Eitt mesta magn fíkniefna sem lögregla hafi lagt hald á Eiður Þór Árnason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 9. júní 2022 14:25 Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn, Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri, Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn og Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sviðsstjóri ákærusviðs, voru viðstödd upplýsingafundinn. Vísir/Vilhelm Lögreglan hefur lagt hald á gríðarlegt magn fíkniefna og handtekið tíu manns í tengslum við tvær umfangsmiklar rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi. Önnur rannsóknin hófst um mitt ár 2020 þegar lögregla fékk aðgang að upplýsingum með milligöngu Europol sem aflað var úr dulkóðuðum samskiptum. Að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, komust rannsakendur í kjölfarið að því að á fyrri hluta 2020 hafi verið flutt inn efni til landsins sem notuð voru til framleiðslu á 117,5 kílóum af amfetamíni. Efnin fylla nú birgðageymslur lögreglu.Vísir/Vilhelm Einnig voru handlögð fimm kíló af amfetamíni í aðskildu máli sem grunur leikur á að sé hluti hinna framleiddu efna. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar í dag en verðmæti hinna framleiddu efna eru talin vera ríflega 700 milljónir króna miðað við götuvirði. Þann 20. maí síðastliðinn réðst lögregla svo í aðgerðir sem vörðuðu bæði umrædda rannsókn og aðra sem fjallað var á upplýsingafundinum. Að sögn Gríms voru tíu handteknir í tengslum við báðar rannsóknir. Sjö hefur nú verið sleppt úr gæsluvarðhaldi og eru þrír enn í varðhaldi í þágu rannsóknar. Meta götuvirðið 1,7 milljarð króna Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn greindi frá því á blaðamannafundinum að undanfarna mánuði hafi lögregla verið með hóp manna til rannsóknar sem grunaðir séu um aðild að dreifingu og sölu fíkniefna auk peningaþvættis. Alls hafi tuttugu leitir verið gerðar í ökutækjum og húsnæði í maí og tíu verið handteknir. Rannsókn sé þó enn ekki lokið. Margeir sagði að við rannsóknina hafi lögregla komist yfir mikið magn fíkniefna, sem er talið vera eitt mesta magn sem hún hafi lagt hald á í tengslum við eina rannsókn. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.Vísir/Vilhelm Handlögðu efnin Rúmlega 200 stykki af kannabisplöntum Rúmlega 30 kíló af marijúana Rúmlega 20 kíló af hassi Um 7 kíló af MDMA-kristal sem hægt er að nota til að framleiða um 50 þúsund E-töflur Rúmlega 7 þúsund stykki af MDMA-töflum tilbúnum til sölu Rúmlega 20 lítrar af MDMA-basa sem hægt er að nota til að framleiða um og yfir 200 þúsund e-töflur 2 kíló af kókaíni 1 kíló af amfetamíni 40 lítrar af amfetamín basa sem lögregla áætlar að hægt sé að nota til að gera 170 kíló af tilbúnu amfetamíni Tvö kíló af kristalmetamfetamíni Óverulegt magn af LSD, hassolíu og sterum Talvert magn af íblöndunarefnum Að sögn Margeirs er talið að götuvirði efnanna sem lögregla hafi lagt hald á í tengslum við þessa rannsókn nemi um 1,7 milljarði króna. Hann bætti við að fleiri rannsóknir væru í gangi á meintri skipulagðri brotastarfsemi og væru nú alls um tíu talsins. Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Tímafrekar og mannfrekar rannsóknir Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu sagði á blaðamannafundinum að rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi væri oft tímafrekar og mannfrekar þar sem þær teygi sig gjarnan yfir lögregluumdæmi og landamæri. Þannig geti þær oft staðið yfir í eitt, tvö ár eða jafnvel lengur. Áðurnefndar rannsóknir séu samstarfsverkefni Ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og á Suðurlandi. Að sögn Höllu er innfluttningur og framleiðsla fíkniefna stærsti þátturinn í starfsemi skipulagðra glæpahópa og telur lögreglan þá vera einhverja mestu ógn sem íslenskt samfélag glími við í dag. Fréttin hefur verið uppfærð.
