Öryggi yngstu barnanna ekki tryggt í leikskóla Flóahrepps vegna manneklu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. júlí 2022 10:05 Leikskólinn Krakkaborg í Flóahreppi, sem er 40 barna leikskóli. Ekki verður hægt að taka á móti sex krökkum í aðlögun þar eftir sumarleyfi vegna manneklu í leikskólanum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarstjórn Flóahrepps lýsti áhyggjum sínum á fundi í vikunni á erfiðleikum við að fullmanna yngstu deild leikskólans Krakkaborgar. Miðað við núverandi stöðu telja stjórnendur leikskólans að ekki sé hægt að tryggja öryggi nemenda og að ekki sé hægt að taka á móti nýjum nemendum á Lóudeild að lokinni sumarlokun leikskólans. Í bókun sveitarstjórnar kemur m.a. fram að hún vilji leita allra leiða til að leysa mönnunarvanda leikskólans og leggur áherslu á að áfram verði reynt að veita þá þjónustu innan sveitarfélagsins að tekið sé við börnum að loknu fæðingarorlofi, þó svo að ekki sé um lögbundna þjónustu að ræða. Verðandi sveitarstjóra, ásamt leikskólastjóra hefur verið falið að skoða leiðir til að laða að fólk til starfa við leikskólann og að halda aðstandendum sem eiga umsóknir um leikskólavist upplýstum. „Til þess að ná að taka við nýjum nemendum vantar okkur 2 til 2,5 stöðugildi. Þannig tryggjum við mönnun og um leið öryggi nemenda á leikskólanum okkar. Deild fyrir svo unga nemendur krefst meiri starfsmannafjölda en deildir eldri nemenda eðli málsins samkvæmt. Að sjálfsögðu bindum við vonir við að vandinn leysist sem fyrst og að við fáum góðar umsóknir, sem leysa þetta núna í sumar eða í byrjun ágúst,” segir Hulda Kristjánsdóttir, verðandi sveitarstjóri Flóahrepps en hún tekur við starfinu 15. júlí en á sæti í meirihluta sveitarstjórnar. Hulda Kristjánsdóttir, verðandi sveitarstjóri Flóahrepps en hún tekur við starfinu 15. júlí og á jafnframt sæti í meirihluta sveitarstjórnar.Aðsend Sex börn komast ekki í aðlögun „Við sjáum fyrir okkur að geta opnað Lóudeildina eftir sumarfrí, en ekki er mögulegt að taka inn þau börn sem eru að hefja leikskólagöngu sína. Til að útskýra þetta enn betur þá eiga þeir nemendur sem voru á yngstu deildinni fyrir sumarlokun enn sitt pláss en ekki er hægt að taka við þeim 6 nemendum sem hefur verið sótt um í aðlögun strax í ágúst eftir sumarlokun,” segir Hulda enn fremur og bætir við. „Það er eftirsóknarvert að starfa á leikskóla eins og Krakkaborg í Flóahreppi. Leikskólinn er um 40 barna leikskóli með um 16-20 starfsmönnum í mismiklu starfshlutfalli. Leikskólinn er staðsettur við þjóðveg 1 í um 10 mínútna akstursfjarlægð frá Selfossi. Í mögum tilfellum tekur styttri tíma að keyra þangað frá Selfossi heldur en að sækja vinnu innanbæjar á Selfossi enda bein og greið leið.” Krakkaborg í Flóahreppi þar sem vantar nauðsynlega starfsfólk á yngstu deildina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flóahreppur Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Í bókun sveitarstjórnar kemur m.a. fram að hún vilji leita allra leiða til að leysa mönnunarvanda leikskólans og leggur áherslu á að áfram verði reynt að veita þá þjónustu innan sveitarfélagsins að tekið sé við börnum að loknu fæðingarorlofi, þó svo að ekki sé um lögbundna þjónustu að ræða. Verðandi sveitarstjóra, ásamt leikskólastjóra hefur verið falið að skoða leiðir til að laða að fólk til starfa við leikskólann og að halda aðstandendum sem eiga umsóknir um leikskólavist upplýstum. „Til þess að ná að taka við nýjum nemendum vantar okkur 2 til 2,5 stöðugildi. Þannig tryggjum við mönnun og um leið öryggi nemenda á leikskólanum okkar. Deild fyrir svo unga nemendur krefst meiri starfsmannafjölda en deildir eldri nemenda eðli málsins samkvæmt. Að sjálfsögðu bindum við vonir við að vandinn leysist sem fyrst og að við fáum góðar umsóknir, sem leysa þetta núna í sumar eða í byrjun ágúst,” segir Hulda Kristjánsdóttir, verðandi sveitarstjóri Flóahrepps en hún tekur við starfinu 15. júlí en á sæti í meirihluta sveitarstjórnar. Hulda Kristjánsdóttir, verðandi sveitarstjóri Flóahrepps en hún tekur við starfinu 15. júlí og á jafnframt sæti í meirihluta sveitarstjórnar.Aðsend Sex börn komast ekki í aðlögun „Við sjáum fyrir okkur að geta opnað Lóudeildina eftir sumarfrí, en ekki er mögulegt að taka inn þau börn sem eru að hefja leikskólagöngu sína. Til að útskýra þetta enn betur þá eiga þeir nemendur sem voru á yngstu deildinni fyrir sumarlokun enn sitt pláss en ekki er hægt að taka við þeim 6 nemendum sem hefur verið sótt um í aðlögun strax í ágúst eftir sumarlokun,” segir Hulda enn fremur og bætir við. „Það er eftirsóknarvert að starfa á leikskóla eins og Krakkaborg í Flóahreppi. Leikskólinn er um 40 barna leikskóli með um 16-20 starfsmönnum í mismiklu starfshlutfalli. Leikskólinn er staðsettur við þjóðveg 1 í um 10 mínútna akstursfjarlægð frá Selfossi. Í mögum tilfellum tekur styttri tíma að keyra þangað frá Selfossi heldur en að sækja vinnu innanbæjar á Selfossi enda bein og greið leið.” Krakkaborg í Flóahreppi þar sem vantar nauðsynlega starfsfólk á yngstu deildina.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Flóahreppur Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira