Erlent

Kviknað í bar við Trafalgar-torg

Bjarki Sigurðsson skrifar
Eldurinn hefur logað í nokkra klukkutíma.
Eldurinn hefur logað í nokkra klukkutíma. Getty/James Manning

Eldur logar á barnum The Admiralty við Trafalgar-torg í London. Alls reyna 125 slökkviliðsmenn nú að slökkva eldinn.

Slökkviliðinu í London var tilkynnt um eldinn í kringum klukkan sex í kvöld. Þá voru sjötíu slökkviliðsmenn sendir á staðinn en stuttu seinna var 55 mönnum bætt við.

Eldurinn kviknaði í kjallara barsins og þurftu 150 manns að yfirgefa barinn og aðra staði í nágrenninu. Ekki er talið að neinn hafi slasast í eldsvoðanum og eru eldsupptök enn óþekkt.

Slökkviliðsmenn hafa nú reynt að slökkva eldinn í nokkra tíma en samkvæmt The Guardian hafa þeir þurft að nota gífurlegt magn af vatni þar sem það er mjög heitt í veðri þessa stundina í London.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×