Jakkafataklæddir ungherrar til friðs á Íslandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. júlí 2022 20:01 Embla Rún Skarphéðinsdóttir og Díana Ýr Reynisdóttir vaktstjórar í Laugarásbíó. Til hægri má sjá skjáskot af ungum herramönnum sem mættu prúðbúnir á Skósveinana í kvikmyndahúsinu á dögunum. Vísir/Bjarni Nýjasta teiknimyndin um skósveinana nýtur nú óvæntra vinsælda meðal eldri hópa, þökk sé óvenjulegum færslum á samfélagsmiðlum. Ekki hefur þótt ástæða til að banna hópana í kvikmyndahúsum hér á landi eins og sums staðar í heiminum. Hinir óborganlegu skósveinar, minions á frummálinu, og leiðtogi þeirra Grú eru í grunninn ætlaðir börnum. En nú virðist hafa orðið örlítil breyting þar á. Hálfgerð bylting hefur orðið til í kringum nýjustu kvikmyndina Skósveinarnir: Grú rís upp á samfélagsmiðlum. Heilu vinahóparnir, gjarnan klæddir í jakkaföt, flykkjast í bíó - og birta af því myndbönd eins og þau sem sjá má í meðfylgjandi frétt. Vaktstjórar í Laugarásbíó segja vart hafa þverfótað fyrir slíkum hópum nýliðna frumsýningarhelgi. „Fólk á öllum aldri var að mæta í jakkafötum, hafa gaman. Það verður að nýta þessi jakkaföt!“ segir Embla Rún Skarphéðinsdóttir, annar vaktstjóranna. Alveg sloppið við leiðindi Kvikmyndin sló met vestanhafs um helgina, hún er orðin sú aðsóknarmesta yfir þjóðhátíðardagshelgi. Og hér heima var frumsýningarhelgin raunar sú næstsöluhæsta frá upphafi fyrir teiknimynd. En heimsóknir jakkafataklæddra vinahópa vekja alls ekki lukku í hvívetna. Í Bretlandi hafa kvikmyndahús gripið til þess að banna ungherra í umræddum erindagjörðum vegna óláta. Í Laugarásbíó hefur þess ekki þurft. „Fólkið er að fagna, bæði í byrjun og lok myndar, en það er ekki með læti á sýningunni sjálfri. Við höfum sloppið við það. En það eru allir að njóta í botn,“ segir Díana Ýr Reynisdóttir, vaktstjóri. Þær muna hvorugar eftir viðlíka vinsældum á löngum starfsferli. „Þessir litlu gulu kallar eru svo fyndnir. Þannig að það eru bara allir að mæta á myndina. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta er svona,“ segir Díana. Bíó og sjónvarp Samfélagsmiðlar Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
Hinir óborganlegu skósveinar, minions á frummálinu, og leiðtogi þeirra Grú eru í grunninn ætlaðir börnum. En nú virðist hafa orðið örlítil breyting þar á. Hálfgerð bylting hefur orðið til í kringum nýjustu kvikmyndina Skósveinarnir: Grú rís upp á samfélagsmiðlum. Heilu vinahóparnir, gjarnan klæddir í jakkaföt, flykkjast í bíó - og birta af því myndbönd eins og þau sem sjá má í meðfylgjandi frétt. Vaktstjórar í Laugarásbíó segja vart hafa þverfótað fyrir slíkum hópum nýliðna frumsýningarhelgi. „Fólk á öllum aldri var að mæta í jakkafötum, hafa gaman. Það verður að nýta þessi jakkaföt!“ segir Embla Rún Skarphéðinsdóttir, annar vaktstjóranna. Alveg sloppið við leiðindi Kvikmyndin sló met vestanhafs um helgina, hún er orðin sú aðsóknarmesta yfir þjóðhátíðardagshelgi. Og hér heima var frumsýningarhelgin raunar sú næstsöluhæsta frá upphafi fyrir teiknimynd. En heimsóknir jakkafataklæddra vinahópa vekja alls ekki lukku í hvívetna. Í Bretlandi hafa kvikmyndahús gripið til þess að banna ungherra í umræddum erindagjörðum vegna óláta. Í Laugarásbíó hefur þess ekki þurft. „Fólkið er að fagna, bæði í byrjun og lok myndar, en það er ekki með læti á sýningunni sjálfri. Við höfum sloppið við það. En það eru allir að njóta í botn,“ segir Díana Ýr Reynisdóttir, vaktstjóri. Þær muna hvorugar eftir viðlíka vinsældum á löngum starfsferli. „Þessir litlu gulu kallar eru svo fyndnir. Þannig að það eru bara allir að mæta á myndina. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta er svona,“ segir Díana.
Bíó og sjónvarp Samfélagsmiðlar Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira