Lífið

Stjörnulífið: „Hégóminn er harður húsbóndi“

Elísabet Hanna skrifar
Sveitin, sjálfa og jöklar.
Sveitin, sjálfa og jöklar.

Vikan var full af útihátíðum, ferðalögum og notalegum stundum en innihélt einnig dass af hégóma frá kónginum sjálfum. Dómararnir fyrir Idolið eru á fullu að undirbúa sig fyrir haustið og stelpurnar okkar eru á vellinum að hita upp fyrir EM.

Skemmtikraftarnir Gunni og Felix eru reynslumiklir þegar kemur að því að halda uppi fjörinu og tóku sig vel út í nýjum jakkafötum á Goslokahátíðinni.

Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson fór til Svíþjóðar með eiginkonu sinni Hafdísi Björk og fjölskyldunni þeirra. Þau fögnuðu fimm ára brúðkaupsafmælinu sínu á dögunum. 

Förðunarfræðingurinn Kolbrún Anna Vignisdóttir lék sér í öldunum.

Erna Hrund átti góða helgi með fólkinu sínu.

Hégóminn er harður húsbóndi hjá tónlistarmanninum Bubba Morthens sem setti sér það markmið að kveðja þennan heim í formi.

Athafnakonan Tanja Ýr gerði sér glaðan dag.

Herra Hnetusmjör er byrjaður að undirbúa sig fyrir dómarastólinn í Idol í haust. 

Áhrifavaldurinn Fanney Ingvarsdóttir nýtur lífsins á Spáni og er að æfa sig í tungumálinu.

Elísabet Gunnars og Gunnar Steinn Jónsson kunna að hafa það notalegt upp í bústað.

Friðrik Ómar og Hera Björk fögnuðu fimmtugsafmæli söngdívunnar í sveitasælunni.

Athafnakonan Birgitta Líf og kærastinn hennar Enok eru dugleg að búa til minningar saman og skelltu sér upp á jökul. 

Tónlistarkonan Bríet skoðar heiminn á tónleikaferðalagi með kærastanum sínum Rubin Pollock, sem er gítarleikari Kaleo og sér að hann er fullur af ótrúlegum hlutum. 

Leikkonan Júlíana Sara Gunnarsdóttir nýtur sín í Suður-Frakklandi eins og venjulegt fólk gerir.

Tónlistarmaðurinn Hreimur Örn er spenntur fyrir nýju plötunni sem hann er að vinna að. Hann er búinn að gefa út fyrsta lagið og skálar fyrir því. 

Áhrifavaldurinn Sunneva Einars og Bensi Bjarna sprikla um á ströndinni.

Íþróttafréttakonan Kristjana Arnarsdóttir og kylfingurinn Haraldur Franklín Magnús eignuðust stúlku á fimmtudaginn.

Áhrifavaldurinn Helgi Ómarsson tekur sig vel út í jakkafötunum fyrir brúðkaup sumarsins.

Sara Björk Gunnarsdóttir var ánægð með sigur í vikunni.

Sveindís Jane Jónsdóttir flýgur um með boltann!

Rúrik Gíslason rúntar um í Kúbu fyrir sérstakt verkefni. 

Söngkonan og gellumamman Salka Sól og Arnar Freyr Frostason fagna sjö árum saman.

Birgitta Haukdal mætti galvösk á Lopapeysuna en mætti í bleiku frá toppi til táar í stað lopapeysunnar.

Hún stillti sér einnig upp með Reykjavíkudætrum sem kalla hana hina íslensku Queen B. 

Palli var æðsti pollinn á Pollamótinu um helgina.

Hljómsveitin Kaleo kom fram á Lollapalooza í Svíþjóð.

Dagur B Eggertsson fann hásæti.

Fjölmiðlakonan Eva Laufey skellti sér á bólakaf í Helgasundinu.

Júlí Heiðari fannst ekki leiðinlegt að fara í brúðkaup með unnustu sinni Þórdísi Björk. 


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.