Innlent

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Árni Sæberg skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum Bylgjunnar greinum við ítarlega frá stöðunni í breskum stjórnmálum eftir afsögn Borisar Johnson forsætisráðherra sagði af sér embætti nú skömmu fyrir hádegi. Hann segir að undirbúningur að kjöri á nýjum leiðtoga hefjist í næstu viku. Hann væri stoltur af afrekum ríkisstjórnar sinnar.

Dagskrá Landsmóts hestamanna á Hellu fór úr skorðum í morgu vegna veðurs. Öllum sýningum og keppnum sem áttu að vera í morgun hefur verið seinkað þar til síðdegis í dag. Gul veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir stóran hluta landsins í dag.

Forseti Úkraínu segir langþráð vestræn þungavopn loksins farin að skila árangri í baráttunni við innrásarlið Rússa og hafi þegar valdið þeim miklum skaða.

Við rýnum í ástæður þess að verðlækkun á olíu á heimsmarkaði hefur ekki skilað sér í verði á bensíni hér á landi og heyrum af San Fermín hátíðinni í Pamplóna á Spáni sem hófst í morgun eftir þriggja ára hlé, með hefðbundnu nautahlaupi.

Þetta og fleira í hádegisfréttum á samtengdum rásum Bylgjunnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×