Erlent

Þrír látnir og ellefu særðir eftir skot­á­rás í Fíla­delfíu

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Lögreglan hefur enn ekki handtekið neinn vegna skotárásarinnar.
Lögreglan hefur enn ekki handtekið neinn vegna skotárásarinnar. Hannah Beier/Stringer

Þrír eru látnir og að minnsta kosti ellefu særðir eftir skotárás sem átti sér stað skömmu fyrir miðnætti í miðbæ Fíladelfíu-borgar í gærkvöldi.

Skömmu fyrir miðnætti í gærkvöldi brást lögreglan í Fíladelfíu við tilkynningum um manneskju með byssu í miðbæ Fíladelfíu. Þegar viðbragðsaðilar komu á staðinn voru, að sögn lögreglunnar, „nokkrir skotmenn“ á svæðinu sem varð til þess að einn lögreglumannanna skaut þrisvar af vopni sínu.

„Það voru hundruð einstaklinga að njóta South Street, eins og fólk gerir hverja helgi, þegar skotárásin hófst,“ sagði D.F. Pace, lögregluvarðstjóri, við blaðamenn.

Lögreglan fann tvær byssur á staðnum en hafa ekki handtekið neinn, segir Pace. Að minnsta kosti 14 voru skotnir í skotárásinni, þar af eru þrír látnir en ekki er vitað um ástand hinna særðu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×