Lilja gagnrýnir miklar arðgreiðslur á sama tíma og verð hækkar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. júlí 2022 12:15 Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra segir alla þurfa að líta í eigin barm vegna verðbólgunnar. vísir/Vilhelm Viðskiptaráðherra segir alla þurfa að leggja sitt af mörkum til þess að draga úr verðbólguþrýstingi. Hún tekur undir gagnrýni verkalýðshreyfingarinnar á miklar arðgreiðslur fyrirtækja á sama tíma og verð hækkar. Verðbólga mælist nú 8,8 prósent og hefur ekki verið meiri í þrettán ár en greiningadeildir spá því að verðbólgan nálgist tveggja stafa tölu í sumar. Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra segir stjórnvöld þurfa að vera vakandi yfir þróuninni. „Það er alveg ljóst að verðbólgan kemur alltaf verst niður á tekjulægstu heimilunum og því þurfum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að draga úr verðþrýstingi,“ segir Lilja. Hún bendir á að stjórnvöld hafi ráðist í 26 milljarða króna aðhaldsaðgerðir fyrir næsta ár vegna ástandsins. Þær hafa áður verið kynntar og felst meðal annars í að dregið er úr útgjaldasvigrúmi stjórnvalda og minni aflsáttur verður á gjöldum á áfengi og tóbaki í fríhöfninni. „Þarna erum við að leggja okkar af mörkum til þess að minnka þrýstinginn.“ Alþýðusambandið og Neytendasamtökin eru meðal þeirra sem hafa gagnrýnt arðgreiðslur fyrirtækja sem séu á sama tíma að hækka verð á vörum. Hagar sem eiga Bónus, Hagkaup og Olís högnuðust til að mynda um fjóra milljarða á síðasta ári og greiða út ríflega tveggja milljarða króna arð á árinu. Festi, sem rekur meðal annars Krónuna greiðir út 1,6 milljarða króna arð á árinu. Lilja tekur undir gagnrýnina. „Vegna þess að þetta er þannig að við þurfum öll að líta í eigin barm og leggja okkar að mörkum til að stuðla að því að það dragi úr verðbólguþrýstingi og styðja við seðlabankann, þannig að hann þurfi ekki að fara í mjög umfangsmiklar stýrivaxtahækkanir. Vegna þess að þær þýða eitt; það er minni neysla, það er minni fjárfesting, minni hagvöxtur og minni kaupmáttur og það kemur illa við okkur öll,“ segir Lilja Alfreðsdóttir. Neytendur Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Seðlabankinn Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Sjá meira
Verðbólga mælist nú 8,8 prósent og hefur ekki verið meiri í þrettán ár en greiningadeildir spá því að verðbólgan nálgist tveggja stafa tölu í sumar. Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra segir stjórnvöld þurfa að vera vakandi yfir þróuninni. „Það er alveg ljóst að verðbólgan kemur alltaf verst niður á tekjulægstu heimilunum og því þurfum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að draga úr verðþrýstingi,“ segir Lilja. Hún bendir á að stjórnvöld hafi ráðist í 26 milljarða króna aðhaldsaðgerðir fyrir næsta ár vegna ástandsins. Þær hafa áður verið kynntar og felst meðal annars í að dregið er úr útgjaldasvigrúmi stjórnvalda og minni aflsáttur verður á gjöldum á áfengi og tóbaki í fríhöfninni. „Þarna erum við að leggja okkar af mörkum til þess að minnka þrýstinginn.“ Alþýðusambandið og Neytendasamtökin eru meðal þeirra sem hafa gagnrýnt arðgreiðslur fyrirtækja sem séu á sama tíma að hækka verð á vörum. Hagar sem eiga Bónus, Hagkaup og Olís högnuðust til að mynda um fjóra milljarða á síðasta ári og greiða út ríflega tveggja milljarða króna arð á árinu. Festi, sem rekur meðal annars Krónuna greiðir út 1,6 milljarða króna arð á árinu. Lilja tekur undir gagnrýnina. „Vegna þess að þetta er þannig að við þurfum öll að líta í eigin barm og leggja okkar að mörkum til að stuðla að því að það dragi úr verðbólguþrýstingi og styðja við seðlabankann, þannig að hann þurfi ekki að fara í mjög umfangsmiklar stýrivaxtahækkanir. Vegna þess að þær þýða eitt; það er minni neysla, það er minni fjárfesting, minni hagvöxtur og minni kaupmáttur og það kemur illa við okkur öll,“ segir Lilja Alfreðsdóttir.
Neytendur Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Seðlabankinn Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent