Samskipti Sigurðar Inga við borgina orðin mun betri Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 25. júní 2022 16:01 Sigurður Ingi hefur skipað starfshóp til að fara yfir það hvort uppbygging í hinum svokallaða Nýja Skerfjafirði ógni flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli. vísir/vilhelm Reykjavíkurborg hefur fallist á að fresta áformum sínum um úthlutun lóða fyrir nýja byggð í Skerjafirði á meðan starfshópur innviðaráðuneytis skoðar áhrif hennar á flugöryggi. Oddviti Framsóknarflokksins í borginni segir vont að málið fresti uppbyggingu á félagslegu húsnæði. Innviðaráðherra hefur nú skipað starfshóp til að greina það hvort uppbygging nýja hverfisins í Skerjafirði ógni flugöryggi eins og Isavia og ráðuneytið hafa haldið fram. Hingað til hefur borgin þvertekið fyrir að það sé rétt. „Við teljum þau áhrif ekki hafa mjög mikil áhrif á flugvöllinn þannig að... en það er rétt að taka þátt í starfi þessa hóps,“ segir Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins og starfandi borgarstjóri. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri sem er í sumarfríi, hefur hingað til verið mjög ósammála innviðaráðherra um rétta borgarinnar til að ráðast í uppbyggingu á svæðinu. Framsókn nú beggja vegna borðsins Það að borgin sé nú tilbúin að fresta uppbyggingunni á meðan málið er rannsakað frekar telur ráðherrann marka kaflaskipti í samskiptum ríkis og borgar. Hans flokkur er enda kominn í borgarstjórn. Þakkar ráðherrann honum þessa viðhorfsbreytingu? „Eigum við ekki bara að segja að þau samskipti sem við eigum núna milli ríkis og borgar eru talsvert breytt frá því sem stundum hefur verið áður og það er til bóta,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Er það vegna þess að Framsóknarflokkurinn er beggja vegna borðsins? „Ég skal ekkert segja um það en þetta er allavega eðlilegt samstarf milli höfuðborgarinnar, sem hýsir aðalinnanlandsflugvöll landsins, og ríkisins sem hefur auðvitað ábyrgð og áhyggjur af því að það sama innanlandsflug geti starfað í landinu,“ segir Sigurður Ingi. Ekki góð töf á uppbyggingu félagslegs húsnæðis Framsókn í borginni telur málið þó óheppilega seinkun á byggingu húsnæðis. „Þetta hefur þau áhrif að þetta tefst allt um þennan tíma. Og það er náttúrulega ekki gott vegna þess að það skiptir miklu máli að hraða allri byggingu íbúðarhúsnæðis og sérstaklega fyrir þessa hópa sem um ræðir; þetta er félagsstofnun stúdenta, þetta er Bjarg og sú uppbygging sem fellur undir hagkvæmt húsnæði,“ segir Einar Þorsteinsson. Einar Þorsteinsson er oddviti Framsóknar í Reykjavík.vísir/vilhelm Ráðherrann er sammála honum þar. „Sem ráðherra húsnæðismála þá hvet ég auðvitað til sem mestrar uppbyggingar og sem hraðastrar. En það má hins vegar ekki verða á kostnað grunninnviða í samgöngukerfi landsins,“ segir Sigurður Ingi. Þannig þú ert ekki á móti áformunum um nýjan Skerjafjörð sem slíkum? „Ég hvet nú heldur til húsbyggingar eins og hægt er. En eins og ég segi þá má hún ekki hafa áhrif á grundvallar innviði eins og megininnanlandsflugvöll okkar Íslendinga,“ segir hann. Hann vonar að starfshópurinn, sem á að skila af sér niðurstöðum 1. október næstkomandi finni leið til uppbyggingar án þess að hún ógni flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli. Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Framsóknarflokkurinn Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Innviðaráðherra hefur nú skipað starfshóp til að greina það hvort uppbygging nýja hverfisins í Skerjafirði ógni flugöryggi eins og Isavia og ráðuneytið hafa haldið fram. Hingað til hefur borgin þvertekið fyrir að það sé rétt. „Við teljum þau áhrif ekki hafa mjög mikil áhrif á flugvöllinn þannig að... en það er rétt að taka þátt í starfi þessa hóps,“ segir Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins og starfandi borgarstjóri. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri sem er í sumarfríi, hefur hingað til verið mjög ósammála innviðaráðherra um rétta borgarinnar til að ráðast í uppbyggingu á svæðinu. Framsókn nú beggja vegna borðsins Það að borgin sé nú tilbúin að fresta uppbyggingunni á meðan málið er rannsakað frekar telur ráðherrann marka kaflaskipti í samskiptum ríkis og borgar. Hans flokkur er enda kominn í borgarstjórn. Þakkar ráðherrann honum þessa viðhorfsbreytingu? „Eigum við ekki bara að segja að þau samskipti sem við eigum núna milli ríkis og borgar eru talsvert breytt frá því sem stundum hefur verið áður og það er til bóta,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Er það vegna þess að Framsóknarflokkurinn er beggja vegna borðsins? „Ég skal ekkert segja um það en þetta er allavega eðlilegt samstarf milli höfuðborgarinnar, sem hýsir aðalinnanlandsflugvöll landsins, og ríkisins sem hefur auðvitað ábyrgð og áhyggjur af því að það sama innanlandsflug geti starfað í landinu,“ segir Sigurður Ingi. Ekki góð töf á uppbyggingu félagslegs húsnæðis Framsókn í borginni telur málið þó óheppilega seinkun á byggingu húsnæðis. „Þetta hefur þau áhrif að þetta tefst allt um þennan tíma. Og það er náttúrulega ekki gott vegna þess að það skiptir miklu máli að hraða allri byggingu íbúðarhúsnæðis og sérstaklega fyrir þessa hópa sem um ræðir; þetta er félagsstofnun stúdenta, þetta er Bjarg og sú uppbygging sem fellur undir hagkvæmt húsnæði,“ segir Einar Þorsteinsson. Einar Þorsteinsson er oddviti Framsóknar í Reykjavík.vísir/vilhelm Ráðherrann er sammála honum þar. „Sem ráðherra húsnæðismála þá hvet ég auðvitað til sem mestrar uppbyggingar og sem hraðastrar. En það má hins vegar ekki verða á kostnað grunninnviða í samgöngukerfi landsins,“ segir Sigurður Ingi. Þannig þú ert ekki á móti áformunum um nýjan Skerjafjörð sem slíkum? „Ég hvet nú heldur til húsbyggingar eins og hægt er. En eins og ég segi þá má hún ekki hafa áhrif á grundvallar innviði eins og megininnanlandsflugvöll okkar Íslendinga,“ segir hann. Hann vonar að starfshópurinn, sem á að skila af sér niðurstöðum 1. október næstkomandi finni leið til uppbyggingar án þess að hún ógni flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli.
Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Framsóknarflokkurinn Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira