Innlent

Sjö hand­teknir fyrir að aka undir á­hrifum og einn reyndi að flýja

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Lögreglan var á ferðinni í gærkvöldi og í nótt.
Lögreglan var á ferðinni í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögreglan sinnti nokrum verkefnum á kvöldvaktinni í gær en þar fór mikið fyrir ökumönnum sem voru teknir fyrir akstur undir áhrifum. Þá áttu sér stað sjö umferðaróhöpp og þrír gistu fangaklefa. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar.

Tveir voru handteknir vegna gruns um líkamsárásir. Þá var tilkynnt um mann sem var til ama í miðbænum en eftir handtöku hótaði hann lögreglu lífláti og reyndist með fíkniefni í fórum sínum. Hann var vistaður í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins.

Þá handtók lögreglan í gærkvöldi mann í annarlegu ástandi sem hafði unnið eignaspjöll á hraðbanka í miðbæ Reykjavíkur. Auk þess var hann með fíkniefni í fórum sínum og var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar.

Sjö ökumenn voru handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þar af reyndi einn að hlaupa undan lögreglunni án árangurs.

Tilkynnt var um þjófnað í verslun í Kópavogi og var aðilinn enn á staðnum þegar lögreglan kom á vettvang. Samkvæmt dagbók lögreglu var málið „afgreitt með vettvangsformi.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×