Pósthólfið fullt af kvörtunum vegna hvalveiða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. júlí 2022 10:49 Hvalveiðar eru komnar á fullt að nýju. Vísir/Egill Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir að hvalveiðar hafi engin jákvæð áhrif á afkomu þjóðarinnar. Hann sýndi blaðamanni Túrista tölvupósthólf sitt, sem er fullt af kvörtunum frá fólki sem hóti að koma aldrei til landsins vegna hvalveiðanna. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í viðtali Túrista við Skarphéðinn Berg. Þar barst talið að hvalveiðum Hvals sem hófust á dögunum. Hvalveiðarnar eru umdeildar og bent hefur verið á möguleg neikvæð áhrif þeirra á ferðaþjónustuna, eina mikilvægustu atvinnugrein þjóðarinnar. Kristján Loftsson, eigandi Hvals, gaf reyndar afar lítið fyrir þessa gagnrýni í viðtali við fréttastofu á dögunum. Það væri kjaftæði að ferðamenn sniðgangi Ísland vegna hvalveiða. Í viðtali Túrista við Skarphéðinn Berg er komið inn á þetta og spurt um áhrif hvalveiða á ferðaþjónustuna. Í viðtalinu er tekið fram að Skarphéðinn hafi brugðist við spurningunni með því að draga upp símann og sýna blaðamanni langa röð tölvupósta frá fólki í útlöndum sem mótmæli hvalveiðunum og hóti jafn vel að koma aldrei til landsins svo lengi sem hvalveiðar séu stundaðar hér við land. Bendir Skarphéðinn á að áfangastaðurinn Ísland sé einkum seldur til ferðamann sem aðgöngumiði að ósnortinni náttúru. „Ferðaþjónustan er auðlindadrifin atvinnugrein. Við erum að selja aðgang að náttúrunni. Fólk um allan heim sem lætur sig varða um náttúruna lítur svo á að fjölbreytileiki hennar sé mikilvægur – og hvalurinn gegni þar stóru hlutverki. Af þessum sökum getur við ekki haldið á lofti hugmyndinni um ósnortna náttúru Íslands en á sama tíma látið eitthvert leyfi til að veiða hvali standa óhaggað,” sagði Skarphéðinn sem telur jafn framt að hvalveiðar hafi engin jákvæð áhrif á afkomu þjóðarinnar. Lesa má viðtal Túrista við Skarphéðinn hér. Hvalveiðar Ferðamennska á Íslandi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segir hvalveiðar hafa eyðileggjandi áhrif á orðspor Íslands Fréttastofa CNN ræddi við fólk sem starfar í íslenskri ferðaþjónustu um hvalveiðar og áhrif þeirra á ferðaþjónustuna. Íslendingarnir segja meirihluta íslensku þjóðarinnar vera mótfallinn hvalveiðum og þær hafi neikvæð áhrif á orðspor Íslands. 26. júní 2022 13:15 „Kristján Loftsson búinn að einangrast“ Hvalbáturinn Hvalur 9 kom með fyrstu langreyðina á þessari vertíð að landi í Hvalfirði í morgun. Hún reyndist átján metra löng og veiddist djúpt út af Faxaflóa um miðjan dag í gær. 24. júní 2022 12:33 Segir það kjaftæði að ferðamenn sniðgangi Ísland vegna hvalveiða Fyrsta langreyður vertíðarinnar, og jafnframt sú fyrsta sem skotin er við Ísland í nærri fjögur ár, veiddist um miðjan dag vestur af landinu. Búist er við að hvalurinn verði dreginn á land í Hvalfirði á morgun en þar var í kvöld byrjað að kynda undir kötlunum. 23. júní 2022 21:42 Hvalveiðimenn gera klárt til að hefja hvalvertíð á morgun Stefnt er að því að hvalveiðiskip Hvals hf. hefji hvalvertíð á morgun, þá fyrstu í fjögur ár. Áhafnir hvalbátanna Hvals 8 og Hvals 9 voru í óðaönn í dag að undirbúa brottför. 21. júní 2022 21:30 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í viðtali Túrista við Skarphéðinn Berg. Þar barst talið að hvalveiðum Hvals sem hófust á dögunum. Hvalveiðarnar eru umdeildar og bent hefur verið á möguleg neikvæð áhrif þeirra á ferðaþjónustuna, eina mikilvægustu atvinnugrein þjóðarinnar. Kristján Loftsson, eigandi Hvals, gaf reyndar afar lítið fyrir þessa gagnrýni í viðtali við fréttastofu á dögunum. Það væri kjaftæði að ferðamenn sniðgangi Ísland vegna hvalveiða. Í viðtali Túrista við Skarphéðinn Berg er komið inn á þetta og spurt um áhrif hvalveiða á ferðaþjónustuna. Í viðtalinu er tekið fram að Skarphéðinn hafi brugðist við spurningunni með því að draga upp símann og sýna blaðamanni langa röð tölvupósta frá fólki í útlöndum sem mótmæli hvalveiðunum og hóti jafn vel að koma aldrei til landsins svo lengi sem hvalveiðar séu stundaðar hér við land. Bendir Skarphéðinn á að áfangastaðurinn Ísland sé einkum seldur til ferðamann sem aðgöngumiði að ósnortinni náttúru. „Ferðaþjónustan er auðlindadrifin atvinnugrein. Við erum að selja aðgang að náttúrunni. Fólk um allan heim sem lætur sig varða um náttúruna lítur svo á að fjölbreytileiki hennar sé mikilvægur – og hvalurinn gegni þar stóru hlutverki. Af þessum sökum getur við ekki haldið á lofti hugmyndinni um ósnortna náttúru Íslands en á sama tíma látið eitthvert leyfi til að veiða hvali standa óhaggað,” sagði Skarphéðinn sem telur jafn framt að hvalveiðar hafi engin jákvæð áhrif á afkomu þjóðarinnar. Lesa má viðtal Túrista við Skarphéðinn hér.
