Fótbolti

Jón Guðni enn meiddur og spilaði ekki þegar Hammarby tapaði

Árni Jóhannsson skrifar
Jón Guðni kemst vonandi sem fyrst á völlinn
Jón Guðni kemst vonandi sem fyrst á völlinn EPA-EFE/Jonas Ekstromer

Vonast er til að Jón Guðni Fjóluson fari að snúa til baka eftir að hafa slitið krossband á síðasta ári en hann náði ekki að vera með í dag. Hammaarby fór í heimsókn til Djurgården og laut í gras 1-0.

Fyrir leik voru liðin í fjórða og fimmta sæti Allsvenskunar en með sigrinum skaut Djurgården sér upp í efsta sæti. Það var Gustav Wikheim sem skoraði eina mark leiksins á 68. mínútu.

Djurgården jafnaði með sigrinum Håcken og AIK að stigum með 24 stig á toppi deildarinnar en Häckenmun leika síðar í dag við Elfsborg. Häcken á tvo leiki til góða á Djurgården og því ekki ólíklegt að Häcken komist í efsta sæti fyrr en síðar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.