Hætt við fund því boðun kom einni mínútu of seint Bjarki Sigurðsson skrifar 15. júlí 2022 07:01 Fulltrúar meirihlutans í Hveragerði er skrifað var undir samstarfssáttmála. Aðsend Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar sleit fundi sínum í gær eftir að bókun barst frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins þess efnis að fundarboð hafi borist of seint og fundurinn því ólögmætur. Allt sem hefði verið samþykkt á fundinum hefði því ekki verið gilt. Fundarboð barst bæjarfulltrúum Hveragerðisbæjar klukkan 17:01 á þriðjudaginn 12. júlí síðastliðinn. Boðað var á fund sem átti að hefjast klukkan 17:00 tveimur dögum síðar en samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal boða til fundar með að minnsta kosti 48 klukkustunda fyrirvara. Fundarboðið kom því nákvæmlega einni mínútu of seint. Ekki stætt að halda fundinn Í samtali við fréttastofu segir Friðrik Sigurbjörnsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, að hann hafi ekki viljað mæta á fund ef ákvarðanir þaðan yrðu að lokum ólögmætar. Friðrik Sigurbjörnsson er bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Hveragerði. Aðsend „Þegar við mætum, þá erum við tilbúin með okkar bókun þar sem við bendum á þetta, að okkur sé ekki stætt að halda þennan fund þar sem til hans var ekki boðað með löglegum fyrirvara,“ segir Friðrik. Aflýsa fundi fyrir tittlingaskít Hann segir að fulltrúar meirihlutans, sem skipaður er fulltrúum Framsóknarflokksins og O-listans Okkar Hveragerði, hafi ekki tekið vel í bókunina. „Í kjölfarið voru þau mjög ósátt, að ég hafi komið með þetta. Sem er mjög skrítið því þetta er bara ólöglegt. Einn bæjarfulltrúinn spurði hvers vegna við værum að aflýsa þessum fundi fyrir einhvern svona tittlingaskít, sem er auðvitað mjög ómálefnalegt. Sami bæjarfulltrúi hefur síðustu ár gagnrýnt vinnubrögð D-listans þegar við vorum í meirihluta í sextán ár. En nú þegar það á að gagnrýna þau þá má það ekki,“ segir Friðrik. Á fundinum átti að greina frá ráðningu bæjarstjóra Hveragerðisbæjar sem og leggja fram tillögur varðandi hönnunarhóp vegna uppbyggingar á Hamarshöllinni. Nú þegar er búið að boða til fundar og fer hann fram mánudaginn 18. júlí næstkomandi. Verið var að vanda til verka Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar, segir að vegna mikilla anna hafi fundarboðið því miður borist aðeins of seint. Verið var að vanda til verka í mikilli tímaþröng. Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Hveragerðisbæ.Aðsend Þá sé þetta sé ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist í bæjarstjórn bæjarins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi gerst sekir um sama verknað þegar flokkurinn var í meirihluta. Henni þykir það leitt að þurfa að boða til nýs fundar. „Hann bara benti á þetta og ég sem forseti bæjarstjórnar steig strax í pontu og þakkaði fyrir þessa ábendingu. Því var ekkert annað en að slíta fundi, sem var ekki í rauninni fundur því hann er ekki til. Hann telst sem ólögmætur,“ segir Jóhanna. Allir velja sínar eigin baráttur Hún vonast þó til þess að samstarfið milli meiri- og minnihluta verði gott restina af kjörtímabilinu þrátt fyrir þessa hraðahindrun. Nýr meirihluti ætli þó að einbeita sér meira að því að vinna að hagsmunum bæjarins. „Nýr meirihluti vill starfa í samstarfi við alla bæjarstjórn, við starfsfólk bæjarins og vinna að góðum verkum fyrir Hveragerðisbæ. Auðvitað þurfa allir að velja sínar baráttur. Við stýrum ekki þeim baráttum sem Sjálfstæðisflokkurinn velur sér. En við viljum vinna að hagsmunum bæjarins. Vinna fyrir fólkið, þjónusta það. Þá þarftu alltaf sem bæjarfulltrúi að hafa það í huga hvað í þínum gjörðum það er sem þjónar þínu fólki í bæjarfélaginu.“ Hveragerði Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Fleiri fréttir „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Sjá meira
