er mikið áfall fyrir franska liðið. Það breytir aftur á móti engu fyrir nálgun Þorsteins á leikinn. „Nei, það breytti alls engu. Ég veit að hún er stórkostlegur leikmaður en við erum ekki að fara breyta hlutum í okkar varnarskipulagi. Við breytum engu.“ sagði Þorsteinn. En hvernig ætlar íslenska liðið að ná í nauðsynleg úrslit á móti Frökkum. „Það eru ákveðnar leiðir sem þær leita alltaf í. Það eru ákveðnar vinnureglur í sóknarleiknum hjá þeim sem við þurfum að vera klárar í að leysa og lesa. Þær leita mjög mikið í þessar leiðir. Við þurfum að vera sterk einn á móti þeim inn í þessum svæðum. Vera tilbúin í smá slagsmál á móti þeim. Þetta er líkamlega sterkt lið og það er hraði í liðinu,“ sagði Þorsteinn og hann vill fá meiri kjark hjá sínum stelpum með boltann. „Svo þurfum við að þora í sóknarleiknum. Þora að vera með boltann, þora að sækja á þær, finna svæðin sem myndast þegar þær eru að sækja. Að við spilum honum inn í það pláss þegar við vinnum hann. Það eru ýmsir hluti sem við þurfum að gera en ég tel að við munum gera þetta á morgun og við ætlum að gera þetta,“ sagði Þorsteinn. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Íslenska liðið hefur spilað varnarleikinn mjög vel og aðeins fengið á sig eitt mark utan af velli því hitt markið kom úr umdeildri vítaspyrnu. Íslensku stelpurnar hafa heldur ekki fengið eitt einasta gula spjald á mótinu. „Ég er ánægður með varnarleikinn heilt yfir. Við höfum varist vel sem lið út um allan völl. Það er vinnusemin sem hefur skilað því að við höfum ekki verið að fá mörk á okkur. Ég er sáttur við varnarleikinn heilt yfir hjá öllum leikmönnum. Við höfum krafist mikils vinnuframlags af þeim og við höfum verið að spila vel varnarlega,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska liðsins. Marie-Antoinette Katoto sleit krossband í síðasta leik sem er mikið áfall fyrir franska liðið. Það breytir aftur á móti engu fyrir nálgun Þorsteins á leikinn. „Nei, það breytti alls engu. Ég veit að hún er stórkostlegur leikmaður en við erum ekki að fara breyta hlutum í okkar varnarskipulagi. Við breytum engu.“ sagði Þorsteinn. En hvernig ætlar íslenska liðið að ná í nauðsynleg úrslit á móti Frökkum. „Það eru ákveðnar leiðir sem þær leita alltaf í. Það eru ákveðnar vinnureglur í sóknarleiknum hjá þeim sem við þurfum að vera klárar í að leysa og lesa. Þær leita mjög mikið í þessar leiðir. Við þurfum að vera sterk einn á móti þeim inn í þessum svæðum. Vera tilbúin í smá slagsmál á móti þeim. Þetta er líkamlega sterkt lið og það er hraði í liðinu,“ sagði Þorsteinn og hann vill fá meiri kjark hjá sínum stelpum með boltann. „Svo þurfum við að þora í sóknarleiknum. Þora að vera með boltann, þora að sækja á þær, finna svæðin sem myndast þegar þær eru að sækja. Að við spilum honum inn í það pláss þegar við vinnum hann. Það eru ýmsir hluti sem við þurfum að gera en ég tel að við munum gera þetta á morgun og við ætlum að gera þetta,“ sagði Þorsteinn.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira