Sif Atla: Þeirra skref eru miklu styttri en þau voru fyrir mína kynslóð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2022 10:00 Sif Atladóttir ætlar að njóta tímans á þessu Evrópumóti og mæti skælbrosandi í viðtölin við íslensku blaðamennina í gær. Vísir/Vilhelm Margar af yngri leikmönnum íslenska kvennalandsliðið í fótbolta í dag voru komnar ungar út í atvinnumennsku og reynsluboltinn Sif Atladóttir er sannfærð um að það muni hjálpa þeim á stóra sviðinu á EM kvenna í Englandi. Sif var mjög ánægð með ganginn í undirbúningi íslenska liðsins og ferðalagið mun örugglega ekki sitja lengi í íslensku stelpunum sem mættu til Englands á miðvikudaginn. „Þetta var mjög einfalt og gott ferðalag,“ sagði Sif Atladóttir um flutning íslenska hópsins frá Þýskalandi og yfir til Englands. „Ég held að allar séu tilbúnar. Við áttum geggjaða æfingaviku og góðan tíma saman. Við fengum líka aðeins að baða okkur í sólinni fyrir skýin í Englandi sem er náttúrulega bara geðveikt,“ sagði Sif sem hrósar gestgjöfunum í Þýskalandi. „Þetta var frábær vika og Puma hugsaði vel um okkur. Mjög góður tíma fyrir alla held ég,“ sagði Sif. Spennustigið mun að sjálfsögðu ráða miklu um gengi íslenska liðsins í fyrsta leiknum á móti Belgíu en Sif segir það gilda um þá reyndu alveg eins og þær ungu. „Ég held að það sé svolítið hjá öllum. Það sem ég sé sem ótrúlegan kost í ungu stelpunum er að þær fóru út snemma og fóru út ungar. Þær eru búnar að spila fyrir fram tvö, þrjú, fjögur þúsund manns. Talandi um Sveindísi sem spilaði fyrir fram 91 þúsund manns,“ sagði Sif en Sveindís Jane Jónsdóttir tók þátt í undanúrslitaleik Wolfsburg í Meistaradeildinni á móti Barcelona sem var spilaður á Nývangi. „Bara þetta gerir það að verkum að þetta skref er ekki eins stórt eins og ef þú kemur af Breiðabliksvellinum eða af Valsvellinum þar sem eru kannski fimmtíu til tvö hundruð manns. Þeirra skref eru miklu styttri en þau voru kannski fyrir mína kynslóð sem fór beint út á stórmót árið 2009,“ sagði Sif. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjá meira
Sif var mjög ánægð með ganginn í undirbúningi íslenska liðsins og ferðalagið mun örugglega ekki sitja lengi í íslensku stelpunum sem mættu til Englands á miðvikudaginn. „Þetta var mjög einfalt og gott ferðalag,“ sagði Sif Atladóttir um flutning íslenska hópsins frá Þýskalandi og yfir til Englands. „Ég held að allar séu tilbúnar. Við áttum geggjaða æfingaviku og góðan tíma saman. Við fengum líka aðeins að baða okkur í sólinni fyrir skýin í Englandi sem er náttúrulega bara geðveikt,“ sagði Sif sem hrósar gestgjöfunum í Þýskalandi. „Þetta var frábær vika og Puma hugsaði vel um okkur. Mjög góður tíma fyrir alla held ég,“ sagði Sif. Spennustigið mun að sjálfsögðu ráða miklu um gengi íslenska liðsins í fyrsta leiknum á móti Belgíu en Sif segir það gilda um þá reyndu alveg eins og þær ungu. „Ég held að það sé svolítið hjá öllum. Það sem ég sé sem ótrúlegan kost í ungu stelpunum er að þær fóru út snemma og fóru út ungar. Þær eru búnar að spila fyrir fram tvö, þrjú, fjögur þúsund manns. Talandi um Sveindísi sem spilaði fyrir fram 91 þúsund manns,“ sagði Sif en Sveindís Jane Jónsdóttir tók þátt í undanúrslitaleik Wolfsburg í Meistaradeildinni á móti Barcelona sem var spilaður á Nývangi. „Bara þetta gerir það að verkum að þetta skref er ekki eins stórt eins og ef þú kemur af Breiðabliksvellinum eða af Valsvellinum þar sem eru kannski fimmtíu til tvö hundruð manns. Þeirra skref eru miklu styttri en þau voru kannski fyrir mína kynslóð sem fór beint út á stórmót árið 2009,“ sagði Sif.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjá meira