Fótbolti

Sú besta í heimi að mati ESPN hækkaði sig um 22 sæti á milli ára

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alexia Putellas er fyrirliði Barcelona og einnig í stóru hlutverki hjá spænska landsliðinu.
Alexia Putellas er fyrirliði Barcelona og einnig í stóru hlutverki hjá spænska landsliðinu. Getty/Oscar J. Barroso

Engin íslensk knattspyrnukona kemst á listann yfir fimmtíu bestu knattspyrnukonur heims en þennan lista tóku sérfræðingar ESPN saman í tilefni af Evrópumóti landsliða sem er fram undan í Englandi.

ESPN tók einnig slíkan lista saman í fyrra en það er óhætt að segja að það séu miklar sviftingar á listanum á milli ára.

Besta knattspyrnukona heims í fyrra, hin bandaríska Sam Mewis fellur niður um 37 sæti, og sú besta í ár, Spánverjinnn Alexia Putellas, hækkar sig um 22 sæti.

Putellas er fyrirliði Barcelona liðsins sem vann alla leiki tímabilsins á Spáni en tókst ekki að verja Meistaradeildartitilinn eftir 3-1 tap á móti Söru Björk Gunnarsdóttur og félögum í Lyon í úrslitaleiknum.

Putellas er 28 ára gömul sókndjarfur miðjumaður sem skoraði 34 mörk í öllum keppnum á nýlokinni leiktíð.

Í öðru sæti á listanum er ástralski framherjinn Sam Kerr hjá Chelsea sem í öðru sætinu annað árið í röð. Þriðja er síðan hollenski framherjinn Vivianne Miedema hjá Arsenal en hún var líka í sama sæti í fyrra.

Norðurlandabúar eru í sætum fjögur og fimm. Hin norska Caroline Graham Hansen hjá Barelona er í fjórða sætinu og hækkar sig um fimm sæti. Fimmta er síðan hin danska Pernille Harder hjá Chelsea sem fellur niður um eitt sæti á listanum.

Catarina Macario hjá Lyon og bandaríska landsliðinu er sjötta á listanum, Marie-Antoinette Katoto hjá Paris Saint-Germain er sjöunda, Spánverjinn Jennifer Hermoso hjá Barcelona er áttunda, liðsfélagi hennar hjá Barca, Aitana Bonmati, er níunda og í tíunda sæti er síðan norski framherjinn Ada Hegerberg.

Hegerberg er aftur komin í norska landsliðið eftir fimm ára fjarveru og verðu með Noregi á Evrópumótinu.

Það má sjá allan listann með því að smella hér.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.