Ríkissaksóknari áfrýjar dómi Brynjars Creed Ólafur Björn Sverrisson skrifar 22. júní 2022 13:34 Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari sótti málið fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Rakel Ríkissaksóknari mun áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjaness í máli Brynjars Creed til Landsréttar. Að sögn Kolbrúnar Benediktsdóttur, varahéraðssaksóknara sem rak málið fyrir héraðsdómi, snýr áfrýjunin að því að Brynjar verði jafnframt sakfelldur fyrir nauðgun, með því að hafa fengið stúlkur undir lögaldri til þess að framkvæma ýmsar kynferðislegar athafnir í gegnum netið. Brynjar var meðal annars verið sakfelldur fyrir að nauðga þremur stúlkum undir lögaldri, í þeim tilfellum sem Brynjar hitti stúlkurnar. Fyrir að hafa fengið stúlkurnar til að senda sér myndbönd af sér í kynferðislegum athöfnum, til dæmis með því að stinga fingri í endaþarm og hafa kynferðismök með gervilim var Brynjar sakfelldur fyrir kynferðislega áreitni. „Það voru þrír ákæruliðir þar sem hann var ákærður fyrir nauðgun með því að láta stúlkurnar gera eitthvað við sjálfar sig og senda myndbönd af því. Það var ekki fallist á að það væri nauðgun þannig þess er óskað Landsréttur endurskoði þá niðurstöðu.“ Kolbrún segir sambærilegt mál ekki hafa áður komið upp og ekki hafi látið reyna á nauðgunarákvæðið með þessum hætti. „Við höfum dæmi um sakfellingu manna fyrir nauðgun sem láta brotaþola gera eitthvað með öðrum mönnum og horfa á. En svona dæmi þar sem brotið fer fram í gegnum netið en viðkomandi er ekki á staðnum, við teljum nauðsynlegt að fá Landsréttardóm um það.“ Fjölmörg önnur brot rannsökuð Greint var frá því í maí síðastliðnum að Lögreglustjórinn á Suðurnesjum væri með fjölmörg önnur brot Brynjars til rannsóknar. Ástæða þess að ákæra var gefin út í málinu sem dæmt í 19. maí, var sú að ákæruvaldið getur aðeins haldið sakborningi í gæsluvarðhaldi í tólf vikur án ákæru. Því var aðeins gefin út ákæra fyrir hluta þeirra brota sem eru til rannsóknar. Kolbrún segir rannsókn þeirra brota vera á lokametrunum en gat þó ekki staðfest hve mörg fleiri brot séu til rannsóknar. Hún bætir því við að hún telji nauðsynlegt að taka reglur um takmörk gæsluvarðhalds til endurskoðunar. „Það er rosalega íþyngjandi að þurfa að gefa út ákæru innan svo skamms tíma. Áður en svona takmörk á gæsluvarðhald voru sett árið 2008 voru dómstólarnir þröskuldurinn. Dómstólar voru alveg harðir við lögreglu og ákæruvald, þannig ef það var ekkert að gerast á milli krafna um gæsluvarðhald þá slepptu þeir bara mönnum. Ég held að það hafi alveg verið nægilegt aðhald.“ Dómsmál Lögreglumál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mál Brynjars Joensen Creed Tengdar fréttir Brynjar dæmdur fyrir þrjár nauðganir og margvísleg önnur brot gegn ungum stúlkum Brynjar Joensen Creed, sem ákærður var í umfangsmiklu kynferðisbrotamáli, hefur verið dæmdur í sex ára óskilorðsbundið fangelsi. Dómur í málinu gegn Brynjari var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness á þriðja tímanum. 19. maí 2022 15:35 Ákærður fyrir að hafa keypt kynlífstæki fyrir fimm stúlkur og svo nauðgað þeim Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að hafa nauðgað fjórum ólögráða stúlkum, sumum oftar en einu sinni, ítrekað og beitt þær allar, auk þeirrar fimmtu, ítrekuðu kynferðisofbeldi og -áreiti. Aðalmeðferð í málinu er lokið fyrir Héraðsdómi Reykjaness og er dómsuppsaga á dagskrá 19. maí næstkomandi. Þinghald í málinu er lokað. 11. maí 2022 12:50 Meintur barnaníðingur grunaður um miklu fleiri brot Rúmlega fimmtugur karlmaður sem bíður dóms í umfangsmiklu kynferðisbrotamáli gegn börnum, er grunaður um fleiri brot en þau sem hann hefur verið ákærður fyrir. Dómur fellur í málinu í næstu viku. 13. maí 2022 16:23 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Brynjar var meðal annars verið sakfelldur fyrir að nauðga þremur stúlkum undir lögaldri, í þeim tilfellum sem Brynjar hitti stúlkurnar. Fyrir að hafa fengið stúlkurnar til að senda sér myndbönd af sér í kynferðislegum athöfnum, til dæmis með því að stinga fingri í endaþarm og hafa kynferðismök með gervilim var Brynjar sakfelldur fyrir kynferðislega áreitni. „Það voru þrír ákæruliðir þar sem hann var ákærður fyrir nauðgun með því að láta stúlkurnar gera eitthvað við sjálfar sig og senda myndbönd af því. Það var ekki fallist á að það væri nauðgun þannig þess er óskað Landsréttur endurskoði þá niðurstöðu.“ Kolbrún segir sambærilegt mál ekki hafa áður komið upp og ekki hafi látið reyna á nauðgunarákvæðið með þessum hætti. „Við höfum dæmi um sakfellingu manna fyrir nauðgun sem láta brotaþola gera eitthvað með öðrum mönnum og horfa á. En svona dæmi þar sem brotið fer fram í gegnum netið en viðkomandi er ekki á staðnum, við teljum nauðsynlegt að fá Landsréttardóm um það.“ Fjölmörg önnur brot rannsökuð Greint var frá því í maí síðastliðnum að Lögreglustjórinn á Suðurnesjum væri með fjölmörg önnur brot Brynjars til rannsóknar. Ástæða þess að ákæra var gefin út í málinu sem dæmt í 19. maí, var sú að ákæruvaldið getur aðeins haldið sakborningi í gæsluvarðhaldi í tólf vikur án ákæru. Því var aðeins gefin út ákæra fyrir hluta þeirra brota sem eru til rannsóknar. Kolbrún segir rannsókn þeirra brota vera á lokametrunum en gat þó ekki staðfest hve mörg fleiri brot séu til rannsóknar. Hún bætir því við að hún telji nauðsynlegt að taka reglur um takmörk gæsluvarðhalds til endurskoðunar. „Það er rosalega íþyngjandi að þurfa að gefa út ákæru innan svo skamms tíma. Áður en svona takmörk á gæsluvarðhald voru sett árið 2008 voru dómstólarnir þröskuldurinn. Dómstólar voru alveg harðir við lögreglu og ákæruvald, þannig ef það var ekkert að gerast á milli krafna um gæsluvarðhald þá slepptu þeir bara mönnum. Ég held að það hafi alveg verið nægilegt aðhald.“
Dómsmál Lögreglumál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mál Brynjars Joensen Creed Tengdar fréttir Brynjar dæmdur fyrir þrjár nauðganir og margvísleg önnur brot gegn ungum stúlkum Brynjar Joensen Creed, sem ákærður var í umfangsmiklu kynferðisbrotamáli, hefur verið dæmdur í sex ára óskilorðsbundið fangelsi. Dómur í málinu gegn Brynjari var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness á þriðja tímanum. 19. maí 2022 15:35 Ákærður fyrir að hafa keypt kynlífstæki fyrir fimm stúlkur og svo nauðgað þeim Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að hafa nauðgað fjórum ólögráða stúlkum, sumum oftar en einu sinni, ítrekað og beitt þær allar, auk þeirrar fimmtu, ítrekuðu kynferðisofbeldi og -áreiti. Aðalmeðferð í málinu er lokið fyrir Héraðsdómi Reykjaness og er dómsuppsaga á dagskrá 19. maí næstkomandi. Þinghald í málinu er lokað. 11. maí 2022 12:50 Meintur barnaníðingur grunaður um miklu fleiri brot Rúmlega fimmtugur karlmaður sem bíður dóms í umfangsmiklu kynferðisbrotamáli gegn börnum, er grunaður um fleiri brot en þau sem hann hefur verið ákærður fyrir. Dómur fellur í málinu í næstu viku. 13. maí 2022 16:23 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Brynjar dæmdur fyrir þrjár nauðganir og margvísleg önnur brot gegn ungum stúlkum Brynjar Joensen Creed, sem ákærður var í umfangsmiklu kynferðisbrotamáli, hefur verið dæmdur í sex ára óskilorðsbundið fangelsi. Dómur í málinu gegn Brynjari var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness á þriðja tímanum. 19. maí 2022 15:35
Ákærður fyrir að hafa keypt kynlífstæki fyrir fimm stúlkur og svo nauðgað þeim Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að hafa nauðgað fjórum ólögráða stúlkum, sumum oftar en einu sinni, ítrekað og beitt þær allar, auk þeirrar fimmtu, ítrekuðu kynferðisofbeldi og -áreiti. Aðalmeðferð í málinu er lokið fyrir Héraðsdómi Reykjaness og er dómsuppsaga á dagskrá 19. maí næstkomandi. Þinghald í málinu er lokað. 11. maí 2022 12:50
Meintur barnaníðingur grunaður um miklu fleiri brot Rúmlega fimmtugur karlmaður sem bíður dóms í umfangsmiklu kynferðisbrotamáli gegn börnum, er grunaður um fleiri brot en þau sem hann hefur verið ákærður fyrir. Dómur fellur í málinu í næstu viku. 13. maí 2022 16:23