Samskipti Sigurðar Inga við borgina orðin mun betri Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 25. júní 2022 16:01 Sigurður Ingi hefur skipað starfshóp til að fara yfir það hvort uppbygging í hinum svokallaða Nýja Skerfjafirði ógni flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli. vísir/vilhelm Reykjavíkurborg hefur fallist á að fresta áformum sínum um úthlutun lóða fyrir nýja byggð í Skerjafirði á meðan starfshópur innviðaráðuneytis skoðar áhrif hennar á flugöryggi. Oddviti Framsóknarflokksins í borginni segir vont að málið fresti uppbyggingu á félagslegu húsnæði. Innviðaráðherra hefur nú skipað starfshóp til að greina það hvort uppbygging nýja hverfisins í Skerjafirði ógni flugöryggi eins og Isavia og ráðuneytið hafa haldið fram. Hingað til hefur borgin þvertekið fyrir að það sé rétt. „Við teljum þau áhrif ekki hafa mjög mikil áhrif á flugvöllinn þannig að... en það er rétt að taka þátt í starfi þessa hóps,“ segir Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins og starfandi borgarstjóri. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri sem er í sumarfríi, hefur hingað til verið mjög ósammála innviðaráðherra um rétta borgarinnar til að ráðast í uppbyggingu á svæðinu. Framsókn nú beggja vegna borðsins Það að borgin sé nú tilbúin að fresta uppbyggingunni á meðan málið er rannsakað frekar telur ráðherrann marka kaflaskipti í samskiptum ríkis og borgar. Hans flokkur er enda kominn í borgarstjórn. Þakkar ráðherrann honum þessa viðhorfsbreytingu? „Eigum við ekki bara að segja að þau samskipti sem við eigum núna milli ríkis og borgar eru talsvert breytt frá því sem stundum hefur verið áður og það er til bóta,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Er það vegna þess að Framsóknarflokkurinn er beggja vegna borðsins? „Ég skal ekkert segja um það en þetta er allavega eðlilegt samstarf milli höfuðborgarinnar, sem hýsir aðalinnanlandsflugvöll landsins, og ríkisins sem hefur auðvitað ábyrgð og áhyggjur af því að það sama innanlandsflug geti starfað í landinu,“ segir Sigurður Ingi. Ekki góð töf á uppbyggingu félagslegs húsnæðis Framsókn í borginni telur málið þó óheppilega seinkun á byggingu húsnæðis. „Þetta hefur þau áhrif að þetta tefst allt um þennan tíma. Og það er náttúrulega ekki gott vegna þess að það skiptir miklu máli að hraða allri byggingu íbúðarhúsnæðis og sérstaklega fyrir þessa hópa sem um ræðir; þetta er félagsstofnun stúdenta, þetta er Bjarg og sú uppbygging sem fellur undir hagkvæmt húsnæði,“ segir Einar Þorsteinsson. Einar Þorsteinsson er oddviti Framsóknar í Reykjavík.vísir/vilhelm Ráðherrann er sammála honum þar. „Sem ráðherra húsnæðismála þá hvet ég auðvitað til sem mestrar uppbyggingar og sem hraðastrar. En það má hins vegar ekki verða á kostnað grunninnviða í samgöngukerfi landsins,“ segir Sigurður Ingi. Þannig þú ert ekki á móti áformunum um nýjan Skerjafjörð sem slíkum? „Ég hvet nú heldur til húsbyggingar eins og hægt er. En eins og ég segi þá má hún ekki hafa áhrif á grundvallar innviði eins og megininnanlandsflugvöll okkar Íslendinga,“ segir hann. Hann vonar að starfshópurinn, sem á að skila af sér niðurstöðum 1. október næstkomandi finni leið til uppbyggingar án þess að hún ógni flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli. Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Framsóknarflokkurinn Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Innviðaráðherra hefur nú skipað starfshóp til að greina það hvort uppbygging nýja hverfisins í Skerjafirði ógni flugöryggi eins og Isavia og ráðuneytið hafa haldið fram. Hingað til hefur borgin þvertekið fyrir að það sé rétt. „Við teljum þau áhrif ekki hafa mjög mikil áhrif á flugvöllinn þannig að... en það er rétt að taka þátt í starfi þessa hóps,“ segir Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins og starfandi borgarstjóri. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri sem er í sumarfríi, hefur hingað til verið mjög ósammála innviðaráðherra um rétta borgarinnar til að ráðast í uppbyggingu á svæðinu. Framsókn nú beggja vegna borðsins Það að borgin sé nú tilbúin að fresta uppbyggingunni á meðan málið er rannsakað frekar telur ráðherrann marka kaflaskipti í samskiptum ríkis og borgar. Hans flokkur er enda kominn í borgarstjórn. Þakkar ráðherrann honum þessa viðhorfsbreytingu? „Eigum við ekki bara að segja að þau samskipti sem við eigum núna milli ríkis og borgar eru talsvert breytt frá því sem stundum hefur verið áður og það er til bóta,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Er það vegna þess að Framsóknarflokkurinn er beggja vegna borðsins? „Ég skal ekkert segja um það en þetta er allavega eðlilegt samstarf milli höfuðborgarinnar, sem hýsir aðalinnanlandsflugvöll landsins, og ríkisins sem hefur auðvitað ábyrgð og áhyggjur af því að það sama innanlandsflug geti starfað í landinu,“ segir Sigurður Ingi. Ekki góð töf á uppbyggingu félagslegs húsnæðis Framsókn í borginni telur málið þó óheppilega seinkun á byggingu húsnæðis. „Þetta hefur þau áhrif að þetta tefst allt um þennan tíma. Og það er náttúrulega ekki gott vegna þess að það skiptir miklu máli að hraða allri byggingu íbúðarhúsnæðis og sérstaklega fyrir þessa hópa sem um ræðir; þetta er félagsstofnun stúdenta, þetta er Bjarg og sú uppbygging sem fellur undir hagkvæmt húsnæði,“ segir Einar Þorsteinsson. Einar Þorsteinsson er oddviti Framsóknar í Reykjavík.vísir/vilhelm Ráðherrann er sammála honum þar. „Sem ráðherra húsnæðismála þá hvet ég auðvitað til sem mestrar uppbyggingar og sem hraðastrar. En það má hins vegar ekki verða á kostnað grunninnviða í samgöngukerfi landsins,“ segir Sigurður Ingi. Þannig þú ert ekki á móti áformunum um nýjan Skerjafjörð sem slíkum? „Ég hvet nú heldur til húsbyggingar eins og hægt er. En eins og ég segi þá má hún ekki hafa áhrif á grundvallar innviði eins og megininnanlandsflugvöll okkar Íslendinga,“ segir hann. Hann vonar að starfshópurinn, sem á að skila af sér niðurstöðum 1. október næstkomandi finni leið til uppbyggingar án þess að hún ógni flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli.
Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Framsóknarflokkurinn Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira