Lilja gagnrýnir miklar arðgreiðslur á sama tíma og verð hækkar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. júlí 2022 12:15 Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra segir alla þurfa að líta í eigin barm vegna verðbólgunnar. vísir/Vilhelm Viðskiptaráðherra segir alla þurfa að leggja sitt af mörkum til þess að draga úr verðbólguþrýstingi. Hún tekur undir gagnrýni verkalýðshreyfingarinnar á miklar arðgreiðslur fyrirtækja á sama tíma og verð hækkar. Verðbólga mælist nú 8,8 prósent og hefur ekki verið meiri í þrettán ár en greiningadeildir spá því að verðbólgan nálgist tveggja stafa tölu í sumar. Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra segir stjórnvöld þurfa að vera vakandi yfir þróuninni. „Það er alveg ljóst að verðbólgan kemur alltaf verst niður á tekjulægstu heimilunum og því þurfum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að draga úr verðþrýstingi,“ segir Lilja. Hún bendir á að stjórnvöld hafi ráðist í 26 milljarða króna aðhaldsaðgerðir fyrir næsta ár vegna ástandsins. Þær hafa áður verið kynntar og felst meðal annars í að dregið er úr útgjaldasvigrúmi stjórnvalda og minni aflsáttur verður á gjöldum á áfengi og tóbaki í fríhöfninni. „Þarna erum við að leggja okkar af mörkum til þess að minnka þrýstinginn.“ Alþýðusambandið og Neytendasamtökin eru meðal þeirra sem hafa gagnrýnt arðgreiðslur fyrirtækja sem séu á sama tíma að hækka verð á vörum. Hagar sem eiga Bónus, Hagkaup og Olís högnuðust til að mynda um fjóra milljarða á síðasta ári og greiða út ríflega tveggja milljarða króna arð á árinu. Festi, sem rekur meðal annars Krónuna greiðir út 1,6 milljarða króna arð á árinu. Lilja tekur undir gagnrýnina. „Vegna þess að þetta er þannig að við þurfum öll að líta í eigin barm og leggja okkar að mörkum til að stuðla að því að það dragi úr verðbólguþrýstingi og styðja við seðlabankann, þannig að hann þurfi ekki að fara í mjög umfangsmiklar stýrivaxtahækkanir. Vegna þess að þær þýða eitt; það er minni neysla, það er minni fjárfesting, minni hagvöxtur og minni kaupmáttur og það kemur illa við okkur öll,“ segir Lilja Alfreðsdóttir. Neytendur Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Seðlabankinn Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira
Verðbólga mælist nú 8,8 prósent og hefur ekki verið meiri í þrettán ár en greiningadeildir spá því að verðbólgan nálgist tveggja stafa tölu í sumar. Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra segir stjórnvöld þurfa að vera vakandi yfir þróuninni. „Það er alveg ljóst að verðbólgan kemur alltaf verst niður á tekjulægstu heimilunum og því þurfum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að draga úr verðþrýstingi,“ segir Lilja. Hún bendir á að stjórnvöld hafi ráðist í 26 milljarða króna aðhaldsaðgerðir fyrir næsta ár vegna ástandsins. Þær hafa áður verið kynntar og felst meðal annars í að dregið er úr útgjaldasvigrúmi stjórnvalda og minni aflsáttur verður á gjöldum á áfengi og tóbaki í fríhöfninni. „Þarna erum við að leggja okkar af mörkum til þess að minnka þrýstinginn.“ Alþýðusambandið og Neytendasamtökin eru meðal þeirra sem hafa gagnrýnt arðgreiðslur fyrirtækja sem séu á sama tíma að hækka verð á vörum. Hagar sem eiga Bónus, Hagkaup og Olís högnuðust til að mynda um fjóra milljarða á síðasta ári og greiða út ríflega tveggja milljarða króna arð á árinu. Festi, sem rekur meðal annars Krónuna greiðir út 1,6 milljarða króna arð á árinu. Lilja tekur undir gagnrýnina. „Vegna þess að þetta er þannig að við þurfum öll að líta í eigin barm og leggja okkar að mörkum til að stuðla að því að það dragi úr verðbólguþrýstingi og styðja við seðlabankann, þannig að hann þurfi ekki að fara í mjög umfangsmiklar stýrivaxtahækkanir. Vegna þess að þær þýða eitt; það er minni neysla, það er minni fjárfesting, minni hagvöxtur og minni kaupmáttur og það kemur illa við okkur öll,“ segir Lilja Alfreðsdóttir.
Neytendur Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Seðlabankinn Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira