Ketilkaffi á Skógardeginum mikla í Hallormsstað Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. júní 2022 20:27 Bergrún Arna, aðstoðarskógarvörður í Hallormsstað, sem vottar það með tungunni að það sé ekkert lúsmý og lítið, sem ekkert af öðru mýi í skóginum. Gestir Skógardagsins mikla þurfa því ekki að hafa neinar áhyggjur á morgun að koma bitnir heim. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það verður mikið um að vera í Hallormsstaðarskógi í Fljótsdal á morgun laugardag, því Skógardagurinn mikli fer þá fram. Fjölbreytt dagskrá verður í boði, svo ekki sé minnst á ketilkaffið, sem boðið verður upp á að skógarmannasið. Undirbúningur fyrir Skógardaginn mikla hefur staðið yfir síðustu vikur í Hallormsstað en það hefur ekki verið hægt að halda daginn hátíðlegan síðustu tvö ár vegna Covid. Reiknað er með að um tvö þúsund manns mætti á daginn og taki þátt í hátíðarhöldum en dagskráin hefst klukkan tólf með Íslandsmeistaramóti í skógarhöggi. „Síðan verður grillað heilt naut, lambakjöt verður líka grillað, pylsur í hundraða vís verða í boði, lummur og ketilkaffi og svo megum við ekki gleyma sviðinu. Magni kemur þar fram og fleiri skemmtikraftar,“ segir Bergrún Arna Þorsteinsdóttir, aðstoðarskógarvörður hjá Skógræktinni í Hallormsstað. Reiknað er með fjölda fólks á Skógardaginn mikla í Hallormsstað laugardaginn 25. júní. Dagskráin hefst klukkan 12:00.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bergrún lofar mjög góðu veðri á morgun og góðri stemmingu. Hún segir alltaf mikla tilhlökkun hjá skógarbændum og öðru áhugafólki um skógrækt fyrir deginum. Og mekka skógræktarinnar er á þessu svæði? „Já, hún er hér á Fljótsdalshéraði og Hallormsstaðarskógur er meðal elstu skóga okkar í landinu,“ segir Bergrún og bætir strax við. „Já, við skulum minnast á að það er ekkert lúsmý á Hallormsstað svo við þurfum ekkert að vera bitin úr skóginum hér og það er eiginlega ekkert mý í skóginum“. Ertu að segja alveg satt? „Já, ég er alveg að segja satt“, segir Bergrún hlægjandi um leið og hún rak út úr sér tunguna til að votta að hún væri ekki svört. Skógrækt og landgræðsla Menning Múlaþing Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Sjá meira
Undirbúningur fyrir Skógardaginn mikla hefur staðið yfir síðustu vikur í Hallormsstað en það hefur ekki verið hægt að halda daginn hátíðlegan síðustu tvö ár vegna Covid. Reiknað er með að um tvö þúsund manns mætti á daginn og taki þátt í hátíðarhöldum en dagskráin hefst klukkan tólf með Íslandsmeistaramóti í skógarhöggi. „Síðan verður grillað heilt naut, lambakjöt verður líka grillað, pylsur í hundraða vís verða í boði, lummur og ketilkaffi og svo megum við ekki gleyma sviðinu. Magni kemur þar fram og fleiri skemmtikraftar,“ segir Bergrún Arna Þorsteinsdóttir, aðstoðarskógarvörður hjá Skógræktinni í Hallormsstað. Reiknað er með fjölda fólks á Skógardaginn mikla í Hallormsstað laugardaginn 25. júní. Dagskráin hefst klukkan 12:00.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bergrún lofar mjög góðu veðri á morgun og góðri stemmingu. Hún segir alltaf mikla tilhlökkun hjá skógarbændum og öðru áhugafólki um skógrækt fyrir deginum. Og mekka skógræktarinnar er á þessu svæði? „Já, hún er hér á Fljótsdalshéraði og Hallormsstaðarskógur er meðal elstu skóga okkar í landinu,“ segir Bergrún og bætir strax við. „Já, við skulum minnast á að það er ekkert lúsmý á Hallormsstað svo við þurfum ekkert að vera bitin úr skóginum hér og það er eiginlega ekkert mý í skóginum“. Ertu að segja alveg satt? „Já, ég er alveg að segja satt“, segir Bergrún hlægjandi um leið og hún rak út úr sér tunguna til að votta að hún væri ekki svört.
Skógrækt og landgræðsla Menning Múlaþing Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Sjá meira