Önnur rannsóknin hófst um mitt ár 2020 þegar lögregla fékk aðgang að upplýsingum með milligöngu Europol sem aflað var úr dulkóðuðum samskiptum. Að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, komust rannsakendur í kjölfarið að því að á fyrri hluta 2020 hafi verið flutt inn efni til landsins sem notuð voru til framleiðslu á 117,5 kílóum af amfetamíni. Efnin fylla nú birgðageymslur lögreglu.Vísir/Vilhelm Einnig voru handlögð fimm kíló af amfetamíni í aðskildu máli sem grunur leikur á að sé hluti hinna framleiddu efna. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar í dag en verðmæti hinna framleiddu efna eru talin vera ríflega 700 milljónir króna miðað við götuvirði. Þann 20. maí síðastliðinn réðst lögregla svo í aðgerðir sem vörðuðu bæði umrædda rannsókn og aðra sem fjallað var á upplýsingafundinum. Að sögn Gríms voru tíu handteknir í tengslum við báðar rannsóknir. Sjö hefur nú verið sleppt úr gæsluvarðhaldi og eru þrír enn í varðhaldi í þágu rannsóknar. Meta götuvirðið 1,7 milljarð króna Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn greindi frá því á blaðamannafundinum að undanfarna mánuði hafi lögregla verið með hóp manna til rannsóknar sem grunaðir séu um aðild að dreifingu og sölu fíkniefna auk peningaþvættis. Alls hafi tuttugu leitir verið gerðar í ökutækjum og húsnæði í maí og tíu verið handteknir. Rannsókn sé þó enn ekki lokið. Margeir sagði að við rannsóknina hafi lögregla komist yfir mikið magn fíkniefna, sem er talið vera eitt mesta magn sem hún hafi lagt hald á í tengslum við eina rannsókn. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.Vísir/Vilhelm Handlögðu efnin Rúmlega 200 stykki af kannabisplöntum Rúmlega 30 kíló af marijúana Rúmlega 20 kíló af hassi Um 7 kíló af MDMA-kristal sem hægt er að nota til að framleiða um 50 þúsund E-töflur Rúmlega 7 þúsund stykki af MDMA-töflum tilbúnum til sölu Rúmlega 20 lítrar af MDMA-basa sem hægt er að nota til að framleiða um og yfir 200 þúsund e-töflur 2 kíló af kókaíni 1 kíló af amfetamíni 40 lítrar af amfetamín basa sem lögregla áætlar að hægt sé að nota til að gera 170 kíló af tilbúnu amfetamíni Tvö kíló af kristalmetamfetamíni Óverulegt magn af LSD, hassolíu og sterum Talvert magn af íblöndunarefnum Að sögn Margeirs er talið að götuvirði efnanna sem lögregla hafi lagt hald á í tengslum við þessa rannsókn nemi um 1,7 milljarði króna. Hann bætti við að fleiri rannsóknir væru í gangi á meintri skipulagðri brotastarfsemi og væru nú alls um tíu talsins. Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Tímafrekar og mannfrekar rannsóknir Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu sagði á blaðamannafundinum að rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi væri oft tímafrekar og mannfrekar þar sem þær teygi sig gjarnan yfir lögregluumdæmi og landamæri. Þannig geti þær oft staðið yfir í eitt, tvö ár eða jafnvel lengur. Áðurnefndar rannsóknir séu samstarfsverkefni Ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og á Suðurlandi. Að sögn Höllu er innfluttningur og framleiðsla fíkniefna stærsti þátturinn í starfsemi skipulagðra glæpahópa og telur lögreglan þá vera einhverja mestu ógn sem íslenskt samfélag glími við í dag. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Fíkniefnabrot Saltdreifaramálið Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Sjá meira