Tókust hart á um arðinn af sjávarútveginum Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. júlí 2022 16:46 Hanna Katrín og Vilhjálmur Árnason tókust hart á um sjávarútvegsmál í Sprengisandi í dag. Samsett/Vilhelm Á Sprengisandi í dag tókust Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, og Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á um söluna á sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi og um sjávarútvegsmál almennt. „Þessi viðskipti per se finnst mér vera góð fyrir margra hluta sakir, eða allavega betri en þau hefðu getað orðið,“ sagði Vilhjálmur aðspurður hvað honum fyndist um söluna á Vísi til Síldarvinnslunnar. Hann bætti við að fyrir viku síðan hefði almenningur ekki getað vænt þess að kaupa hlut í fiskvinnslufyrirtækinu Vísi en nú horfði fram á að hann gæti gert það. „Ég held að það sé góð þróun fyrir stærstu fyrirtækin í sjávarútveginum að þau fari á almennan markað.“ Hann sagði að það umdeildasta í fiskveiðistjórninni hafi verið eignarhaldið og hann sjái lausn í því að fleiri komist að borðinu. Því sé hann ánægður að fyrirtækið hefði farið þessa leið af því fjölskyldan hefði getað skipt fyrirtækinu upp og selt það í bútum og fengið meiri pening. Meiri áhyggjur af skorti á uppbyggingu úti á landi „Við þurfum að horfa á það að því meiri sem kvótaskerðingarnar, álögurnar og annað slíkt eru þá sé erfiðara fyrir minni aðila að vera í þessu,“ sagði hann. Þrátt fyrir að uppsjávarfyrirtækin séu að kaupa upp bolfisksfyrirtækin sagði Vilhjálmur að störfum sé ekki endilega að fækka heldur fjölga ef eitthvað. „Ég hef eiginlega meiri áhyggjur af því að aflaheimildirnar eru 90 prósent úti á landi en tæknifyrirtækin byggist miklu meira upp á höfuðborgarsvæðinu. Það rímar ekki saman,“ sagði Vilhjálmur. „Stórkostleg smjörklípa“ að segja samþjöppunina stóra málið Hanna Katrín sagðist sammála því að það væri margt gott að gerast í sjávarútveginum en að tal um að samþjöppun væri stóra málið í fréttunum væri „stórkostleg smjörklípa“ og ætlað að drepa umræðuna. Hún sagði aðalatriðið vera að fyrirtæki fái afnot af þjóðarauðlind án þess að borga „eðlilegt og sanngjarnt verð fyrir.“ Núna rynni arðurinn af auðlindinni ekki í vasa eigandans, þjóðarinnar, heldur þess sem færi með eignina og „í kjölfarið verða þessi fyrirtæki með sínum styrkleika svo öflug og ráðandi í íslensku atvinnulífi að meira að segja stjórnvöld vilja ekki upplýsa hversu mikið þau eiga í óskyldum rekstri.“ „Við erum komin í stórkostleg vandræði með þessi mál,“ sagði Hanna Katrín. Hún sagði nauðsynlegt að breyta því í stjórnarskrá eða í fiskveiðistjórnunarkerfinu að það verði tímabundnar heimildir í lögum. Þær séu forsenda þess að þjóðin fái gulltryggingu á að hún eigi kvótann og að það myndist eðlilegt markaðsverð. Óttast að stærri fyrirtækin yfirbjóði þau smærri Vilhjálmur sagði þá að ef kvótinn yrði boðinn út myndu stærstu sjávarútvegsfyrirtækin yfirbjóða þau smærri og sanka að sér aflaheimildum. Hanna sagðist vita að samþjöppunin geti orðið töluverð ef fyrirhugaðar breytingar færu í gegn en þá væri hægt að bregðast við því með reglugerðum um dreift eignarhald og að arðurinn sem fengist færi meðal annars í að mæta slíkri stöðu. Vilhjálmur sagði að það mætti breyta fullt af hlutum í sjávarútvegi en spyr hvort beint afgjald í ríkissjóð sé það eina sem við viljum fá. „Hvað með öll störfin sem þetta skaffar, alla nýsköpunina og að vera burðargrein þjóðarinnar? Er það ekki töluvert afgjald?