Atli Sigurjónsson: Við gefum þeim mörkin Sverrir Mar Smárason skrifar 23. júní 2022 21:57 Atli Sigurjónsson í leiknum í kvöld. Vísir/ Hulda Margrét Atli Sigurjónsson, sóknarmaður KR, var ansi svekktur eftir 4-0 tap gegn Blikum í Kópavogi í kvöld. KR-ingar byrjuðu vel en voru svo sjálfum sér verstir þegar leið á. „Þetta er auðvitað bara mjög erfitt að fá svona stóran skell. Okkur leið ágætlega til að byrja með en svo gefum við þeim þessi tvö mörk og þá er þetta bara erfitt eftir það. Við gefum þeim mörkin, nýtum ekki sénsana okkar og það er mjög erfitt að vera að tala eitthvað jákvætt um okkar leik hérna, allavega í fjölmiðlum. Við tökum upp jákvæðu hlutina kannski inni í klefa frekar. Það eru engar afsakanir fyrir þessu,“ sagði Atli. Staðan var 2-0 í hálfleik og í upphafi síðari hálfleiks stýrðu Blikar leiknum áður en þeir komust svo í 4-0 eftir um klukkutíma leik. „Við ætluðum bara að nýta okkar sénsa og koma í veg fyrir þessi klaufamistök eins og hægt er að koma í veg fyrir mistök, þau gerast bara. Þetta fór ekki vel af stað í seinni og eftir það er bara mikið basl og erfitt að gera eitthvað úr þeirri stöðu sem við vorum komnir í,“ sagði Atli. Undirrituðum fannst sóknarleikur KR í kvöld vera tilviljanakenndur og sömuleiðis þegar leið á þá virkaði Atli eini KR-ingurinn sem hafði trú og vilja til þess að skapa færi. „Þetta lítur oft illa út þegar mörkin detta svo öðru megin, án þess að taka neitt af blikum, mörk breyta leikjum og hefðum við náð að pota inn einu áður en við gefum þessi mörk í byrjun þá lítur þetta öðruvísi við en eins og ég sagði áðan að þá eftir að hafa tapað 4-0 getum við ekki verið að setja út á eitt eða neitt. Þetta var lélegt.“ „Það er mjög erfið spurning fyrir mig að svara og ég get ekki verið sammála því [að hann sé eini leikmaður KR með trú]. Ég held það séu fleiri að reyna. Augljóslega í dag gekk það mjög illa en við erum allir að reyna og þetta er fyrsti tapleikurinn í nokkuð mörgum leikjum þannig að við rífum okkur bara strax í gang fyrir næsta leik. Bikarleikur fyrst og síðan höldum við áfram að reyna að safna stigum í deildinni,“ sagði Atli. Í bikarnum leikur KR gegn 2. deildarliði Njarðvíkur sem trónir taplaust á toppi 2.deildar og unnu m.a. 6-0 sigur á liðinu sem er að elta þá í gær. Atli telur það verða hörku leik. „Þetta verður bara mjög erfiður leikur, útileikur, þeir á „rönni“ og við að koma úr svona tapleik. Það er búið að vera mikið af leikjum svo við þurfum að ná góðri endurheimt og bara rífa okkur allverulega í gang því þetta verður mjög erfiður leikur,“ sagði Atli að lokum um bikarleikinn. Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik KR Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik-KR 4-0 | Toppliðið vann stórsigur gegn gamla stórveldinu Breiðablik er nú með 11 stiga forskot á toppi Bestu-deildar karla eftir afar öruggan 4-0 sigur gegn KR á Kópavogsvelli í kvöld. 23. júní 2022 22:43 Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Sport Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
„Þetta er auðvitað bara mjög erfitt að fá svona stóran skell. Okkur leið ágætlega til að byrja með en svo gefum við þeim þessi tvö mörk og þá er þetta bara erfitt eftir það. Við gefum þeim mörkin, nýtum ekki sénsana okkar og það er mjög erfitt að vera að tala eitthvað jákvætt um okkar leik hérna, allavega í fjölmiðlum. Við tökum upp jákvæðu hlutina kannski inni í klefa frekar. Það eru engar afsakanir fyrir þessu,“ sagði Atli. Staðan var 2-0 í hálfleik og í upphafi síðari hálfleiks stýrðu Blikar leiknum áður en þeir komust svo í 4-0 eftir um klukkutíma leik. „Við ætluðum bara að nýta okkar sénsa og koma í veg fyrir þessi klaufamistök eins og hægt er að koma í veg fyrir mistök, þau gerast bara. Þetta fór ekki vel af stað í seinni og eftir það er bara mikið basl og erfitt að gera eitthvað úr þeirri stöðu sem við vorum komnir í,“ sagði Atli. Undirrituðum fannst sóknarleikur KR í kvöld vera tilviljanakenndur og sömuleiðis þegar leið á þá virkaði Atli eini KR-ingurinn sem hafði trú og vilja til þess að skapa færi. „Þetta lítur oft illa út þegar mörkin detta svo öðru megin, án þess að taka neitt af blikum, mörk breyta leikjum og hefðum við náð að pota inn einu áður en við gefum þessi mörk í byrjun þá lítur þetta öðruvísi við en eins og ég sagði áðan að þá eftir að hafa tapað 4-0 getum við ekki verið að setja út á eitt eða neitt. Þetta var lélegt.“ „Það er mjög erfið spurning fyrir mig að svara og ég get ekki verið sammála því [að hann sé eini leikmaður KR með trú]. Ég held það séu fleiri að reyna. Augljóslega í dag gekk það mjög illa en við erum allir að reyna og þetta er fyrsti tapleikurinn í nokkuð mörgum leikjum þannig að við rífum okkur bara strax í gang fyrir næsta leik. Bikarleikur fyrst og síðan höldum við áfram að reyna að safna stigum í deildinni,“ sagði Atli. Í bikarnum leikur KR gegn 2. deildarliði Njarðvíkur sem trónir taplaust á toppi 2.deildar og unnu m.a. 6-0 sigur á liðinu sem er að elta þá í gær. Atli telur það verða hörku leik. „Þetta verður bara mjög erfiður leikur, útileikur, þeir á „rönni“ og við að koma úr svona tapleik. Það er búið að vera mikið af leikjum svo við þurfum að ná góðri endurheimt og bara rífa okkur allverulega í gang því þetta verður mjög erfiður leikur,“ sagði Atli að lokum um bikarleikinn.
Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik KR Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik-KR 4-0 | Toppliðið vann stórsigur gegn gamla stórveldinu Breiðablik er nú með 11 stiga forskot á toppi Bestu-deildar karla eftir afar öruggan 4-0 sigur gegn KR á Kópavogsvelli í kvöld. 23. júní 2022 22:43 Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Sport Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik-KR 4-0 | Toppliðið vann stórsigur gegn gamla stórveldinu Breiðablik er nú með 11 stiga forskot á toppi Bestu-deildar karla eftir afar öruggan 4-0 sigur gegn KR á Kópavogsvelli í kvöld. 23. júní 2022 22:43