Innlent

Ellefu sóttu um stöðu sveitar­stjóra Skaft­ár­hrepps

Bjarki Sigurðsson skrifar
Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, Ómar Már Jónsson, fyrrverandi oddviti Miðflokksins í Reykjavík, og Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Miðflokksins, eru öll meðal umsækjenda.
Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, Ómar Már Jónsson, fyrrverandi oddviti Miðflokksins í Reykjavík, og Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Miðflokksins, eru öll meðal umsækjenda. Vísir

Ellefu einstaklingar, níu karlar og tvær konur, sóttu um stöðu sveitarstjóra Skaftárhrepps. Meðal þeirra eru tveir fyrrverandi þingmenn, Karl Gauti Hjaltason og Vigdís Hauksdóttir.

Starfið var auglýst þann 20. júní síðastliðinn en í auglýsingunni kom fram að leitað væri að einstaklingi sem byggi yfir framsækni, krafti og metnaði til að stýra starfsemi sveitarfélagsns og leiða áframhaldandi uppbyggingu þess.

Ö-listinn Öflugt samfélag hlaut 74,1 prósenta atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum í vor gegn 25,9 prósentum Sjálfstæðisflokksins. Ö-listinn hlaut því fjóra sveitarstjórnarfulltrúa en Sjálfstæðisflokkurinn einn.

 • Björn S. Lárusson, skrifstofustjóri
 • Einar Kristján Jónsson, sveitarstjóri
 • Hrafnkell Guðnason, sjálfstætt starfandi
 • Ingvi Már Guðnason, verkstjóri
 • Jon Eggert Guðmundsson, kerfisstjóri
 • Jónas Egilsson, sveitarstjóri
 • Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi alþingismaður
 • Kristinn Óðinsson, fjármálastjóri
 • Lára Jónasdóttir, verkefna- og framkvæmdastjóri
 • Ómar Már Jónsson, fyrrverandi sveitarstjóri
 • Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi

Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.