Erlent

Fundu mögu­legar sprengjur heima hjá bana­manni Abe

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Mynd af því þegar Tetsuya Yamagami, sem veittist að Abe og skaut hann í bakið, er tæklaður í jörðina.
Mynd af því þegar Tetsuya Yamagami, sem veittist að Abe og skaut hann í bakið, er tæklaður í jörðina. AP/Katsuhiko Hirano

Mögulegt sprengjuefni fannst við leit lögreglunnar í íbúð hins 41 árs gamla Tetsuya Yamagami sem skaut Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japans, til bana í nótt. Abe var fluttur á sjúkrahús í kjölfar árásarinnar en lést af sárum sínum nokkrum tímum síðar.

Shinzo Abe var að flytja ræðu í Nara í Japan í nótt þegar Tetsuya Yamagami skaut tvisvar til hans með byssu og hæfði hann í seinna skiptið í bakið og hálsinn. Abe var í kjölfarið fluttur með þyrlu á háskólasjúkrahúsið í Nara þar sem hann lést af sárum sínum í morgun.

Sagður hafa ætlað að drepa Abe

Yamagami reyndi ekki að flýja af vettvangi eftir að hann skaut Abe og tækluðu öryggisverðir hann strax í jörðina. Einnig gerðu þeir byssu Yamagama, sem er talin heimagerð, upptæka.

Yamagami er nú í haldi lögreglunnar og hefur verið gerð leit á heimili hans. Þar fann lögreglan það sem hún telur vera mögulegar sprengjur.

Lögreglan hefur ekki enn greint frá því hver ástæða Yamagama var fyrir árásinni en að sögn japanskra fréttamiðla á Yamagama að hafa sagt við lögregluna að hann væri „ósáttur við forsætisráðherrann fyrrverandi og ætlaði sér að drepa hann.“ 

Hann á hins vegar einnig að hafa sagt við lögreglumenn að hann bæri ekki óvild til stjórnmálaskoðana forsætisráðherrans.


Tengdar fréttir

Shinzo Abe skotinn til bana

Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japan, hefur látist af sárum sínum eftir að hann var skotinn í bakið í nótt. Abe var að flytja ræðu í Nara í vestur Japan í nótt þegar skotmaður skaut hann með haglabyssu og hæfði hann í bakið. Abe var fluttur á spítala í kjölfar árásinnar en nú hefur japanka ríkisútvarpið NHK staðfest að hann sé látinn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×