Innlent

Bjóða ung­lingum frítt í Strætó út júlí

Árni Sæberg skrifar
KLAPP er nýja greiðslukerfið í Strætó. Krakkar sem vilja frítt í Strætó í júlí þurfa að venja sig við að nota Klappið.
KLAPP er nýja greiðslukerfið í Strætó. Krakkar sem vilja frítt í Strætó í júlí þurfa að venja sig við að nota Klappið. Stöð 2/Egill

Ungmennum á aldrinum tólf til sautján ára stendur til boða svokallað „Sumarkort Strætó“ sem er frítt strætókort sem gildir á höfuðborgarsvæðinu út júlímánuð 2022.

Sumarkortið er aðeins aðgengilegt í gegnum Klapp kort eða Klapp app og því er nauðsynlegt að krakkar sem sækja Sumarkortið séu með símanúmer tengt Klapp appinu eða með Klapp kort tengt aðgangi sínum á „Mínum síðum“. Annars verður ekki unnt að afhenda Sumarkortið, að því er segir í tilkynningu frá Strætó.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.