Lífið

Hægt að skera spennuna í loftinu þegar biti úr fingri endaði á skurðar­brettinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Óheppilegt atvik við tökur á Ísskápastríðinu.
Óheppilegt atvik við tökur á Ísskápastríðinu.

Í Ísskápastríðinu á Stöð 2 í gærkvöldi gerðist eitt og annað. Þátttakendur voru leikararnir Hilmar Guðjónsson og Arnmundur Ernst Björnsson.

Hilmar var í liði með Gumma Ben og Arnmundur var í liði með Evu Laufey.

Í sögu þáttanna hafa gestir oftar en ekki skorið sig nokkuð illa en sennilega aldrei jafn illa og í þættinum í gær.

Arnmundur Ernst skar í rauninni bita úr fingri og þurfti og varð að gera hlé á upptöku á þættinum til að gera að sárum hans.

Hér að neðan má sjá þetta dramatíska atriði úr þætti gærkvöldsins.

Klippa: Skar bita úr fingri

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.