Söguleg stund þegar fyrsti bjórinn var seldur úr húsi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 14. júlí 2022 12:47 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, sem lagði frumvarpið fyrst fram á Alþingi, lét sig að sjálfsögðu ekki vanta þegar fyrstu bjórarnir voru seldir í dag. Þórey Richardt Úlfarsdóttir er stjórnarformaður Smiðju brugghúss, sem var fyrsta brugghúsið til að fá leyfi til bjórsölu úr húsi. Svanhildur Hólm Þau voru sannarlega langþráð, viðskiptin sem urðu að veruleika í brugghúsinu Smiðjunni á Vík í dag þegar brugghúsið varð það fyrsta í sögu landsins til að selja bjór frá framleiðslustað. Hingað til hafa brugghús landsins aðeins mátt selja bjórinn af dælu og þá mega viðskiptavinir ekki hugsa sér til hreyfings, að minnsta kosti ekki með bjórinn. En nú hefur orðið breyting á, þar sem ný áfengislög kveða á um að handverksbrugghús sem framleiða minna en 500 þúsund lítra af bjór megi selja hann beint frá býli og út úr húsi. Smiðjan brugghús varð það fyrsta til að fá leyfi til að selja bjór frá framleiðslustað og var sá fyrsti seldur klukkan 12 að hádegi í dag. Þórey Richardt Úlfarsdóttir er stjórnarformaður og rekstaraðili Smiðjunnar. Hún er hæstánægð með leyfið og viðskiptin. „Við erum bara hrikalega ánægð með þetta. Ég held þetta sé bara í fyrsta sinn í 110 ár sem það er leyfilegt að ríkið komi ekkert að þessu.“ Bjórinn sem fór í sölu segir Þórey vera þann ferskasta sem völ er á. „Við erum með ansi margar tegundir af bjórum hérna, til dæmis sumarbjórinn okkar, Fá Cher sem er lager bjór og Fá Cher til að ná sér sem er New England IPA. Svo erum við með stout og pilsner. Hér erum við líka með mun fjölbreyttara úrval hér hjá okkur en við náum að hafa í Vínbúðinni. Þar þarf nefnilega að viðhalda ákveðnu magni til að bjórinn komist í einhverja sölu af viti.“ Starfsfólk Smiðjunnar sjái því fram á bjarta og skemmtilega tíma og segjast spennt að prófa sig áfram í brugginu. Áfengi og tóbak Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Mega selja áfengi á framleiðslustað um mánaðamótin Frumvarp um að heimila sölu á áfengi á framleiðslustað var samþykkt sem lög á Alþingi nú í kvöld. Lögin taka gildi um mánaðamótin. 15. júní 2022 23:59 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Hingað til hafa brugghús landsins aðeins mátt selja bjórinn af dælu og þá mega viðskiptavinir ekki hugsa sér til hreyfings, að minnsta kosti ekki með bjórinn. En nú hefur orðið breyting á, þar sem ný áfengislög kveða á um að handverksbrugghús sem framleiða minna en 500 þúsund lítra af bjór megi selja hann beint frá býli og út úr húsi. Smiðjan brugghús varð það fyrsta til að fá leyfi til að selja bjór frá framleiðslustað og var sá fyrsti seldur klukkan 12 að hádegi í dag. Þórey Richardt Úlfarsdóttir er stjórnarformaður og rekstaraðili Smiðjunnar. Hún er hæstánægð með leyfið og viðskiptin. „Við erum bara hrikalega ánægð með þetta. Ég held þetta sé bara í fyrsta sinn í 110 ár sem það er leyfilegt að ríkið komi ekkert að þessu.“ Bjórinn sem fór í sölu segir Þórey vera þann ferskasta sem völ er á. „Við erum með ansi margar tegundir af bjórum hérna, til dæmis sumarbjórinn okkar, Fá Cher sem er lager bjór og Fá Cher til að ná sér sem er New England IPA. Svo erum við með stout og pilsner. Hér erum við líka með mun fjölbreyttara úrval hér hjá okkur en við náum að hafa í Vínbúðinni. Þar þarf nefnilega að viðhalda ákveðnu magni til að bjórinn komist í einhverja sölu af viti.“ Starfsfólk Smiðjunnar sjái því fram á bjarta og skemmtilega tíma og segjast spennt að prófa sig áfram í brugginu.
Áfengi og tóbak Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Mega selja áfengi á framleiðslustað um mánaðamótin Frumvarp um að heimila sölu á áfengi á framleiðslustað var samþykkt sem lög á Alþingi nú í kvöld. Lögin taka gildi um mánaðamótin. 15. júní 2022 23:59 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Mega selja áfengi á framleiðslustað um mánaðamótin Frumvarp um að heimila sölu á áfengi á framleiðslustað var samþykkt sem lög á Alþingi nú í kvöld. Lögin taka gildi um mánaðamótin. 15. júní 2022 23:59