Samgöngustofa ekki gerst sek um einelti Árni Sæberg skrifar 13. júlí 2022 10:59 Amelía Rose er nýtt skip eftir allt saman. Sea trips Samgöngustofa var í gær sýknuð af kröfu Seatrips ehf., sem gerir út skemmtiskipið Amelíu Rose, um að ákvörðun stofnunarinnar um að skipið væri skráð sem nýtt skip væri felld úr gildi. Skipinu hefur ítrekað verið snúið í land af Landhelgisgæslunni að undirlagi Samgöngustofu vegna þess að það hefur siglt með of marga farþega of langt út á haf. Málið á rætur að rekja til þess að Samgöngustofa hefur látið snúa Amelíu Rose í land með vísan til þess að skipið uppfylli ekki öryggiskröfur sem gerðar eru til að flytja fleiri en tólf farþega. „Sú meðferð sem Amelía Rose og Sea Trips hafa fengið hjá Samgöngustofu er ekki hægt að kalla neitt annað en einelti. Vart er hægt að finna skýrara dæmi um mismunun opinberra aðila og misbeitingu valds,“ sagði í tilkynningu frá forsvarsmönnnum Sea Trips þann 13. apríl síðastliðinn. Samgöngustofa þvertók fyrir að hafa beitt fyrirtækið einelti nokkrum dögum seinna. Helsta ágreiningsefni Samgöngustofu og Sea trips er að fyrirtækið telur skráningu Amelíu Rose í skipaskrá ranga. Skipið er skráð sem nýtt skip en vægari öryggiskröfur eru gerðar til skipa sem skráð eru gömul. Til þess að skip verði skráð gamalt þarf kjölur skipsins að hafa verið lagður eða að það hafi verið á svipuðu smíðastigi 1. janúar 2001 eða síðar. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að lögð hafi verið fram gögn við rekstur málsins sem sanni að hafist hafi verið handa við smíði skipsins árið 2003, því sé ljóst að kjölur skipsins hafi ekki verið lagður fyrir 2001. Þá segir að Sea trips ehf. hafi ekki lagt fram nein gögn sem renna stoðum undir þá fullyrðingu fyrirtækisins að skipið ætti að skrá sem gamalt skip. Með vísan til þess segir í niðurstöðu héraðsdóms að Samgöngustofa hafi farið að öllu eftir stjórnsýslulögum við meðferð málsins og því væri ekki ástæða til að fella ákvörðun stofnunarinnar úr gildi og Samgöngustofa því sýknuð af kröfu fyrirtækisins. Þá var Sea trips ehf. dæmt til að greiða Samgöngustofu 600 þúsund krónur í málskostnað. Dómsmál Reykjavík Samgöngur Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Ekki hægt að kalla neitt annað en einelti“ Varðskipið Þór stöðvaði í morgun skipið Amelía Rose, sem er í eigu Sea Trips Reykjavík, þegar það var að sigla með ferðamenn í hvalaskoðun. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar komu um borð í Amelíu Rose, tóku yfir stjórn skipsins og sigldu henni í land. Þegar þangað kom tóku lögreglumenn á móti farþegum og töldu upp úr skipinu. 13. apríl 2022 21:17 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Sjá meira
Málið á rætur að rekja til þess að Samgöngustofa hefur látið snúa Amelíu Rose í land með vísan til þess að skipið uppfylli ekki öryggiskröfur sem gerðar eru til að flytja fleiri en tólf farþega. „Sú meðferð sem Amelía Rose og Sea Trips hafa fengið hjá Samgöngustofu er ekki hægt að kalla neitt annað en einelti. Vart er hægt að finna skýrara dæmi um mismunun opinberra aðila og misbeitingu valds,“ sagði í tilkynningu frá forsvarsmönnnum Sea Trips þann 13. apríl síðastliðinn. Samgöngustofa þvertók fyrir að hafa beitt fyrirtækið einelti nokkrum dögum seinna. Helsta ágreiningsefni Samgöngustofu og Sea trips er að fyrirtækið telur skráningu Amelíu Rose í skipaskrá ranga. Skipið er skráð sem nýtt skip en vægari öryggiskröfur eru gerðar til skipa sem skráð eru gömul. Til þess að skip verði skráð gamalt þarf kjölur skipsins að hafa verið lagður eða að það hafi verið á svipuðu smíðastigi 1. janúar 2001 eða síðar. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að lögð hafi verið fram gögn við rekstur málsins sem sanni að hafist hafi verið handa við smíði skipsins árið 2003, því sé ljóst að kjölur skipsins hafi ekki verið lagður fyrir 2001. Þá segir að Sea trips ehf. hafi ekki lagt fram nein gögn sem renna stoðum undir þá fullyrðingu fyrirtækisins að skipið ætti að skrá sem gamalt skip. Með vísan til þess segir í niðurstöðu héraðsdóms að Samgöngustofa hafi farið að öllu eftir stjórnsýslulögum við meðferð málsins og því væri ekki ástæða til að fella ákvörðun stofnunarinnar úr gildi og Samgöngustofa því sýknuð af kröfu fyrirtækisins. Þá var Sea trips ehf. dæmt til að greiða Samgöngustofu 600 þúsund krónur í málskostnað.
Dómsmál Reykjavík Samgöngur Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Ekki hægt að kalla neitt annað en einelti“ Varðskipið Þór stöðvaði í morgun skipið Amelía Rose, sem er í eigu Sea Trips Reykjavík, þegar það var að sigla með ferðamenn í hvalaskoðun. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar komu um borð í Amelíu Rose, tóku yfir stjórn skipsins og sigldu henni í land. Þegar þangað kom tóku lögreglumenn á móti farþegum og töldu upp úr skipinu. 13. apríl 2022 21:17 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Sjá meira
„Ekki hægt að kalla neitt annað en einelti“ Varðskipið Þór stöðvaði í morgun skipið Amelía Rose, sem er í eigu Sea Trips Reykjavík, þegar það var að sigla með ferðamenn í hvalaskoðun. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar komu um borð í Amelíu Rose, tóku yfir stjórn skipsins og sigldu henni í land. Þegar þangað kom tóku lögreglumenn á móti farþegum og töldu upp úr skipinu. 13. apríl 2022 21:17