Hvalveiðar Ferðamennska á Íslandi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segir hvalveiðar hafa eyðileggjandi áhrif á orðspor Íslands Fréttastofa CNN ræddi við fólk sem starfar í íslenskri ferðaþjónustu um hvalveiðar og áhrif þeirra á ferðaþjónustuna. Íslendingarnir segja meirihluta íslensku þjóðarinnar vera mótfallinn hvalveiðum og þær hafi neikvæð áhrif á orðspor Íslands. 26. júní 2022 13:15 „Kristján Loftsson búinn að einangrast“ Hvalbáturinn Hvalur 9 kom með fyrstu langreyðina á þessari vertíð að landi í Hvalfirði í morgun. Hún reyndist átján metra löng og veiddist djúpt út af Faxaflóa um miðjan dag í gær. 24. júní 2022 12:33 Segir það kjaftæði að ferðamenn sniðgangi Ísland vegna hvalveiða Fyrsta langreyður vertíðarinnar, og jafnframt sú fyrsta sem skotin er við Ísland í nærri fjögur ár, veiddist um miðjan dag vestur af landinu. Búist er við að hvalurinn verði dreginn á land í Hvalfirði á morgun en þar var í kvöld byrjað að kynda undir kötlunum. 23. júní 2022 21:42 Hvalveiðimenn gera klárt til að hefja hvalvertíð á morgun Stefnt er að því að hvalveiðiskip Hvals hf. hefji hvalvertíð á morgun, þá fyrstu í fjögur ár. Áhafnir hvalbátanna Hvals 8 og Hvals 9 voru í óðaönn í dag að undirbúa brottför. 21. júní 2022 21:30 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Segir hvalveiðar hafa eyðileggjandi áhrif á orðspor Íslands Fréttastofa CNN ræddi við fólk sem starfar í íslenskri ferðaþjónustu um hvalveiðar og áhrif þeirra á ferðaþjónustuna. Íslendingarnir segja meirihluta íslensku þjóðarinnar vera mótfallinn hvalveiðum og þær hafi neikvæð áhrif á orðspor Íslands. 26. júní 2022 13:15
„Kristján Loftsson búinn að einangrast“ Hvalbáturinn Hvalur 9 kom með fyrstu langreyðina á þessari vertíð að landi í Hvalfirði í morgun. Hún reyndist átján metra löng og veiddist djúpt út af Faxaflóa um miðjan dag í gær. 24. júní 2022 12:33
Segir það kjaftæði að ferðamenn sniðgangi Ísland vegna hvalveiða Fyrsta langreyður vertíðarinnar, og jafnframt sú fyrsta sem skotin er við Ísland í nærri fjögur ár, veiddist um miðjan dag vestur af landinu. Búist er við að hvalurinn verði dreginn á land í Hvalfirði á morgun en þar var í kvöld byrjað að kynda undir kötlunum. 23. júní 2022 21:42
Hvalveiðimenn gera klárt til að hefja hvalvertíð á morgun Stefnt er að því að hvalveiðiskip Hvals hf. hefji hvalvertíð á morgun, þá fyrstu í fjögur ár. Áhafnir hvalbátanna Hvals 8 og Hvals 9 voru í óðaönn í dag að undirbúa brottför. 21. júní 2022 21:30