“ spyr Vilhjálmur. Hanna Katrín sagði að málið snerist ekki um það heldur að eigendur auðlindarinnar fengju sanngjarnt verð fyrir eign sína. Sjávarútvegur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Sprengisandur Alþingi Síldarvinnslan Tengdar fréttir Telur að smærri útgerðir sameinist þeim stóru á næstu árum vegna íþyngjandi veiðigjalda Hagfræðingur telur að á næstu árum muni smærri útgerðir sameinast þeim stærri vegna veiðigjalda sem þær ráði ekki við. Samkvæmt nýjum tölum frá Fiskistofu á Samherji nú aðild að fjórðungi heildarveiðiheimilda landsins eftir sameiningu Vísis í Grindavík við Síldarvinnsluna 15. júlí 2022 19:31 Ekki skrítið að lögin séu óbreytt þegar „útgerðarmenn eru með stjórnmálamennina í vasanum“ Samkvæmt endanlegum útreikningum Fiskistofu á Samherji aðild að fjórðungi af heildarkvóta þjóðarinnar. Varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis segir Sjálfstæðisflokkinn ekki vilja breyta lögum um kvóta enda hafi útgerðarfélögin stutt við kosningabaráttur flokksins í gegn um árin. 15. júlí 2022 12:10 Breytingar á fiskveiðistjórnunarlögum ekki í augsýn og segir breytingu á stjórnarskrá eina duga til Þingmaður Viðreisnar segir nauðsynlegt að breytingar verði gerðar á stjórnarskrá varðandi nýtingu á auðlindum hafsins. Ekki dugi að breyta fiskveiðistjórnunarlögum sem ekki hafi náð fram að ganga þrátt fyrir vilja meirihluta þingmanna. 14. júlí 2022 21:01 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
„Þessi viðskipti per se finnst mér vera góð fyrir margra hluta sakir, eða allavega betri en þau hefðu getað orðið,“ sagði Vilhjálmur aðspurður hvað honum fyndist um söluna á Vísi til Síldarvinnslunnar. Hann bætti við að fyrir viku síðan hefði almenningur ekki getað vænt þess að kaupa hlut í fiskvinnslufyrirtækinu Vísi en nú horfði fram á að hann gæti gert það. „Ég held að það sé góð þróun fyrir stærstu fyrirtækin í sjávarútveginum að þau fari á almennan markað.“ Hann sagði að það umdeildasta í fiskveiðistjórninni hafi verið eignarhaldið og hann sjái lausn í því að fleiri komist að borðinu. Því sé hann ánægður að fyrirtækið hefði farið þessa leið af því fjölskyldan hefði getað skipt fyrirtækinu upp og selt það í bútum og fengið meiri pening. Meiri áhyggjur af skorti á uppbyggingu úti á landi „Við þurfum að horfa á það að því meiri sem kvótaskerðingarnar, álögurnar og annað slíkt eru þá sé erfiðara fyrir minni aðila að vera í þessu,“ sagði hann. Þrátt fyrir að uppsjávarfyrirtækin séu að kaupa upp bolfisksfyrirtækin sagði Vilhjálmur að störfum sé ekki endilega að fækka heldur fjölga ef eitthvað. „Ég hef eiginlega meiri áhyggjur af því að aflaheimildirnar eru 90 prósent úti á landi en tæknifyrirtækin byggist miklu meira upp á höfuðborgarsvæðinu. Það rímar ekki saman,“ sagði Vilhjálmur. „Stórkostleg smjörklípa“ að segja samþjöppunina stóra málið Hanna Katrín sagðist sammála því að það væri margt gott að gerast í sjávarútveginum en að tal um að samþjöppun væri stóra málið í fréttunum væri „stórkostleg smjörklípa“ og ætlað að drepa umræðuna. Hún sagði aðalatriðið vera að fyrirtæki fái afnot af þjóðarauðlind án þess að borga „eðlilegt og sanngjarnt verð fyrir.“ Núna rynni arðurinn af auðlindinni ekki í vasa eigandans, þjóðarinnar, heldur þess sem færi með eignina og „í kjölfarið verða þessi fyrirtæki með sínum styrkleika svo öflug og ráðandi í íslensku atvinnulífi að meira að segja stjórnvöld vilja ekki upplýsa hversu mikið þau eiga í óskyldum rekstri.“ „Við erum komin í stórkostleg vandræði með þessi mál,“ sagði Hanna Katrín. Hún sagði nauðsynlegt að breyta því í stjórnarskrá eða í fiskveiðistjórnunarkerfinu að það verði tímabundnar heimildir í lögum. Þær séu forsenda þess að þjóðin fái gulltryggingu á að hún eigi kvótann og að það myndist eðlilegt markaðsverð. Óttast að stærri fyrirtækin yfirbjóði þau smærri Vilhjálmur sagði þá að ef kvótinn yrði boðinn út myndu stærstu sjávarútvegsfyrirtækin yfirbjóða þau smærri og sanka að sér aflaheimildum. Hanna sagðist vita að samþjöppunin geti orðið töluverð ef fyrirhugaðar breytingar færu í gegn en þá væri hægt að bregðast við því með reglugerðum um dreift eignarhald og að arðurinn sem fengist færi meðal annars í að mæta slíkri stöðu. Vilhjálmur sagði að það mætti breyta fullt af hlutum í sjávarútvegi en spyr hvort beint afgjald í ríkissjóð sé það eina sem við viljum fá. „Hvað með öll störfin sem þetta skaffar, alla nýsköpunina og að vera burðargrein þjóðarinnar? Er það ekki töluvert afgjald?“ spyr Vilhjálmur. Hanna Katrín sagði að málið snerist ekki um það heldur að eigendur auðlindarinnar fengju sanngjarnt verð fyrir eign sína.
Sjávarútvegur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Sprengisandur Alþingi Síldarvinnslan Tengdar fréttir Telur að smærri útgerðir sameinist þeim stóru á næstu árum vegna íþyngjandi veiðigjalda Hagfræðingur telur að á næstu árum muni smærri útgerðir sameinast þeim stærri vegna veiðigjalda sem þær ráði ekki við. Samkvæmt nýjum tölum frá Fiskistofu á Samherji nú aðild að fjórðungi heildarveiðiheimilda landsins eftir sameiningu Vísis í Grindavík við Síldarvinnsluna 15. júlí 2022 19:31 Ekki skrítið að lögin séu óbreytt þegar „útgerðarmenn eru með stjórnmálamennina í vasanum“ Samkvæmt endanlegum útreikningum Fiskistofu á Samherji aðild að fjórðungi af heildarkvóta þjóðarinnar. Varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis segir Sjálfstæðisflokkinn ekki vilja breyta lögum um kvóta enda hafi útgerðarfélögin stutt við kosningabaráttur flokksins í gegn um árin. 15. júlí 2022 12:10 Breytingar á fiskveiðistjórnunarlögum ekki í augsýn og segir breytingu á stjórnarskrá eina duga til Þingmaður Viðreisnar segir nauðsynlegt að breytingar verði gerðar á stjórnarskrá varðandi nýtingu á auðlindum hafsins. Ekki dugi að breyta fiskveiðistjórnunarlögum sem ekki hafi náð fram að ganga þrátt fyrir vilja meirihluta þingmanna. 14. júlí 2022 21:01 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Telur að smærri útgerðir sameinist þeim stóru á næstu árum vegna íþyngjandi veiðigjalda Hagfræðingur telur að á næstu árum muni smærri útgerðir sameinast þeim stærri vegna veiðigjalda sem þær ráði ekki við. Samkvæmt nýjum tölum frá Fiskistofu á Samherji nú aðild að fjórðungi heildarveiðiheimilda landsins eftir sameiningu Vísis í Grindavík við Síldarvinnsluna 15. júlí 2022 19:31
Ekki skrítið að lögin séu óbreytt þegar „útgerðarmenn eru með stjórnmálamennina í vasanum“ Samkvæmt endanlegum útreikningum Fiskistofu á Samherji aðild að fjórðungi af heildarkvóta þjóðarinnar. Varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis segir Sjálfstæðisflokkinn ekki vilja breyta lögum um kvóta enda hafi útgerðarfélögin stutt við kosningabaráttur flokksins í gegn um árin. 15. júlí 2022 12:10
Breytingar á fiskveiðistjórnunarlögum ekki í augsýn og segir breytingu á stjórnarskrá eina duga til Þingmaður Viðreisnar segir nauðsynlegt að breytingar verði gerðar á stjórnarskrá varðandi nýtingu á auðlindum hafsins. Ekki dugi að breyta fiskveiðistjórnunarlögum sem ekki hafi náð fram að ganga þrátt fyrir vilja meirihluta þingmanna. 14. júlí 2022 21:01
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels