Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi ReykjanessVísir/Vilhelm
Guðmundur Freyr Magnússon, sem dæmdur var í sautján ára fangelsi fyrir manndráp í Torrevieja í lok árs 2021, var í dag fyrir Héraðsdómi Reykjaness dæmdur fyrir að akstur undir áhrifum fíkniefna árið 2018.
Guðmundur var dæmdur fyrir að hafa ekið bifreiðum undir áhrifum MDMA, amfetamíni, oxykódon og fleiri örvandi efna í fimm skipti á árinu 2018.
Fram kemur í dómi héraðsdóms að Guðmundur hafi verið sviptur ökurétti ævilangt árið 2014. Guðmundur á að baki langan sakaferil hérlendis sem nær aftur til ársins 1996. Frá þeim tíma til ársins 2014 hefur hann hlotið þrettán fangelsisdóma.
Hann játaði brot sín og var dæmdur til að greiða allan sakarkostnað, samtals 1,2 milljón króna. Þá var vísað til fangelsisdómsins á Spáni og því ekki þótt rétt að gera honum frekari refsingu. Þá var ævilöng svipting ökuréttar Guðmundar áréttuð.
Guðmundur var í desember á síðasta ári dæmdur í sautján ára fangelsi á Spáni fyrir að bana unnusta móður sinnar. Guðmundur viðurkenndi sök þegar málið var tekið en Guðmundi var að auki gert að greiða aðstandendum hins myrta 100 þúsund evrur, um fimmtán milljónir króna, í skaðabætur.
Íslenskur karlmaður, Guðmundur Freyr Magnússon, var í síðustu viku dæmdur í sautján ára fangelsi á Spáni fyrir að verða 66 ára unnusta móður sinnar að bana á heimili þeirra í Torrevieja á Spáni í janúar á síðasta ári.
Guðmundur Freyr Magnússon viðurkenndi að hann hefði orðið íslenskum sambýlismanni móður sinnar að bana með því að stinga hann ítrekað í Torrevieja á Spáni þegar mál hans var tekið fyrir dóm í Elche í síðustu viku. Bar hann við fíknivanda og geðrænum vandamálum.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.