Pósthólfið fullt af kvörtunum vegna hvalveiða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. júlí 2022 10:49 Hvalveiðar eru komnar á fullt að nýju. Vísir/Egill Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir að hvalveiðar hafi engin jákvæð áhrif á afkomu þjóðarinnar. Hann sýndi blaðamanni Túrista tölvupósthólf sitt, sem er fullt af kvörtunum frá fólki sem hóti að koma aldrei til landsins vegna hvalveiðanna. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í viðtali Túrista við Skarphéðinn Berg. Þar barst talið að hvalveiðum Hvals sem hófust á dögunum. Hvalveiðarnar eru umdeildar og bent hefur verið á möguleg neikvæð áhrif þeirra á ferðaþjónustuna, eina mikilvægustu atvinnugrein þjóðarinnar. Kristján Loftsson, eigandi Hvals, gaf reyndar afar lítið fyrir þessa gagnrýni í viðtali við fréttastofu á dögunum. Það væri kjaftæði að ferðamenn sniðgangi Ísland vegna hvalveiða. Í viðtali Túrista við Skarphéðinn Berg er komið inn á þetta og spurt um áhrif hvalveiða á ferðaþjónustuna. Í viðtalinu er tekið fram að Skarphéðinn hafi brugðist við spurningunni með því að draga upp símann og sýna blaðamanni langa röð tölvupósta frá fólki í útlöndum sem mótmæli hvalveiðunum og hóti jafn vel að koma aldrei til landsins svo lengi sem hvalveiðar séu stundaðar hér við land. Bendir Skarphéðinn á að áfangastaðurinn Ísland sé einkum seldur til ferðamann sem aðgöngumiði að ósnortinni náttúru. „Ferðaþjónustan er auðlindadrifin atvinnugrein. Við erum að selja aðgang að náttúrunni. Fólk um allan heim sem lætur sig varða um náttúruna lítur svo á að fjölbreytileiki hennar sé mikilvægur – og hvalurinn gegni þar stóru hlutverki. Af þessum sökum getur við ekki haldið á lofti hugmyndinni um ósnortna náttúru Íslands en á sama tíma látið eitthvert leyfi til að veiða hvali standa óhaggað,” sagði Skarphéðinn sem telur jafn framt að hvalveiðar hafi engin jákvæð áhrif á afkomu þjóðarinnar. Lesa má viðtal Túrista við Skarphéðinn hér. Hvalveiðar Ferðamennska á Íslandi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segir hvalveiðar hafa eyðileggjandi áhrif á orðspor Íslands Fréttastofa CNN ræddi við fólk sem starfar í íslenskri ferðaþjónustu um hvalveiðar og áhrif þeirra á ferðaþjónustuna. Íslendingarnir segja meirihluta íslensku þjóðarinnar vera mótfallinn hvalveiðum og þær hafi neikvæð áhrif á orðspor Íslands. 26. júní 2022 13:15 „Kristján Loftsson búinn að einangrast“ Hvalbáturinn Hvalur 9 kom með fyrstu langreyðina á þessari vertíð að landi í Hvalfirði í morgun. Hún reyndist átján metra löng og veiddist djúpt út af Faxaflóa um miðjan dag í gær. 24. júní 2022 12:33 Segir það kjaftæði að ferðamenn sniðgangi Ísland vegna hvalveiða Fyrsta langreyður vertíðarinnar, og jafnframt sú fyrsta sem skotin er við Ísland í nærri fjögur ár, veiddist um miðjan dag vestur af landinu. Búist er við að hvalurinn verði dreginn á land í Hvalfirði á morgun en þar var í kvöld byrjað að kynda undir kötlunum. 23. júní 2022 21:42 Hvalveiðimenn gera klárt til að hefja hvalvertíð á morgun Stefnt er að því að hvalveiðiskip Hvals hf. hefji hvalvertíð á morgun, þá fyrstu í fjögur ár. Áhafnir hvalbátanna Hvals 8 og Hvals 9 voru í óðaönn í dag að undirbúa brottför. 21. júní 2022 21:30 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í viðtali Túrista við Skarphéðinn Berg. Þar barst talið að hvalveiðum Hvals sem hófust á dögunum. Hvalveiðarnar eru umdeildar og bent hefur verið á möguleg neikvæð áhrif þeirra á ferðaþjónustuna, eina mikilvægustu atvinnugrein þjóðarinnar. Kristján Loftsson, eigandi Hvals, gaf reyndar afar lítið fyrir þessa gagnrýni í viðtali við fréttastofu á dögunum. Það væri kjaftæði að ferðamenn sniðgangi Ísland vegna hvalveiða. Í viðtali Túrista við Skarphéðinn Berg er komið inn á þetta og spurt um áhrif hvalveiða á ferðaþjónustuna. Í viðtalinu er tekið fram að Skarphéðinn hafi brugðist við spurningunni með því að draga upp símann og sýna blaðamanni langa röð tölvupósta frá fólki í útlöndum sem mótmæli hvalveiðunum og hóti jafn vel að koma aldrei til landsins svo lengi sem hvalveiðar séu stundaðar hér við land. Bendir Skarphéðinn á að áfangastaðurinn Ísland sé einkum seldur til ferðamann sem aðgöngumiði að ósnortinni náttúru. „Ferðaþjónustan er auðlindadrifin atvinnugrein. Við erum að selja aðgang að náttúrunni. Fólk um allan heim sem lætur sig varða um náttúruna lítur svo á að fjölbreytileiki hennar sé mikilvægur – og hvalurinn gegni þar stóru hlutverki. Af þessum sökum getur við ekki haldið á lofti hugmyndinni um ósnortna náttúru Íslands en á sama tíma látið eitthvert leyfi til að veiða hvali standa óhaggað,” sagði Skarphéðinn sem telur jafn framt að hvalveiðar hafi engin jákvæð áhrif á afkomu þjóðarinnar. Lesa má viðtal Túrista við Skarphéðinn hér.
Hvalveiðar Ferðamennska á Íslandi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segir hvalveiðar hafa eyðileggjandi áhrif á orðspor Íslands Fréttastofa CNN ræddi við fólk sem starfar í íslenskri ferðaþjónustu um hvalveiðar og áhrif þeirra á ferðaþjónustuna. Íslendingarnir segja meirihluta íslensku þjóðarinnar vera mótfallinn hvalveiðum og þær hafi neikvæð áhrif á orðspor Íslands. 26. júní 2022 13:15 „Kristján Loftsson búinn að einangrast“ Hvalbáturinn Hvalur 9 kom með fyrstu langreyðina á þessari vertíð að landi í Hvalfirði í morgun. Hún reyndist átján metra löng og veiddist djúpt út af Faxaflóa um miðjan dag í gær. 24. júní 2022 12:33 Segir það kjaftæði að ferðamenn sniðgangi Ísland vegna hvalveiða Fyrsta langreyður vertíðarinnar, og jafnframt sú fyrsta sem skotin er við Ísland í nærri fjögur ár, veiddist um miðjan dag vestur af landinu. Búist er við að hvalurinn verði dreginn á land í Hvalfirði á morgun en þar var í kvöld byrjað að kynda undir kötlunum. 23. júní 2022 21:42 Hvalveiðimenn gera klárt til að hefja hvalvertíð á morgun Stefnt er að því að hvalveiðiskip Hvals hf. hefji hvalvertíð á morgun, þá fyrstu í fjögur ár. Áhafnir hvalbátanna Hvals 8 og Hvals 9 voru í óðaönn í dag að undirbúa brottför. 21. júní 2022 21:30 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Segir hvalveiðar hafa eyðileggjandi áhrif á orðspor Íslands Fréttastofa CNN ræddi við fólk sem starfar í íslenskri ferðaþjónustu um hvalveiðar og áhrif þeirra á ferðaþjónustuna. Íslendingarnir segja meirihluta íslensku þjóðarinnar vera mótfallinn hvalveiðum og þær hafi neikvæð áhrif á orðspor Íslands. 26. júní 2022 13:15
„Kristján Loftsson búinn að einangrast“ Hvalbáturinn Hvalur 9 kom með fyrstu langreyðina á þessari vertíð að landi í Hvalfirði í morgun. Hún reyndist átján metra löng og veiddist djúpt út af Faxaflóa um miðjan dag í gær. 24. júní 2022 12:33
Segir það kjaftæði að ferðamenn sniðgangi Ísland vegna hvalveiða Fyrsta langreyður vertíðarinnar, og jafnframt sú fyrsta sem skotin er við Ísland í nærri fjögur ár, veiddist um miðjan dag vestur af landinu. Búist er við að hvalurinn verði dreginn á land í Hvalfirði á morgun en þar var í kvöld byrjað að kynda undir kötlunum. 23. júní 2022 21:42
Hvalveiðimenn gera klárt til að hefja hvalvertíð á morgun Stefnt er að því að hvalveiðiskip Hvals hf. hefji hvalvertíð á morgun, þá fyrstu í fjögur ár. Áhafnir hvalbátanna Hvals 8 og Hvals 9 voru í óðaönn í dag að undirbúa brottför. 21. júní 2022 21:30