Innlent

„Dagurinn gekk eins og vera ber“

Atli Ísleifsson skrifar
Töluvert högg kom á Herjólf við áreksturinn. Myndin er tekin í Vestmannaeyjahöfn í gærkvöldi.
Töluvert högg kom á Herjólf við áreksturinn. Myndin er tekin í Vestmannaeyjahöfn í gærkvöldi. Tígull.is

Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segir að óhappið sem varð í Vestmannaeyjahöfn í gær, þar sem ekjubrú Herjólfs laskaðist, hafi ekki haft áhrif á ferðir skipsins í dag.

Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs.Vísir/Jóhann K.

„Dagurinn gekk eins og vera ber. Það voru allar ferðir á áætlun,“ segir Hörður Orri. Gefið var út í gærkvöldi að tilkynning yrði gefin út um ferðir dagsins eftir að ástand brúarinnar hefði verið metið. 

Röskun varð á ferðum ferjunnar eftir að grindur í bílabrúnni hafi þrýst upp og beyglast þegar ferjan kom of harkalega að bryggju um klukkan 19 í gærkvöldi. Bílar sem ætluðu í land í Vestmannaeyjum sátu fastir um borð í um klukkustund vegna óhappsins.

Hörður Orri segir að síðustu ferðir skipsins í gær hafi verið sameinaðar, bæði frá Vestmannaeyjum og svo frá Landeyjahöfn.

Hann segir að ekki hafi verið mikið tjón á brúnni að ræða.


Tengdar fréttir

Ekjubrú Herjólfs skemmdist í árekstri í Eyjum

Vestmannaeyjaferjan Herjólfur er á eftir áætlun eftir óhapp sem laskaði ekjubrú skipsins í kvöld. Bílar sem ætluðu í land í Vestmannaeyjum sátu fastir um borð í um klukkustund vegna óhappsins.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.