Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn og forsætisráðherra um málið.
Formaður VR segir allt stefna í erfiðar kjaraviðræður í haust og á jafnvel von á átökum. Bregðast þurfi við versnandi horfum í efnahagsmálum og mikilvægt sé að hlusta á kröfur verkalýðshreyfingarinnar. Farið verður yfir stöðuna í kvöldfréttum.
Við verðum einnig í beinni frá Keflavíkurflugvelli og ræðum við farþega en tafir á flugvellinum Schiphol í Amsterdam hafa valdið mikilli röskun á leiðakerfi Icelandair síðustu vikur.
Þá heyrum við sögu fjölskyldu sem á í baráttu við kerfið vegna þjónustu við fatlaða og kíkjum á fyrstu rafmagnsflugvél landsins.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.