Fundarboð barst bæjarfulltrúum Hveragerðisbæjar klukkan 17:01 á þriðjudaginn 12. júlí síðastliðinn. Boðað var á fund sem átti að hefjast klukkan 17:00 tveimur dögum síðar en samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal boða til fundar með að minnsta kosti 48 klukkustunda fyrirvara. Fundarboðið kom því nákvæmlega einni mínútu of seint. Ekki stætt að halda fundinn Í samtali við fréttastofu segir Friðrik Sigurbjörnsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, að hann hafi ekki viljað mæta á fund ef ákvarðanir þaðan yrðu að lokum ólögmætar. Friðrik Sigurbjörnsson er bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Hveragerði. Aðsend „Þegar við mætum, þá erum við tilbúin með okkar bókun þar sem við bendum á þetta, að okkur sé ekki stætt að halda þennan fund þar sem til hans var ekki boðað með löglegum fyrirvara,“ segir Friðrik. Aflýsa fundi fyrir tittlingaskít Hann segir að fulltrúar meirihlutans, sem skipaður er fulltrúum Framsóknarflokksins og O-listans Okkar Hveragerði, hafi ekki tekið vel í bókunina. „Í kjölfarið voru þau mjög ósátt, að ég hafi komið með þetta. Sem er mjög skrítið því þetta er bara ólöglegt. Einn bæjarfulltrúinn spurði hvers vegna við værum að aflýsa þessum fundi fyrir einhvern svona tittlingaskít, sem er auðvitað mjög ómálefnalegt. Sami bæjarfulltrúi hefur síðustu ár gagnrýnt vinnubrögð D-listans þegar við vorum í meirihluta í sextán ár. En nú þegar það á að gagnrýna þau þá má það ekki,“ segir Friðrik. Á fundinum átti að greina frá ráðningu bæjarstjóra Hveragerðisbæjar sem og leggja fram tillögur varðandi hönnunarhóp vegna uppbyggingar á Hamarshöllinni. Nú þegar er búið að boða til fundar og fer hann fram mánudaginn 18. júlí næstkomandi. Verið var að vanda til verka Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar, segir að vegna mikilla anna hafi fundarboðið því miður borist aðeins of seint. Verið var að vanda til verka í mikilli tímaþröng. Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Hveragerðisbæ.Aðsend Þá sé þetta sé ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist í bæjarstjórn bæjarins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi gerst sekir um sama verknað þegar flokkurinn var í meirihluta. Henni þykir það leitt að þurfa að boða til nýs fundar. „Hann bara benti á þetta og ég sem forseti bæjarstjórnar steig strax í pontu og þakkaði fyrir þessa ábendingu. Því var ekkert annað en að slíta fundi, sem var ekki í rauninni fundur því hann er ekki til. Hann telst sem ólögmætur,“ segir Jóhanna. Allir velja sínar eigin baráttur Hún vonast þó til þess að samstarfið milli meiri- og minnihluta verði gott restina af kjörtímabilinu þrátt fyrir þessa hraðahindrun. Nýr meirihluti ætli þó að einbeita sér meira að því að vinna að hagsmunum bæjarins. „Nýr meirihluti vill starfa í samstarfi við alla bæjarstjórn, við starfsfólk bæjarins og vinna að góðum verkum fyrir Hveragerðisbæ. Auðvitað þurfa allir að velja sínar baráttur. Við stýrum ekki þeim baráttum sem Sjálfstæðisflokkurinn velur sér. En við viljum vinna að hagsmunum bæjarins. Vinna fyrir fólkið, þjónusta það. Þá þarftu alltaf sem bæjarfulltrúi að hafa það í huga hvað í þínum gjörðum það er sem þjónar þínu fólki í bæjarfélaginu.“
Hveragerði Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Fleiri fréttir „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Sjá meira