„Við erum að færa stórútgerðinni sem malar gull auðlindina okkar á silfurfati“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. júlí 2022 12:08 Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja og stjórnarformaður Síldarvinnslunnar. Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar. visir Formaður þingflokks Samfylkingarinnar segir kaup Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík enn á ný sýna að verið sé að færa útgerðinni auðlindir hafsins á silfurfati. Löngu tímabært sé að gera breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Þau búi til elítu í landinu úr tengslum við almenning. Með kaupum Síldarvinnslunnar á Vísi á Samherji aðild að fimmtungi heildarveiðiheimilda í landinu. Fyrirtækið telst hins vegar ekki tengdur aðili samkvæmt upplýsingum Fiskistofu þar sem Samherji á einn þriðja í Síldarvinnslunni en hefði þurft að eiga helming til að vera tengdur aðili. Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir löngu tímabært að breyta lögum. „Þetta dæmi sýnir svo vel sem við höfum vitað lengi að við verðum að breyta lögum um stjórn fiskveiða. Núnar er þetta þannig að einn aðili getur farið með 12 prósent af úthlutum kvóta og má eiga 49,99 prósent í öðrum útgerðum sem fara með hin 88 prósent kvótans. Þetta sýnir að einn aðili getur farið með meirihlutann af úthlutuðum kvóta. Samþjöppunin undanfarin ár hefur sífellt aukist á meðan kvótakerfið er lokað þ.e. nýliðun í greininni er nánast ómöguleg. Það er bara dagljóst hvert svona þróun leiðir það er verið að búa til elítu í landinu sem hagnast á auðlindum þjóðarinnar,“ segir Oddný og bætir við: Kvótinn erfist, fer á milli kynslóða og safnast á fárra manna hendur. Þetta verður til þess að samfélagsgerðin okkar þróast í óæskilega átt. Við erum að færa stórútgerðinni sem malar gull auðlindina okkar á silfurfati Aðspurð um hvers vegna ekki sé búið að breyta þessum lögum þar sem þetta hafi lengi legið fyrir svarar Oddný: „Stórútgerðin er bara of áhrifamikil í okkar samfélagi og hefur of sterk ítök í stjórnkerfinu,“ segir hún. Verðmat kvótans hafi komið fram við kaupin Þórður Gunnarsson hagfræðingur bendir á í skoðanagrein á Innherja í dag að ef Síldarvinnslan hefði notast við sömu viðmið við kaupin á Vísi í Grindavík og séu notuð hjá fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöllinni hefði verðmiði hlutafjárins í fyrirtækinu verið um ellefu milljarða. Heildarvirði viðskiptanna hafi hins vegar verið þrjátíu og einn milljarður króna. Því megi segja að forsvarsmenn Vísis og Síldarvinnslunnar hafi náð lendingu um verð sem tekur bæði tillit til rekstrarvirðis fyrirtækisins, og svo upplausnarvirði aflaheimilda Vísis, og verðmætis aflaheimilda. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gerir athugasemd við þetta á Facebook- síðu sinni í dag. Þar kemur fram að þessi greining á kaupverðinu bendi eindregið til þess að kaupverðið taki ekki mikið mið af rekstri, heldur skýrist fyrst og fremst af hlutdeild Vísis í þorskkvótanum sem eigi að heita þjóðareign. Hann endar á spurningunni. Á þetta bara að vera svona? Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Grindavík Akureyri Síldarvinnslan Tengdar fréttir Samherji á nú aðild að fimmtungi heildarkvótans Með kaupum Síldarvinnslunnar á Vísi á Samherji aðild að fimmtungi heildarveiðiheimilda í landinu sem er verulega yfir lögbundnum viðmiðum. Forsætisráðherra hefur áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi, tilfærslu veiðiheimilda og auðssöfnun fárra í greininni. 12. júlí 2022 19:00 Hafnar því að verið sé að koma kvóta milli kynslóða Forstjóri Síldarvinnslunnar er ánægður með kaup félagsins á Vísi. Fyrirtækið dansi á línunni í kvótaviðmiðum en þau muni aðlaga heimildir eftir þeim ramma sem þeim er sniðinn. Framkvæmdastjóri Vísis segir sameiningu fyrirtækjanna fela í sér eflingu starfseminnar og hafnar því að með sölunni sé verið að koma kvóta til næstu kynslóða. 11. júlí 2022 17:22 Hvert barn fær um 3,3 milljarða í sinn hlut fyrir Vísi Síldarvinnslan í Neskaupsstað hefur keypt allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík. Kaupverðið er tuttugu milljarðar króna og yfirtekin lán ellefu milljarðar króna. Eigendur Vísis fá sex milljarða greitt í reiðufé og eignast átta prósenta hlut í Síldarvinnslunni 11. júlí 2022 13:17 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Með kaupum Síldarvinnslunnar á Vísi á Samherji aðild að fimmtungi heildarveiðiheimilda í landinu. Fyrirtækið telst hins vegar ekki tengdur aðili samkvæmt upplýsingum Fiskistofu þar sem Samherji á einn þriðja í Síldarvinnslunni en hefði þurft að eiga helming til að vera tengdur aðili. Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir löngu tímabært að breyta lögum. „Þetta dæmi sýnir svo vel sem við höfum vitað lengi að við verðum að breyta lögum um stjórn fiskveiða. Núnar er þetta þannig að einn aðili getur farið með 12 prósent af úthlutum kvóta og má eiga 49,99 prósent í öðrum útgerðum sem fara með hin 88 prósent kvótans. Þetta sýnir að einn aðili getur farið með meirihlutann af úthlutuðum kvóta. Samþjöppunin undanfarin ár hefur sífellt aukist á meðan kvótakerfið er lokað þ.e. nýliðun í greininni er nánast ómöguleg. Það er bara dagljóst hvert svona þróun leiðir það er verið að búa til elítu í landinu sem hagnast á auðlindum þjóðarinnar,“ segir Oddný og bætir við: Kvótinn erfist, fer á milli kynslóða og safnast á fárra manna hendur. Þetta verður til þess að samfélagsgerðin okkar þróast í óæskilega átt. Við erum að færa stórútgerðinni sem malar gull auðlindina okkar á silfurfati Aðspurð um hvers vegna ekki sé búið að breyta þessum lögum þar sem þetta hafi lengi legið fyrir svarar Oddný: „Stórútgerðin er bara of áhrifamikil í okkar samfélagi og hefur of sterk ítök í stjórnkerfinu,“ segir hún. Verðmat kvótans hafi komið fram við kaupin Þórður Gunnarsson hagfræðingur bendir á í skoðanagrein á Innherja í dag að ef Síldarvinnslan hefði notast við sömu viðmið við kaupin á Vísi í Grindavík og séu notuð hjá fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöllinni hefði verðmiði hlutafjárins í fyrirtækinu verið um ellefu milljarða. Heildarvirði viðskiptanna hafi hins vegar verið þrjátíu og einn milljarður króna. Því megi segja að forsvarsmenn Vísis og Síldarvinnslunnar hafi náð lendingu um verð sem tekur bæði tillit til rekstrarvirðis fyrirtækisins, og svo upplausnarvirði aflaheimilda Vísis, og verðmætis aflaheimilda. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gerir athugasemd við þetta á Facebook- síðu sinni í dag. Þar kemur fram að þessi greining á kaupverðinu bendi eindregið til þess að kaupverðið taki ekki mikið mið af rekstri, heldur skýrist fyrst og fremst af hlutdeild Vísis í þorskkvótanum sem eigi að heita þjóðareign. Hann endar á spurningunni. Á þetta bara að vera svona?
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Grindavík Akureyri Síldarvinnslan Tengdar fréttir Samherji á nú aðild að fimmtungi heildarkvótans Með kaupum Síldarvinnslunnar á Vísi á Samherji aðild að fimmtungi heildarveiðiheimilda í landinu sem er verulega yfir lögbundnum viðmiðum. Forsætisráðherra hefur áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi, tilfærslu veiðiheimilda og auðssöfnun fárra í greininni. 12. júlí 2022 19:00 Hafnar því að verið sé að koma kvóta milli kynslóða Forstjóri Síldarvinnslunnar er ánægður með kaup félagsins á Vísi. Fyrirtækið dansi á línunni í kvótaviðmiðum en þau muni aðlaga heimildir eftir þeim ramma sem þeim er sniðinn. Framkvæmdastjóri Vísis segir sameiningu fyrirtækjanna fela í sér eflingu starfseminnar og hafnar því að með sölunni sé verið að koma kvóta til næstu kynslóða. 11. júlí 2022 17:22 Hvert barn fær um 3,3 milljarða í sinn hlut fyrir Vísi Síldarvinnslan í Neskaupsstað hefur keypt allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík. Kaupverðið er tuttugu milljarðar króna og yfirtekin lán ellefu milljarðar króna. Eigendur Vísis fá sex milljarða greitt í reiðufé og eignast átta prósenta hlut í Síldarvinnslunni 11. júlí 2022 13:17 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Samherji á nú aðild að fimmtungi heildarkvótans Með kaupum Síldarvinnslunnar á Vísi á Samherji aðild að fimmtungi heildarveiðiheimilda í landinu sem er verulega yfir lögbundnum viðmiðum. Forsætisráðherra hefur áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi, tilfærslu veiðiheimilda og auðssöfnun fárra í greininni. 12. júlí 2022 19:00
Hafnar því að verið sé að koma kvóta milli kynslóða Forstjóri Síldarvinnslunnar er ánægður með kaup félagsins á Vísi. Fyrirtækið dansi á línunni í kvótaviðmiðum en þau muni aðlaga heimildir eftir þeim ramma sem þeim er sniðinn. Framkvæmdastjóri Vísis segir sameiningu fyrirtækjanna fela í sér eflingu starfseminnar og hafnar því að með sölunni sé verið að koma kvóta til næstu kynslóða. 11. júlí 2022 17:22
Hvert barn fær um 3,3 milljarða í sinn hlut fyrir Vísi Síldarvinnslan í Neskaupsstað hefur keypt allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík. Kaupverðið er tuttugu milljarðar króna og yfirtekin lán ellefu milljarðar króna. Eigendur Vísis fá sex milljarða greitt í reiðufé og eignast átta prósenta hlut í Síldarvinnslunni 11. júlí 2022 13:17