Innlent

Sau­tján vilja bæjar­stjóra­stólinn í Norður­þingi

Árni Sæberg skrifar
Helgi Jóhannesson og Glúmur Baldvinsson eru á meðal umsækjenda.
Helgi Jóhannesson og Glúmur Baldvinsson eru á meðal umsækjenda. Vísir/Vilhelm/Rúv

Sautján sóttu um stöðu bæjarstjóra Norðurþings. Þar á meðal eru Glúmur Baldvinsson og Helgi Jóhannesson lögmaður.

Umsóknarfrestur um stöðu sveitarstjóra Norðurþings rann út 26. júní síðastliðinn. Upphaflega sóttu 22 um en fimm drógu umsókn sína til baka og því hefur sveitarstjórn úr sautján umsækjendum að velja.

Umsækjendur eru í stafrófsröð:

  • Bergþór Bjarnason - Fjármálastjóri
  • Elías Pétursson - Fyrrverandi bæjarstjóri
  • Glúmur Baldvinsson - Leiðsögumaður
  • Gyða Björg Sigurðardóttir - Ráðgjafi
  • Helgi Jóhannesson - Lögmaður
  • Ingvi Már Guðnason - Verkstjóri
  • Jónas Egilsson - Fyrrverandi sveitarstjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir - Fyrrverandi sveitarstjóri
  • Óli Valur Pétursson - Fjölmiðlafræðingur
  • Sigurjón Benediktsson - Tannlæknir
  • Sædís Guðmundsdóttir - Meistaranemi
  • Valdimar O. Hermannsson - Fyrrverandi bæjarstjóri

Athygli vekur að Glúmur Baldvinsson, fyrrverandi frambjóðandi Frjálslynda lýðræðisflokksins til Alþingis, er meðal umsækjenda en hann hefur sótt um fjölda bæjarstjórastaða undanfarið.

Þá er Helgi Jóhannesson lögmaður einnig á meðal umsækjenda en hann sagði starfi sínu sem yfirlögræðingur Landsvirkjunar lausu árið 2021 eftir að að kona kvartaði undan óviðeigandi ummælum hans í hennar garð og óumbeðna snertingu.


Tengdar fréttir

Nítján sóttu um stöðu bæjarstjóra í Hveragerði

Nítján sóttu um stöðu bæjarstjóra í Hveragerðisbæ en staðan var auglýst á dögunum. Aldís Hafsteinsdóttir er fráfarandi bæjarstjóri en hún mun taka við sem sveitarstjóri Hrunamannahrepps.

Þau sóttu um stöðu bæjar­stjóra í Mos­fells­bæ

Alls sóttu þrjátíu um stöð­una bæjarstjóra í Mosfellsbæ sem auglýst var laust til umsóknar á dögunum. Fimm drógu um­sókn­ir sín­ar til baka. Nýr bæjarstjóri mun taka við stöðunni af Haraldi Sverrissyni sem gengdi stöðunni síðustu fimmtán árin. Í hópi umsækjanda er fjöldi einstaklinga sem hafa gegnt stöðu bæjar- eða sveitarstjóra í öðrum sveitarfélögum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×