Þorsteinn treystir Ólafi Inga: „Ég held að Sara viti ekkert um þetta“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2022 10:30 Ólafur Ingi Skúlason á tímum sínum sem leikmaður landsliðsins á HM 2018. Nú er hann farinn að starfa og þjálfa fyrir KSÍ. Getty/Dan Mullan Næsti mótherji íslenska kvennalandsliðsins á EM í Englandi er Ítalía sem er enn að jafna sig eftir skell í fyrsta leik. Ólafur Ingi Skúlason fékk það verkefni að leikgreina ítalska landsliðið fyrir þjálfarateymi Íslands. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, var spurður út það á blaðamannafundi hvort Sara Björk Gunnarsdóttir, Guðný Árnadóttir eða Anna Björk Kristjánsdóttir hefðu getað gefið honum einhverjar upplýsingar um ítalska landsliðið. Guðný spilar með AC Milan, Anna Björk með Internazionale og Sara Björk er nýbúinn að ganga frá samningi við Juventus. „Ég held að Sara viti ekkert um þetta,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska landsliðsins, í léttum tón eftir að hafa fengið þessa spurningu. Hann var fljótur til að segja frá manninum sem var treyst fyrir því að finna veikleika Ítalanna. „Við settum þetta í hendurnar á Ólafi Inga að leikgreina þær sem slíkt. Við höfum alveg fengið smá punkta frá Guðný sem þekkir og hefur spilað með einhverjum leikmönnum þarna eins og markverðinum. Við spjölluðum eitthvað aðeins við þær en í sjálfu sér höfðum við bara notað Ólaf Inga. Ég hef skoðað fullt af hlutum líka,“ sagði Þorsteinn. Ísland spilaði tvo leiki við Ítala fyrir rúmu ári síðan en leikgreinandinn vildi ekkert með þá hafa. „Það var ekkert inn á skýrslu Ólafs Inga sem tengdist leikjunum við okkur. Ég veit svo sem alveg um ákveðna hluti sem þær voru að gera og það voru ákveðnir hlutir sem við þurftum að laga eftir þessa leiki. Mér finnst við hafa lagað töluvert af þeim,“ sagði Þorsteinn. „Ítalsksa liðið er að mörgu leyti að spila mjög svipað enn þá. Þær eru enn að framkvæma svipaða hluti í varnarleiknum sérstaklega. Sóknarleikurinn er aðeins svipaður en aðallega er það varnarleikurinn sem er alveg eins,“ sagði Þorsteinn. Hann vill greinilega að leikmenn fá einföld og skýr fyrirmæli fyrir leiki. „Svo reynum við bara að láta leikmenn vita um hluti sem við viljum að þær geri og hluti sem við ætlum að gera á móti þeim. Vonandi gengur það bara vel og það verður skemmtilegur blaðamannafundur annað kvöld,“ sagði Þorsteinn. „Ég held að það sé bara góð stemmning hjá okkur. Við leggjum áherslu á það eftir þennan fyrsta leik að hlutirnir eru enn þá algjörlega í okkar höndum. Þetta snýst um okkar frammistöðu og okkar úrslit í okkar leik. Það er sú staða sem við viljum vera í. Leikurinn á morgun er bara leikur sem við ætlum að fókusa á og allt sem í kringum hann er,“ sagði Þorsteinn. „Hópurinn er vel undirbúinn undir þennan leik held ég og í góðum gír. Það er bara mikil tilhlökkun að fara að spila þennan leik,“ sagði Þorsteinn. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira
Ólafur Ingi Skúlason fékk það verkefni að leikgreina ítalska landsliðið fyrir þjálfarateymi Íslands. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, var spurður út það á blaðamannafundi hvort Sara Björk Gunnarsdóttir, Guðný Árnadóttir eða Anna Björk Kristjánsdóttir hefðu getað gefið honum einhverjar upplýsingar um ítalska landsliðið. Guðný spilar með AC Milan, Anna Björk með Internazionale og Sara Björk er nýbúinn að ganga frá samningi við Juventus. „Ég held að Sara viti ekkert um þetta,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska landsliðsins, í léttum tón eftir að hafa fengið þessa spurningu. Hann var fljótur til að segja frá manninum sem var treyst fyrir því að finna veikleika Ítalanna. „Við settum þetta í hendurnar á Ólafi Inga að leikgreina þær sem slíkt. Við höfum alveg fengið smá punkta frá Guðný sem þekkir og hefur spilað með einhverjum leikmönnum þarna eins og markverðinum. Við spjölluðum eitthvað aðeins við þær en í sjálfu sér höfðum við bara notað Ólaf Inga. Ég hef skoðað fullt af hlutum líka,“ sagði Þorsteinn. Ísland spilaði tvo leiki við Ítala fyrir rúmu ári síðan en leikgreinandinn vildi ekkert með þá hafa. „Það var ekkert inn á skýrslu Ólafs Inga sem tengdist leikjunum við okkur. Ég veit svo sem alveg um ákveðna hluti sem þær voru að gera og það voru ákveðnir hlutir sem við þurftum að laga eftir þessa leiki. Mér finnst við hafa lagað töluvert af þeim,“ sagði Þorsteinn. „Ítalsksa liðið er að mörgu leyti að spila mjög svipað enn þá. Þær eru enn að framkvæma svipaða hluti í varnarleiknum sérstaklega. Sóknarleikurinn er aðeins svipaður en aðallega er það varnarleikurinn sem er alveg eins,“ sagði Þorsteinn. Hann vill greinilega að leikmenn fá einföld og skýr fyrirmæli fyrir leiki. „Svo reynum við bara að láta leikmenn vita um hluti sem við viljum að þær geri og hluti sem við ætlum að gera á móti þeim. Vonandi gengur það bara vel og það verður skemmtilegur blaðamannafundur annað kvöld,“ sagði Þorsteinn. „Ég held að það sé bara góð stemmning hjá okkur. Við leggjum áherslu á það eftir þennan fyrsta leik að hlutirnir eru enn þá algjörlega í okkar höndum. Þetta snýst um okkar frammistöðu og okkar úrslit í okkar leik. Það er sú staða sem við viljum vera í. Leikurinn á morgun er bara leikur sem við ætlum að fókusa á og allt sem í kringum hann er,“ sagði Þorsteinn. „Hópurinn er vel undirbúinn undir þennan leik held ég og í góðum gír. Það er bara mikil tilhlökkun að fara að spila þennan leik,“ sagði Þorsteinn.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira