Innlent

Varað við hálku í nótt á hæstu fjallvegum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Það gæti myndast hálka á helstu fjallvegum landsins í nótt.
Það gæti myndast hálka á helstu fjallvegum landsins í nótt. Vísir/Vilhelm

Hætt er við að hálka muni myndast á hæstu fjallvegum norðan- og vestanlands í nótt.

Von er á norðanátt og kólnandi veðri á þessum landsvæðum. Því gæti hálka myndast sem getur verið varasöm fyrir vegfarendur.

Á þetta einna helst við á Steingrímsfjarðarheiði, Öxnadalsheiði og á Möðrudalsöræfum.

Veðurhorfur á landinu

Vestan 8-15 m/s og skúrir á sunnanverðu landinu í fyrstu, en annars norðlæg átt 5-13 með rigningu fyrir norðan. Hiti 4 til 15 stig, hlýjast á Suðausturlandi.

Norðaustan og norðan 8-15 vestantil á morgun, annars hægari vindur. Skýjað með köflum og víða skúrir, en þurrt að kalla á Vesturlandi. Hiti 3 til 12 stig. Rigning eða súld norðanlands annað kvöld.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:

Norðan 5-13 með dálítilli rigningu á norðurhelmingi landsins og slyddu til fjalla. Skýjað með köflum á sunnanverðu landinu og stöku skúrir syðst. Hiti frá 2 stigum fyrir norðan, upp í 12 stig á Suðurlandi.

Á laugardag og sunnudag:

Norðlæg átt 3-8, en 8-13 með austurströndinni. Skýjað með köflum og lengst af þurrt á Norður- og Austurlandi, en yfirleitt bjart sunnan heiða. Hiti 3 til 13 stig, hlýjast á Suðurlandi.

Á mánudag:

Norðlæg átt með dálítilli vætu norðaustan- og austanlands, en þurrt á vesturhelmingi landsins. Hiti breytist lítið.

Á þriðjudag:

Útlit fyrir norðvestlæga átt með rigningu fyrir norðan, en þurrt að kalla sunnantil. Vestlægari um kvöldið og úrkomuminna.Áfram svipað hitastig.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.