Innlent

Karl­maður á þrí­tugs­aldri hand­tekinn vegna gruns um morð í austur­borginni

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið handtekinn í tengslum við málið.
Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið handtekinn í tengslum við málið. Vísir/Helena

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hugsanlegt morð í austurbæ Reykjavíkur í kvöld. Mikill viðbúnaður var á vettvangi í kvöld.

Þetta staðfestir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu í samtali við fréttastofu. Búið er að handtaka karlmann á þrítugsaldri í tengslum við rannsóknina. 

Hann segir að grunur sé um að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Sá látni er karlmaður á fimmtugsaldri. Margeir getur ekki gefið frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni að andlátið hafi átt sér stað um kvöldmatarleytið í dag. Tilkynning hafi borist lögreglu rétt fyrir klukkan 19:30.

Mynd af vettvangi. Þrír lögreglubílar voru á vettvangi þegar fréttastofu bar að garði.VÍSIR/HELENA

Fréttastofa fór á vettvang og þegar þangað var komið var búið að girða götuna af, beggja vegna við húsið, sem grunur er um að morð hafi verið framið í. Lögreglumaður sem fréttastofa náði tali af á vettvangi gat engar upplýsingar gefið um málið en sagði að von væri á tilkynningu bráðlega. Tæknideild lögreglu var á staðnum þegar fréttastofa var þar. RÚV greindi fyrst frá málinu. 

Fréttin var uppfærð klukkan 23:15.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×