Innlent

Brjálað að gera hjá glæsilegri prjónastofu á Hvammstanga

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Kristinn Karlsson með teppi með íslenska fánanum, sem rjúka út hjá Kidka eins og heitar lummur.
Kristinn Karlsson með teppi með íslenska fánanum, sem rjúka út hjá Kidka eins og heitar lummur. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Ein glæsilegasta prjónastofa landsins er á Hvammstanga en þar er meira en nóg að gera við að framleiða vörur úr íslenskri ull. Teppi með íslenska fánanum rjúka út eins og heitar lummur.

Þegar komið er inn í verslunina og prjónastofuna Kidka á Hvammstanga taka tveir skemmtilegir hundar á móti gestum, Týra og Píla og vekja þær alltaf mikla athygli hjá viðskiptavinum, ekki síst útlendingum.

„Þetta hefur bara gengið ótrúlega vel og við erum með skemmtilegar vörur og íslenska framleiðslu algjörlega. Það er íslenskt band og það er allt framleidd hér og það er það, sem er að hjálpa okkur mikið í sölu,“ segir Kristinn Karlsson, annar eigandi Kidka með  á Hvammstanga.

Þannig að það er íslenska sauðkindin, sem selur svona vel þegar ullin er annars vegar eða?

„Já, algjörlega, íslenska sauðkindin. Það er aðal vandamálið hjá okkur í dag, sem er lúxus vandamál að við höfum bara ekki undan að framleiða, það er bara þannig,“ bætir Kristinn við.

Íslenski fáninn á rúmteppum frá Kidka hafa slagið í gegn.

„Já, þau teppi eru mjög flott og það kemur manni á óvart hvað þetta selst ofboðslega mikið, það er endalaust verið að kaupa þetta af túristum,“ segir Kristinn.

Kidka hefur verið í sérstakri vöruþróun með hestavörur, sem hafa slegið í gegn eins og undirdýnu undir hnakka, hestaábreiður og fleira og fleira.

Irina Kamp með Týru og Pílu, sem taka vel á móti gestum í verslun Kidku á Hvammstanga.Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Það er rosalega erfitt að segja til um hvað eru vinsælustu hestavörurnar okkar, þær eru allar rosalegar vinsælar hjá okkur og rjúka út,“ segir Irina Kamp, hinn eigandi Kidka á Hvammstanga

„Ertu ekki stolt að eiga þetta fyrirtæki með Kristni?

„Jú, mjög svo, það gengur vel og ég er rosalega ánægð með það og þetta er líka skemmtileg vinna.“

Átta starfsmenn vinna á Prjónastofunni og eru þeir mjög ánægðir í vinnunni sinni.

„Þetta er rosalega flott fyrirtæki, það er í sér klassa,“ segir Ólína Austfjörð Jónsdóttir, starfsmaður.

Ólína Austfjörð, sem er alsæl með að vinna hjá Kidka á prjónastofunni á Hvammstanga.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Kidka, heimasíða fyrirtækisins



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×