Sú besta í heimi að mati ESPN hækkaði sig um 22 sæti á milli ára Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2022 12:01 Alexia Putellas er fyrirliði Barcelona og einnig í stóru hlutverki hjá spænska landsliðinu. Getty/Oscar J. Barroso Engin íslensk knattspyrnukona kemst á listann yfir fimmtíu bestu knattspyrnukonur heims en þennan lista tóku sérfræðingar ESPN saman í tilefni af Evrópumóti landsliða sem er fram undan í Englandi. ESPN tók einnig slíkan lista saman í fyrra en það er óhætt að segja að það séu miklar sviftingar á listanum á milli ára. Besta knattspyrnukona heims í fyrra, hin bandaríska Sam Mewis fellur niður um 37 sæti, og sú besta í ár, Spánverjinnn Alexia Putellas, hækkar sig um 22 sæti. Putellas er fyrirliði Barcelona liðsins sem vann alla leiki tímabilsins á Spáni en tókst ekki að verja Meistaradeildartitilinn eftir 3-1 tap á móti Söru Björk Gunnarsdóttur og félögum í Lyon í úrslitaleiknum. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Putellas er 28 ára gömul sókndjarfur miðjumaður sem skoraði 34 mörk í öllum keppnum á nýlokinni leiktíð. Í öðru sæti á listanum er ástralski framherjinn Sam Kerr hjá Chelsea sem í öðru sætinu annað árið í röð. Þriðja er síðan hollenski framherjinn Vivianne Miedema hjá Arsenal en hún var líka í sama sæti í fyrra. Norðurlandabúar eru í sætum fjögur og fimm. Hin norska Caroline Graham Hansen hjá Barelona er í fjórða sætinu og hækkar sig um fimm sæti. Fimmta er síðan hin danska Pernille Harder hjá Chelsea sem fellur niður um eitt sæti á listanum. Catarina Macario hjá Lyon og bandaríska landsliðinu er sjötta á listanum, Marie-Antoinette Katoto hjá Paris Saint-Germain er sjöunda, Spánverjinn Jennifer Hermoso hjá Barcelona er áttunda, liðsfélagi hennar hjá Barca, Aitana Bonmati, er níunda og í tíunda sæti er síðan norski framherjinn Ada Hegerberg. Hegerberg er aftur komin í norska landsliðið eftir fimm ára fjarveru og verðu með Noregi á Evrópumótinu. Það má sjá allan listann með því að smella hér. EM 2022 í Englandi Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira
ESPN tók einnig slíkan lista saman í fyrra en það er óhætt að segja að það séu miklar sviftingar á listanum á milli ára. Besta knattspyrnukona heims í fyrra, hin bandaríska Sam Mewis fellur niður um 37 sæti, og sú besta í ár, Spánverjinnn Alexia Putellas, hækkar sig um 22 sæti. Putellas er fyrirliði Barcelona liðsins sem vann alla leiki tímabilsins á Spáni en tókst ekki að verja Meistaradeildartitilinn eftir 3-1 tap á móti Söru Björk Gunnarsdóttur og félögum í Lyon í úrslitaleiknum. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Putellas er 28 ára gömul sókndjarfur miðjumaður sem skoraði 34 mörk í öllum keppnum á nýlokinni leiktíð. Í öðru sæti á listanum er ástralski framherjinn Sam Kerr hjá Chelsea sem í öðru sætinu annað árið í röð. Þriðja er síðan hollenski framherjinn Vivianne Miedema hjá Arsenal en hún var líka í sama sæti í fyrra. Norðurlandabúar eru í sætum fjögur og fimm. Hin norska Caroline Graham Hansen hjá Barelona er í fjórða sætinu og hækkar sig um fimm sæti. Fimmta er síðan hin danska Pernille Harder hjá Chelsea sem fellur niður um eitt sæti á listanum. Catarina Macario hjá Lyon og bandaríska landsliðinu er sjötta á listanum, Marie-Antoinette Katoto hjá Paris Saint-Germain er sjöunda, Spánverjinn Jennifer Hermoso hjá Barcelona er áttunda, liðsfélagi hennar hjá Barca, Aitana Bonmati, er níunda og í tíunda sæti er síðan norski framherjinn Ada Hegerberg. Hegerberg er aftur komin í norska landsliðið eftir fimm ára fjarveru og verðu með Noregi á Evrópumótinu. Það má sjá allan listann með því að smella hér.
EM 2022 í Englandi Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira