Sammála um að ljúka uppsetningu viðvörunarkerfis í Reynisfjöru Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. júní 2022 21:53 Reynisfjara er fallegur, en hætttulegur staður. Vísir/Vilhelm. Samráðsfundur stjórnvalda með landeigendum í Reynisfjöru var haldinn í kvöld. Þeir sem sóttu fundinn voru sammála um að ljúka ætti uppsetningu viðvörunarkerfis í fjörunni. Samráðshópur hefur fengið það verkefni að útbúa tímasetta aðgerðaráætlun til að efla öryggi á svæðinu. Í samtali við Vísi segir Skarphéðinn Berg Steinarsson, Ferðamálastjóri, að fundurinn hafi gengið vel, mikill vilji sé til samstarfs til þess að tryggja öryggi ferðamanna á svæðinu. Umræða um öryggi ferðamanna í Reynisfjöru blossar reglulega upp, nú vegna banaslyss sem þar varð á dögunum þegar erlendur ferðamaður lést eftir að alda hreif hann út í sjóinn. Alls hafa tólf alvarleg útköll borist vegna Reynisfjöru frá árinu 2014, þar af hafa fimm látist. Karpað hefur verið um hvað standi úrbótum á öryggismálum á svæðinu fyrir þrifum. Bent hefur verið á landeigendur sem bent hafa á ríkið. Vonast var til þess að hægt yrði að höggva á hnútinn á fundi í Vík í Mýrdal í kvöld þar sem saman voru komnir fulltrúar meirihluta landeigenda á svæðinu, Lilja Alfreðsdóttir ráðherra ferðamála auk fulltrúar annarra stofnanna. Ákveðið að hefja formlegt samstarf Á fundinum kynntu fulltrúar Veðurstofu Íslands, Vegagerðarinnar og almannavarnadeildar lögreglunnar á Suðurlandi vinnu við gerð áhættumats fyrir Reynisfjöru og hugmyndir um uppsetningu viðvörunarkerfis í fjörunni. Íris Guðnadóttir, einn landeiganda kynnti hugmyndir um innviðauppbyggingu og hugmyndir að auknu öryggi í fjörunni. Fundarmenn voru sammála um nauðsyn þess að taka ákveðin skref í átt til bætts öryggis á svæðinu til skemmri tíma og lengri. Fundarmenn voru einnig sammála um að ljúka uppsetningu viðvörunarkerfis í fjörunni. Fundurinn ákvað að eiga formlegt samstarf um að efla öryggi ferðamanna í Reynisfjöru. Samráðshópur taki til starfa þar sem taki þátt fulltrúar landeigenda, Veðurstofu Íslands, Vegagerðarinnar, almannavarnardeildar lögreglunnar á Suðurlandi, Landsbjargar, Mýrdalshrepps og Ferðamálastofu. Samráðshópurinn geri tímasetta aðgerðaáætlun og skili tillögum sínum til ráðherra ferðamála í síðasta lagi 30. september 2022. Reynisfjara Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fylgjast með innlyksa fólki í Reynisfjöru Lögreglu- og björgunarsveitarfólk fylgist nú með tveimur ferðamönnum sem urðu innlyksa í Reynisfjöru á flóði. Búist er við að hægt verði að koma þeim til hjálpar þegar fjarar út í kvöld. 14. júní 2022 19:00 Skrifræði ríkisins hafi aftrað úrbótum í Reynisfjöru Talsmaður hóps landeigenda að Reynisfjöru segir að inngrip hins opinbera hafi aftrað úrbótum á öryggismálum í Reynisfjöru. Það sé sárt að heyra því haldið fram að það séu landeigendurnir sem vilji ekki bæta öryggi í fjörunni. 13. júní 2022 20:00 „Ekki boðlegt að fólk sé að deyja þarna við þessar aðstæður“ Erlendur ferðamaður á áttræðisaldri lést í Reynisfjöru í gær. Viðvörunarskilti eru í fjörunni en nokkur banaslys hafa orðið þar á undanförnum árum. Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir erfitt að meta hvað annað væri hægt að gera en takmarka aðgengi að fjörunni til að koma í veg fyrir slys. 11. júní 2022 12:30 Fylgjast með innlyksa fólki í Reynisfjöru Lögreglu- og björgunarsveitarfólk fylgist nú með tveimur ferðamönnum sem urðu innlyksa í Reynisfjöru á flóði. Búist er við að hægt verði að koma þeim til hjálpar þegar fjarar út í kvöld. 14. júní 2022 19:00 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Í samtali við Vísi segir Skarphéðinn Berg Steinarsson, Ferðamálastjóri, að fundurinn hafi gengið vel, mikill vilji sé til samstarfs til þess að tryggja öryggi ferðamanna á svæðinu. Umræða um öryggi ferðamanna í Reynisfjöru blossar reglulega upp, nú vegna banaslyss sem þar varð á dögunum þegar erlendur ferðamaður lést eftir að alda hreif hann út í sjóinn. Alls hafa tólf alvarleg útköll borist vegna Reynisfjöru frá árinu 2014, þar af hafa fimm látist. Karpað hefur verið um hvað standi úrbótum á öryggismálum á svæðinu fyrir þrifum. Bent hefur verið á landeigendur sem bent hafa á ríkið. Vonast var til þess að hægt yrði að höggva á hnútinn á fundi í Vík í Mýrdal í kvöld þar sem saman voru komnir fulltrúar meirihluta landeigenda á svæðinu, Lilja Alfreðsdóttir ráðherra ferðamála auk fulltrúar annarra stofnanna. Ákveðið að hefja formlegt samstarf Á fundinum kynntu fulltrúar Veðurstofu Íslands, Vegagerðarinnar og almannavarnadeildar lögreglunnar á Suðurlandi vinnu við gerð áhættumats fyrir Reynisfjöru og hugmyndir um uppsetningu viðvörunarkerfis í fjörunni. Íris Guðnadóttir, einn landeiganda kynnti hugmyndir um innviðauppbyggingu og hugmyndir að auknu öryggi í fjörunni. Fundarmenn voru sammála um nauðsyn þess að taka ákveðin skref í átt til bætts öryggis á svæðinu til skemmri tíma og lengri. Fundarmenn voru einnig sammála um að ljúka uppsetningu viðvörunarkerfis í fjörunni. Fundurinn ákvað að eiga formlegt samstarf um að efla öryggi ferðamanna í Reynisfjöru. Samráðshópur taki til starfa þar sem taki þátt fulltrúar landeigenda, Veðurstofu Íslands, Vegagerðarinnar, almannavarnardeildar lögreglunnar á Suðurlandi, Landsbjargar, Mýrdalshrepps og Ferðamálastofu. Samráðshópurinn geri tímasetta aðgerðaáætlun og skili tillögum sínum til ráðherra ferðamála í síðasta lagi 30. september 2022.
Reynisfjara Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fylgjast með innlyksa fólki í Reynisfjöru Lögreglu- og björgunarsveitarfólk fylgist nú með tveimur ferðamönnum sem urðu innlyksa í Reynisfjöru á flóði. Búist er við að hægt verði að koma þeim til hjálpar þegar fjarar út í kvöld. 14. júní 2022 19:00 Skrifræði ríkisins hafi aftrað úrbótum í Reynisfjöru Talsmaður hóps landeigenda að Reynisfjöru segir að inngrip hins opinbera hafi aftrað úrbótum á öryggismálum í Reynisfjöru. Það sé sárt að heyra því haldið fram að það séu landeigendurnir sem vilji ekki bæta öryggi í fjörunni. 13. júní 2022 20:00 „Ekki boðlegt að fólk sé að deyja þarna við þessar aðstæður“ Erlendur ferðamaður á áttræðisaldri lést í Reynisfjöru í gær. Viðvörunarskilti eru í fjörunni en nokkur banaslys hafa orðið þar á undanförnum árum. Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir erfitt að meta hvað annað væri hægt að gera en takmarka aðgengi að fjörunni til að koma í veg fyrir slys. 11. júní 2022 12:30 Fylgjast með innlyksa fólki í Reynisfjöru Lögreglu- og björgunarsveitarfólk fylgist nú með tveimur ferðamönnum sem urðu innlyksa í Reynisfjöru á flóði. Búist er við að hægt verði að koma þeim til hjálpar þegar fjarar út í kvöld. 14. júní 2022 19:00 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Fylgjast með innlyksa fólki í Reynisfjöru Lögreglu- og björgunarsveitarfólk fylgist nú með tveimur ferðamönnum sem urðu innlyksa í Reynisfjöru á flóði. Búist er við að hægt verði að koma þeim til hjálpar þegar fjarar út í kvöld. 14. júní 2022 19:00
Skrifræði ríkisins hafi aftrað úrbótum í Reynisfjöru Talsmaður hóps landeigenda að Reynisfjöru segir að inngrip hins opinbera hafi aftrað úrbótum á öryggismálum í Reynisfjöru. Það sé sárt að heyra því haldið fram að það séu landeigendurnir sem vilji ekki bæta öryggi í fjörunni. 13. júní 2022 20:00
„Ekki boðlegt að fólk sé að deyja þarna við þessar aðstæður“ Erlendur ferðamaður á áttræðisaldri lést í Reynisfjöru í gær. Viðvörunarskilti eru í fjörunni en nokkur banaslys hafa orðið þar á undanförnum árum. Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir erfitt að meta hvað annað væri hægt að gera en takmarka aðgengi að fjörunni til að koma í veg fyrir slys. 11. júní 2022 12:30
Fylgjast með innlyksa fólki í Reynisfjöru Lögreglu- og björgunarsveitarfólk fylgist nú með tveimur ferðamönnum sem urðu innlyksa í Reynisfjöru á flóði. Búist er við að hægt verði að koma þeim til hjálpar þegar fjarar út í kvöld. 14. júní 2022 19:00