Enski boltinn

Gylfi Þór ekki lengur leik­maður E­ver­ton

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson, fyrrverandi leikmaður Everton.
Gylfi Þór Sigurðsson, fyrrverandi leikmaður Everton. EPA-EFE/Peter Powel

Samningur Gylfa Þórs Sigurðssonar við enska knattspyrnufélagið Everton er runninn út. Hann hefur ekki spilað fyrir liðið síðan á þar síðustu leiktíð en leikmaðurinn var handtekinn síðasta sumar vegna meints brots gegn ólögráða stúlku.

Tæpt ár er síðan Gylfi Þór var handtekinn. Mál hans er enn til meðferðar hjá lögreglu sem hefur ekki tekið ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út.

Gylfi Þór hefur ekki enn verið nafngreindur í breskum fjölmiðlum vegna málsins. Er það gert vegna breskra laga sem ætlað er að vernda þolendur og koma í veg fyrir að dómsmál spillist. Landsliðsmaðurinn hefur áður verið nafngreindur í íslenskum fjölmiðlum.

Í dag staðfesti Everton að samningur Gylfa Þórs við félagið væri runninn út og hann væri samningslaus líkt og aðrir leikmenn sem hefðu runnið út á samning. Þar á meðal eru Cenk Tosun, Fabian Delph og Jonjoe Kenny.

Gylfi Þór sætir nú farbanni sem rennur út 16. júlí næstkomandi. Þá er frekari frétta að vænta af máli hans.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.