Aldraðir, öryrkjar og atvinnulausir eigi nú þjáningarsystkini í hópi æðstu ráðamanna Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. júlí 2022 10:19 Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur, telur sterk rök fyrir því að embættismenn eigi að halda ofgreiddum launum sínum og að ríkið gæti tapað prófmáli ef endurgreiðsla launanna gangi eftir Vísir Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur, telur sterk rök fyrir því að æðstu embættismenn haldi þeirri ofgreiðslu sem ríkið hefur krafist að verði endurgreidd. Ríkið gæti tapað prófmáli um endurgreiðslukröfuna á hendur æðstu ráðamönnum ef til þess kæmi og það vanti dómafordæmi í málum sem þessum. Haukur skrifaði færslu á Facebook í gær þar sem hann rýndi í endurgreiðslukröfu íslenska ríkisins á hendur æðstu embættismanna. Málið sé athyglisvert að því leyti að það sé „daglegt brauð hjá öldruðum, öryrkjum og atvinnulausum“ að ríkið taki til baka ofgreidd laun en þeir eigi nú „þjáningarsystkini í hópi æðstu ráðamanna.“ Hann segir í færslunni að í svona málum sé tvennt sem vegi þungt. Annars vegar sé það hvort sá sem fékk ofgreitt hafi átt möguleika á að vita að um ofgreiðslu væri að ræða. Hins vegar skipti máli hvor aðilinn gerði mistökin sem leiddu til ofgreiðslunnar. Í þessu dæmi hafi þeir sem fengu ofgreitt ekki getað vitað að þeir hafi fengið ofgreitt og þeir hafi ekki gert mistök sem síðan leiddu til ofgreiðslunnar. Hann telur því sterk rök styðja að æðstu embættismenn eigi fullan rétt á að halda ofgreiðslunni. Jafnframt telur hann að ríkið gæti tapað prófmáli um þessa endurgreiðslukröfu á hendur æðstu ráðamönnum ef til þess kæmi. Enn fremur segir hann að það vanti dómafordæmi í svona málum til að stoppa „hliðstæðar siðlitlar endurgreiðslukröfur ríkisstofnana gagnvart fátæku fólki; stofnana sem sjálfar gera mistökin.“ Í samtali við blaðamann sagðist Haukur vilja bæti því við að hann liti svo á að ríkið mætti leiðrétta laun frá þeim tíma sem leiðréttingin væri gerð. Stjórnsýsla Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Dómarar munu leita réttar síns: „Eins og þetta blasir við okkur núna er þetta alfarið eftir geðþótta“ Fjársýsla ríkisins ofgreiddi öllum æðstu embættismönnum ríkisins laun í þrjú ár og krefst nú endurgreiðslu. Formaður Dómarafélagsins segir þetta stangast á við lög. Fjármálaráðherra segir það hins vegar vera auman málflutning, rétt skuli vera rétt. 1. júlí 2022 21:30 Bjarni um ofgreiðslu launa ráðamanna: Rétt skal vera rétt Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að ekki eigi að þurfa opinberar skeytasendingar til þess að útskýra að rétt skuli vera rétt. Þetta segir hann í færslu á Facebook vegna umræðu um ofgreiðslu launa æðstu embættismanna ríkisins. 1. júlí 2022 15:08 Dómarar ósáttir Dómarafélag Íslands er ósátt við að kjör félagsmanna rýrni eftir að tilkynnt var um að laun helstu ráðamanna og embættismanna ríkisins hafi verið ofgreidd undanfarin þrjú ár. Formaður félagsins segir að dómarar muni leita réttar síns vegna málsins. 1. júlí 2022 14:27 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Haukur skrifaði færslu á Facebook í gær þar sem hann rýndi í endurgreiðslukröfu íslenska ríkisins á hendur æðstu embættismanna. Málið sé athyglisvert að því leyti að það sé „daglegt brauð hjá öldruðum, öryrkjum og atvinnulausum“ að ríkið taki til baka ofgreidd laun en þeir eigi nú „þjáningarsystkini í hópi æðstu ráðamanna.