Innlent

Fyrstu tömdu hreindýrin á Íslandi til sýnis

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Það fer vel um hreindýrin á Vínlandi í Fellum. Hér er Björn að gefa pela.
Það fer vel um hreindýrin á Vínlandi í Fellum. Hér er Björn að gefa pela. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Fyrsti hreindýradýragarður landsins hefur verið opnaður en hann er á bænum Vínlandi á Héraði rétt við Egilsstaði. Í garðinum eru þeir Garpur og Mosi, rúmlega eins árs gamlir en þeim var bjargað agnarsmáum móðurlausum uppi á heiði. Garpur var þá þriggja daga gamall og Mosi átta daga.

„Þegar maður er með svona litla smákálfa þá eru það mörg smáatriði, sem að verða að vera í lagi þó þetta séu harðgerð dýr þá lifa þau bara ekki ef þessi atriði eru ekki í lagi (Það er til dæmis að láta þau ekki vera með fé, láta þau ekki koma nálægt fé. Svo bara þegar þeir eru svona litlir þá verður maður að ganga að þeim í móðurstað algjörlega. Ég er mamma þeirra og pabbi,“ segir Björn Magnússon, hreindýrabóndi á Vínlandi.

„Það er búið að vera í eitt ár þar sem hver sem er hefur mátt koma og skoða en nú erum við byrjuð að selja inn, þannig að nú er þetta orðinn hreindýragarður, sá fyrsti á Íslandi með tömdum hreindýrum,“ bætir Björn við.

„Þau eru bara mjög ljúf og góð og það er bara mjög skemmtilegt að vera hjá þeim,“ segir Harpa Sif Þórhallsdóttir, starfsmaður hreindýragarðsins á Vínlandi.

Harpa Sif Þórhallsdóttir, starfsmaður hreindýragarðsins á Vínlandi, segir hreindýrin mjög skemmtileg.Magnús Hlynur Hreiðarsson


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×