Innlent

Bregðast við bilun með Boeing-þotu í innan­lands­flugið

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
visir-img
Vísir/Vilhelm Gunnarsson

Icelandair boðar raskanir á innanlandsflugi í dag vegna tæknilegra vandamála sem komu upp í gær en flugi frá Reykjavík til Akureyrar var seinkað ítrekað þar til því var að lokum aflýst.

Tæknilegi vandinn kom upp í tveimur vélum fyrirtækisins og hefur það brugðið á það ráð að leysa þær af með Boeing-þotu. Boðið verður upp á fjórar flugferðir með þotunni í dag á milli Reykjavíkur og Akureyrar og einnig Reykjavíkur og Egilsstaða.

Icelandair býður þeim farþegum sem eigi bókað flug í dag en geti ekki nýtt sér ferðirnar samkvæmt nýrri áætlun, endurgreiðslu eða breytingu, farþegunum að kostnaðarlausu.

Flugferðirnar sem boðið verður upp á með Boeing-þotunni eru eftirfarandi:

  • FI46 Reykjavík-Akureyri 16:30
  • FI47 Akureyri-Reykjavík 18:00
  • FI70 Reykjavík-Egilsstaðir 19:30
  • FI71 Egilsstaðir-Reykjavík 21:15


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.