“ Hann segir í færslunni að í svona málum sé tvennt sem vegi þungt. Annars vegar sé það hvort sá sem fékk ofgreitt hafi átt möguleika á að vita að um ofgreiðslu væri að ræða. Hins vegar skipti máli hvor aðilinn gerði mistökin sem leiddu til ofgreiðslunnar. Í þessu dæmi hafi þeir sem fengu ofgreitt ekki getað vitað að þeir hafi fengið ofgreitt og þeir hafi ekki gert mistök sem síðan leiddu til ofgreiðslunnar. Hann telur því sterk rök styðja að æðstu embættismenn eigi fullan rétt á að halda ofgreiðslunni. Jafnframt telur hann að ríkið gæti tapað prófmáli um þessa endurgreiðslukröfu á hendur æðstu ráðamönnum ef til þess kæmi. Enn fremur segir hann að það vanti dómafordæmi í svona málum til að stoppa „hliðstæðar siðlitlar endurgreiðslukröfur ríkisstofnana gagnvart fátæku fólki; stofnana sem sjálfar gera mistökin.“ Í samtali við blaðamann sagðist Haukur vilja bæti því við að hann liti svo á að ríkið mætti leiðrétta laun frá þeim tíma sem leiðréttingin væri gerð.
Stjórnsýsla Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Dómarar munu leita réttar síns: „Eins og þetta blasir við okkur núna er þetta alfarið eftir geðþótta“ Fjársýsla ríkisins ofgreiddi öllum æðstu embættismönnum ríkisins laun í þrjú ár og krefst nú endurgreiðslu. Formaður Dómarafélagsins segir þetta stangast á við lög. Fjármálaráðherra segir það hins vegar vera auman málflutning, rétt skuli vera rétt. 1. júlí 2022 21:30 Bjarni um ofgreiðslu launa ráðamanna: Rétt skal vera rétt Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að ekki eigi að þurfa opinberar skeytasendingar til þess að útskýra að rétt skuli vera rétt. Þetta segir hann í færslu á Facebook vegna umræðu um ofgreiðslu launa æðstu embættismanna ríkisins. 1. júlí 2022 15:08 Dómarar ósáttir Dómarafélag Íslands er ósátt við að kjör félagsmanna rýrni eftir að tilkynnt var um að laun helstu ráðamanna og embættismanna ríkisins hafi verið ofgreidd undanfarin þrjú ár. Formaður félagsins segir að dómarar muni leita réttar síns vegna málsins. 1. júlí 2022 14:27 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Dómarar munu leita réttar síns: „Eins og þetta blasir við okkur núna er þetta alfarið eftir geðþótta“ Fjársýsla ríkisins ofgreiddi öllum æðstu embættismönnum ríkisins laun í þrjú ár og krefst nú endurgreiðslu. Formaður Dómarafélagsins segir þetta stangast á við lög. Fjármálaráðherra segir það hins vegar vera auman málflutning, rétt skuli vera rétt. 1. júlí 2022 21:30
Bjarni um ofgreiðslu launa ráðamanna: Rétt skal vera rétt Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að ekki eigi að þurfa opinberar skeytasendingar til þess að útskýra að rétt skuli vera rétt. Þetta segir hann í færslu á Facebook vegna umræðu um ofgreiðslu launa æðstu embættismanna ríkisins. 1. júlí 2022 15:08
Dómarar ósáttir Dómarafélag Íslands er ósátt við að kjör félagsmanna rýrni eftir að tilkynnt var um að laun helstu ráðamanna og embættismanna ríkisins hafi verið ofgreidd undanfarin þrjú ár. Formaður félagsins segir að dómarar muni leita réttar síns vegna málsins. 1. júlí 2022 14:27