„Öll umræða um afregluvæðingu er til að hleypa svindli að“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. júní 2022 11:13 Daníel Orri Einarsson, formaður Frama. Vísir/Friðrik Þór Formaður félags leigubifreiðastjóra líst illa á allar breytingar á lögum um leigubifreiðaakstur sem hann segir fullkomin eins og þau eru. Hann gefur lítið fyrir gagnrýni á kerfið eins og það er í dag og telur hagsmuni neytenda best borgið með núverandi löggjöf. Innviðaráðherra hefur á ný lagt fram frumvarp til breytinga á lögum um leigubifreiðaakstur. Þar segir að markmiðið með lögunum sé að færa lög og reglur um leigubifreiðar til nútímalegra horfs og tryggja gott aðgengi að hagkvæmri, skilvirkri og öruggri leigubifreiðaþjónustu. Þá er nýjum lögum ætlað að tryggja að íslenska ríkið standi við skuldbindingar sínar samkvæmt samningnum um evrópska efnahagssvæðið. Jóhannes Stefánsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs, tjáði sig um málið í Bítinu í síðustu viku. Þar segir hann frumvarpið ekki vera ætlað að bæta samkeppni og frjálsræði í leigubifreiðaakstri og vill ganga enn lengra. Lögin fullkomin eins og þau eru „Það eru margir sem eru að tjá sig um þetta sem að þekkja ekki starfsemina og eru ekki að gera neinum greiða með því,“ segir Daníel Orri Einarsson, formaður Frama, félags leigubifreiðastjóra. „Lög um leigubifreiðar er neytendavernd. Þegar þessi lög eru ekki virt þá er verið að eyðileggja neytendaverndina.“ Hann segir leigubílstjóra samt standa frammi fyrir skorti á bifreiðum og búi við kröpp kjör eins og staðan sé í dag. „Lögin um leigubíla eru fullkomin eins og þau eru og það á að virða þau og þetta tal um vistabönd er algjör della.“ Varðandi afnám skyldna um leigubifreðastöðvar og gjaldmæla til að færa þjónustuna í nútímalegra horf segir Daníel slíkar breytingar ekki vera til þess fallnar að bæta þjónustu eða neytendavernd. „Þessi lagabreyting er ekki að breyta einum eða tveimur þáttum sem ESA ályktunin benti á, heldur er verið að mölva allt og brjóta til þess að einhverjir aðrir geti komið inn á markaðinn og tekið hann af okkur.“ Þá segir Daníel leigubíla bjóða eins ódýrt verð og hægt sé. „Til að minnka kostnaðinn þarf að svindla og það er það sem þessir skutlarar gera, svinda á skatti, svindla á tryggingum og skráningum og þar með er verið að svindla á farþegum. Öll þessi umræða um afregluvæðingu er til að hleypa svindli að,“ sagði Daníel að lokum. Leigubílar Neytendur Tengdar fréttir Óþörf vistarbönd þjóni hvorki hagsmunum leigubílstjóra né neytenda Viðskiptaráð hefur lagt fram umsögn um frumvarp innviðaráðherra um leigubifreiðaakstur á Íslandi. Þar er lagt til að ýmis skilyrði leigubifreðiaaksturs verði afnumin og að gamaldags gjaldmælar skuli heyra sögunni til. 8. júní 2022 17:06 Ráðherra bað „Frjálsmund“ um að hætta til að fá sinn mann inn Jóhannes Stefánsson segist hafa verið ósammála fulltrúum leigubílstjóra í öllu en þeir hafi færst nær eftir því sem leið á vinnu starfshóps um leigubifreiðamarkað. 26. febrúar 2018 15:45 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Innviðaráðherra hefur á ný lagt fram frumvarp til breytinga á lögum um leigubifreiðaakstur. Þar segir að markmiðið með lögunum sé að færa lög og reglur um leigubifreiðar til nútímalegra horfs og tryggja gott aðgengi að hagkvæmri, skilvirkri og öruggri leigubifreiðaþjónustu. Þá er nýjum lögum ætlað að tryggja að íslenska ríkið standi við skuldbindingar sínar samkvæmt samningnum um evrópska efnahagssvæðið. Jóhannes Stefánsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs, tjáði sig um málið í Bítinu í síðustu viku. Þar segir hann frumvarpið ekki vera ætlað að bæta samkeppni og frjálsræði í leigubifreiðaakstri og vill ganga enn lengra. Lögin fullkomin eins og þau eru „Það eru margir sem eru að tjá sig um þetta sem að þekkja ekki starfsemina og eru ekki að gera neinum greiða með því,“ segir Daníel Orri Einarsson, formaður Frama, félags leigubifreiðastjóra. „Lög um leigubifreiðar er neytendavernd. Þegar þessi lög eru ekki virt þá er verið að eyðileggja neytendaverndina.“ Hann segir leigubílstjóra samt standa frammi fyrir skorti á bifreiðum og búi við kröpp kjör eins og staðan sé í dag. „Lögin um leigubíla eru fullkomin eins og þau eru og það á að virða þau og þetta tal um vistabönd er algjör della.“ Varðandi afnám skyldna um leigubifreðastöðvar og gjaldmæla til að færa þjónustuna í nútímalegra horf segir Daníel slíkar breytingar ekki vera til þess fallnar að bæta þjónustu eða neytendavernd. „Þessi lagabreyting er ekki að breyta einum eða tveimur þáttum sem ESA ályktunin benti á, heldur er verið að mölva allt og brjóta til þess að einhverjir aðrir geti komið inn á markaðinn og tekið hann af okkur.“ Þá segir Daníel leigubíla bjóða eins ódýrt verð og hægt sé. „Til að minnka kostnaðinn þarf að svindla og það er það sem þessir skutlarar gera, svinda á skatti, svindla á tryggingum og skráningum og þar með er verið að svindla á farþegum. Öll þessi umræða um afregluvæðingu er til að hleypa svindli að,“ sagði Daníel að lokum.
Leigubílar Neytendur Tengdar fréttir Óþörf vistarbönd þjóni hvorki hagsmunum leigubílstjóra né neytenda Viðskiptaráð hefur lagt fram umsögn um frumvarp innviðaráðherra um leigubifreiðaakstur á Íslandi. Þar er lagt til að ýmis skilyrði leigubifreðiaaksturs verði afnumin og að gamaldags gjaldmælar skuli heyra sögunni til. 8. júní 2022 17:06 Ráðherra bað „Frjálsmund“ um að hætta til að fá sinn mann inn Jóhannes Stefánsson segist hafa verið ósammála fulltrúum leigubílstjóra í öllu en þeir hafi færst nær eftir því sem leið á vinnu starfshóps um leigubifreiðamarkað. 26. febrúar 2018 15:45 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Óþörf vistarbönd þjóni hvorki hagsmunum leigubílstjóra né neytenda Viðskiptaráð hefur lagt fram umsögn um frumvarp innviðaráðherra um leigubifreiðaakstur á Íslandi. Þar er lagt til að ýmis skilyrði leigubifreðiaaksturs verði afnumin og að gamaldags gjaldmælar skuli heyra sögunni til. 8. júní 2022 17:06
Ráðherra bað „Frjálsmund“ um að hætta til að fá sinn mann inn Jóhannes Stefánsson segist hafa verið ósammála fulltrúum leigubílstjóra í öllu en þeir hafi færst nær eftir því sem leið á vinnu starfshóps um leigubifreiðamarkað. 26. febrúar 2018 15:45