Innlent

Al­dís fær 1,78 milljón á mánuði og 217 þúsund króna aksturs­styrk

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Aldís Hafsteinsdóttir, nýráðinn sveitarstjóri Hrunamannahrepps, fær 1,780 milljónir í mánaðarlaun auk akstursstyrk upp á 1.700 kílómetra.
Aldís Hafsteinsdóttir, nýráðinn sveitarstjóri Hrunamannahrepps, fær 1,780 milljónir í mánaðarlaun auk akstursstyrk upp á 1.700 kílómetra. Magnús Hlynur

Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps, fær 1,78 milljónir í mánaðarlaun og akstursstyrk upp á 217 þúsund samkvæmt oddvita hreppsins. Aldís var bæjarstjóri Hveragerðis síðastliðin sextán ár en náði ekki inn í kosningunum í vor þegar Sjálfstæðisflokkurinn missti meirihluta. Fulltrúar Hrunamannahrepps heyrðu í henni í kjölfarið.

Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti ráðningarsamning við Aldísi Hafsteinsdóttur, nýjan bæjarstjóra, á síðasta fundi bæjarstjórnar þann 23. júní. Í fundargerð segir að laun oddvita verði fest við 50% af þingfararkaupi en taki síðan breytingum eftir launavísitölu.

Jón Bjarnason, oddviti Hrunamannahrepps, skrifaði færslu á íbúasíðu Hrunamannahrepps á Facebook í gær þar sem hann vildi svara fyrirspurnum íbúa um laun oddvita. Þar staðfesti hann að laun Aldísar væru 1,780 milljónir á mánuði og að hún fengi akstursstyrk upp á 1.700 kílómetra sem samkvæmt reiknivél Stjórnarráðsins eru 217 þúsund krónur.

Fulltrúar L-listans sem eru í minnihluta samþykktu ekki samninginn og lögðu fram bókun um að þeim fyndist ekki rétt að það ætti að hækka starfshlutfall og laun oddvita frá síðasta kjörtímabili. Ekki væri rétt að miða bæði við þingfararkaup og launavísitölu, réttara væri að miða við að fylgja þingfararkaupi, vegna þess laun oddvita myndu hækka þrisvar sinnum á næstu sjö mánuðum eins og samningurinn væri settur upp.

Þess má geta að íbúar Hrunamannahrepps eru 818 samkvæmt nýjustu tölum Sambands íslenskra Sveitarfélaga.


Tengdar fréttir

Rangt að leggja um­ræðuna upp að sveitar­stjórar séu af­ætur á ís­lensku sam­fé­lagi

Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að laun sveitarstjóra í landinu skeri sig ekki úr þegar litið er til launa stjórnenda í millistórum fyrirtækjum. Hún segir rangt að leggja umræðuna upp á þann veg að sveitarstjórar séu verklausir og afætur á íslensku samfélagi. Það sé alls ekki raunin.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×