Klara Elias frumflutti Þjóðhátíðarlagið 2022 Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 7. júní 2022 11:19 Klara Elias er höfundur og flytjandi þjóðhátíðarlagsins í ár, sem var að koma út í dag. Aðsend Söngkonan Klara Elias er höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlagsins í ár. Lagið, sem heitir Eyjanótt, kom út fyrr í dag á allar helstu streymisveitur og var frumflutt í Brennslunni á FM957 í morgun. Klara er aðeins önnur konan í sögu Þjóðhátíðar í Eyjum til þess að gefa út Þjóðhátíðarlag en sú fyrsta var Ragga Gísla, sem gaf út lagið Sjáumst þar fyrir Þjóðhátíð 2017. „Ég samdi lagið ásamt minni bestu konu, uppáhalds meðhöfundi og samstarfskonu til næstum tuttugu ára, Ölmu Guðmundsdóttur. Vinur minn og annar uppáhalds, James Gladius Wong, sá um upptökustjórn og útsendingu,“ segir Klara. Klara segist vona að fólk hlusti, njóti og syngi hástöfum með sér í brekkunni í Eyjum í lok júlí þegar Þjóðhátíð fer loksins fram eftir tveggja ára fjarveru. View this post on Instagram A post shared by Klara Elias (@klaraelias) „Þetta er söguleg þjóðhátíð á marga vegu en kannski helst því hún hefur ekki verið haldin í tvö ár. Mér fannst rétt að leyfa því að vera hluti af hjarta lagsins að síðustu tvö ár létu ekkert okkar ósnert. Því ef við höfum lært eitthvað á þessum skrítnu tímum er það að við vitum aldrei hvað morgundagurinn býður okkur og hvað það er mikilvægt að njóta augnabliksins og elska hverja mínútu með fólkinu okkar.“ Samkvæmt Klöru er ein lína úr laginu sem segir það best: „Ef þetta er síðasta nóttin sem við eigum hér, þá er mér sama svo lengi sem ég er með þér.“ Klara ræddi nánar um lagið við Lífið í maí síðastliðnum og viðtalið má finna hér. Þjóðhátíð í Eyjum Tónlist Tengdar fréttir Klara Elias er höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlagsins í ár Höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlags Vestmannaeyja 2022 er Klara Elias söngkona og lagahöfundur. Aðeins einu sinni áður hefur hið opinbera þjóðhátíðarlag verið samið og flutt af konu og var það lagið og var það lagið Sjáumst þar eftir Röggu Gísla árið 2017. 27. maí 2022 06:01 Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Fleiri fréttir Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Klara er aðeins önnur konan í sögu Þjóðhátíðar í Eyjum til þess að gefa út Þjóðhátíðarlag en sú fyrsta var Ragga Gísla, sem gaf út lagið Sjáumst þar fyrir Þjóðhátíð 2017. „Ég samdi lagið ásamt minni bestu konu, uppáhalds meðhöfundi og samstarfskonu til næstum tuttugu ára, Ölmu Guðmundsdóttur. Vinur minn og annar uppáhalds, James Gladius Wong, sá um upptökustjórn og útsendingu,“ segir Klara. Klara segist vona að fólk hlusti, njóti og syngi hástöfum með sér í brekkunni í Eyjum í lok júlí þegar Þjóðhátíð fer loksins fram eftir tveggja ára fjarveru. View this post on Instagram A post shared by Klara Elias (@klaraelias) „Þetta er söguleg þjóðhátíð á marga vegu en kannski helst því hún hefur ekki verið haldin í tvö ár. Mér fannst rétt að leyfa því að vera hluti af hjarta lagsins að síðustu tvö ár létu ekkert okkar ósnert. Því ef við höfum lært eitthvað á þessum skrítnu tímum er það að við vitum aldrei hvað morgundagurinn býður okkur og hvað það er mikilvægt að njóta augnabliksins og elska hverja mínútu með fólkinu okkar.“ Samkvæmt Klöru er ein lína úr laginu sem segir það best: „Ef þetta er síðasta nóttin sem við eigum hér, þá er mér sama svo lengi sem ég er með þér.“ Klara ræddi nánar um lagið við Lífið í maí síðastliðnum og viðtalið má finna hér.
Þjóðhátíð í Eyjum Tónlist Tengdar fréttir Klara Elias er höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlagsins í ár Höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlags Vestmannaeyja 2022 er Klara Elias söngkona og lagahöfundur. Aðeins einu sinni áður hefur hið opinbera þjóðhátíðarlag verið samið og flutt af konu og var það lagið og var það lagið Sjáumst þar eftir Röggu Gísla árið 2017. 27. maí 2022 06:01 Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Fleiri fréttir Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Klara Elias er höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlagsins í ár Höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlags Vestmannaeyja 2022 er Klara Elias söngkona og lagahöfundur. Aðeins einu sinni áður hefur hið opinbera þjóðhátíðarlag verið samið og flutt af konu og var það lagið og var það lagið Sjáumst þar eftir Röggu Gísla árið 2017. 27. maí 2022 06:01