Innlent

Er­lendir ferða­menn greiði gjald en ekki Ís­lendingar

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Meirihluti Íslendinga vill að erlendir ferðamenn greiði gjald af íslenskum náttúruperlum. Um leið er líka meirihluti mótfallinn því að Íslendingar greiði slíkt gjald.
Meirihluti Íslendinga vill að erlendir ferðamenn greiði gjald af íslenskum náttúruperlum. Um leið er líka meirihluti mótfallinn því að Íslendingar greiði slíkt gjald. Vísir/Vilhelm

Meirihluti landsmanna vill að gjald verði tekið af erlendum ferðamönnum fyrir aðgang að íslenskum náttúruperlum. Á sama tíma er meirihluti mótfallinn því að Íslendingum verði gert að greiða fyrir slíkan aðgang.

Þetta kemur fram í nýrri könnun Fréttablaðsins. Sjötíu og tvö prósent aðspurðra segjast þar vera fylgjandi því að erlendir ferðamenn greiði fyrir aðgang að náttúruperlum, á sama tíma og aðeins þrjátíu prósent eru fylgjandi því að Íslendingar greiði fyrir slíkt.

Tólf prósent segjast mótfallin því að erlendir ferðamenn greiði gjald á slíkum stöðum, en 54 prósent þegar kemur að Íslendingum. Ekki munar miklu á afstöðu fólks hvort það búi á höfuðborgarsvæðinu eða á landsbyggðinni, en stuðningur við gjaldtöku er almennt minnstur í yngsta aldurshópnum og hækkar með hækkandi aldri.

„Unnið verður að breytingum á fyrir­komu­lagi gisti­n­átta­gjalds í sam­vinnu við greinina og sveitar­fé­lögin með það að mark­miði að sveitar­fé­lögin njóti góðs af gjald­tökunni,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, ferðamálaráðherra í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um gjaldtöku í ferðamannaiðnaði. Fyrirhugað væri að ráðast í tekjuöflun af ferðamönnum frá og með 2024 sagði einnig í svari hennar.

Könnunin var framkvæmd dagana 22. júní til 4. júlí á netinu. Úr­takið var 2.000 ein­staklingar 18 ára og eldri og svar­hlut­fallið 50,8 prósent.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×